Fleiri fréttir San Antonio 2 - Detroit 2 Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. 17.6.2005 00:01 Browne og Mediate með forystuna Bandarísku kylfingarnir Olin Browne og Rocco Mediate hafa eins höggs forystu á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi að loknum fyrsta hring. Þeir léku hringinn í gær á 67 höggum eða á þremur undir pari. 17.6.2005 00:01 KA vann Víking KA vann Víking í Víkinni með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild karla í gær. Þór sigraði Völsung, 2-1, og Breiðablik, sem er á toppnum í deildinni með 18 stig, vann öruggan sigur á KS, 3-0, á Siglufirði. 17.6.2005 00:01 Brassarnir burstuðu Grikki Brasilía vann Grikkland með þremur mörkum gegn engu í Álfukeppninni í knattspyrnu í gær. Adriano, Robinho og Juninho skoruðu mörk Brasilíumanna. Fyrr í gær vann Japan Mexíkó með tveimur mörkum gegn einu. 17.6.2005 00:01 Norsku stúlkurnar í úrslit Noregur vann Svíþjóð með þremur mörkum gegn tveimur í undanúrslitum í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu á Englandi í gær. Norðmenn mæta Þjóðverjum í úrslitum á sunnudag. 17.6.2005 00:01 TBR í úrslit í Evrópukeppninni Íslandsmeistarar TBR í badminton leika í til úrslita í C-riðli í Evrópukeppni félagsliða. Þetta varð ljóst eftir að TBR sigraði Maccabi frá Ísrael með sex vinningum gegn einum í gær. TBR mætir Beul frá Þýskalandi í úrslitum. 17.6.2005 00:01 Djurgarden á toppnum í Svíþjóð Djurgarden er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 20 stig eftir að liðið lagði Malmö FF, 3-1, í gær. Kári Árnason var í liði Djurgarden. Helsingborg vann Asseryska,1-0, Gautaborg skellti Sundsvall, 2-0, og Lanskrona og Kalmar skildu jöfn, 1-1. 17.6.2005 00:01 Fjölnir lagði HK í 1. deild Fjölnir vann HK á útivelli með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Atli Guðnason skoraði bæði mörk Fjölnis sem er í sjötta sæti deildarinnar með 6 stig en HK er í áttunda sæti með 5 stig. 16.6.2005 00:01 Þjóðverjar í úrslit á EM kvenna Þýskaland tryggði sér í gær sæti í úrslitum í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu en Þjóðverjar lögðu Finna í undanúrsllitum með fjórum mörkum gegn einu. 16.6.2005 00:01 Þýskalandi lagði Ástralíu Þýskaland sigraði Ástralíu með fjórum mörkum gegn þremur í Álfukeppninni í knattspyrnu sem hófst í gær og Argenínumenn lögðu Túnisa með tveimur mörkum gegn einu, en þessi lið leika í A-riðli. Í dag hefst keppni í B-riðli. Japan mætir Mexíkó og heimsmeistarar Brasilíumanna leika gegn Evrópumeisturum Grikkja. 16.6.2005 00:01 Fyrsti titill Inter í sjö ár Inter tryggði sér í gær ítalska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið lagði Roma 1-0 í síðari leik liðanna og samanlagt 3-0 í báðum leikjunum. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1998 sem Inter vinnur titil en það ár sigraði Inter í Evrópukeppni félagsliða. 16.6.2005 00:01 Frakkar á EM í Sviss Frakkar sigruðu Ísraelsmenn með 28 mörkum gegn 19 í síðari leik liðanna í umspili um laust sæti í lokakeppni Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Sviss í byrjun næsta árs. Þeir tryggðu sér þar með sæti í lokakeppninni en Frakkar höfðu mikla yfirburði gegn Ísraelsmönnum í báðum leikjunum. 16.6.2005 00:01 Lyn og Tromsö féllu úr bikarkeppni Norsku úrvalsdeildarliðin Lyn og Tromsö féllu óvænt úr leik í 32 liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Stefán Gíslason skoraði eina mark Lyn sem tapaði fyrir Hönefoss 2-1 en Tromsö tapaði fyrir Alta 2-1. Jóhannes Harðarson og félagar í Start unnu Manndalskammeratanna 2-1 og Haraldur Freyr Guðmundsson var í liði Álasunds sem lagði Hödd einnig 2-1. 16.6.2005 00:01 Stofna nýjan íþróttastyrktarsjóð Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Alcoa undirrituðu í dag samstarfssamning um stofnun nýs styrkjarsjóðs sem nefnist Sprettur. Hann hefur það markmið að efla ungmenna- og íþróttastarf á Austurlandi. UÍA og Alcoa Fjarðaál hafa með samningnum skuldbundið sig til að leggja fjármagn til sjóðsins næstu þrjú árin og verður útlutað úr honum þrisvar á ári. 16.6.2005 00:01 NBA í beinni á Sýn í kvöld Fjórði leikur Detroit Pistons og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. 16.6.2005 00:01 Gerum mistök eins og leikmenn Hjörtur Hjartarson, framherji Skagamanna, gagnrýndi Gylfa Orrason knattspyrnudómara harðlega eftir leik sem hann dæmdi gegn Keflvíkingum í fyrrakvöld og gaf í skyn að Gylfi væri ekki í líkamlegu formi til þess að dæma leik í Landsbankadeildinni. 16.6.2005 00:01 Markalaust jafntefli í Grindavík Grindavík og KR skildu jöfn suður með sjó í fjörugum markalausum leik þar sem mörg fín færi litu dagsins ljós. KR-ingar hafa ekki skorað sjálfir mark í 319 mínútur og eru án sigurs í fjórum síðustu leikjum. 16.6.2005 00:01 Fram náði í stig á síðustu stundu Framarar náðu jafntefli á Fylkisvelli í gær með marki fyrirliðans Ríkharðs Daðasonar í uppbótartíma en þetta var fyrsta mark liðsins í 282 mínútur. Fram að því virtist sem mark Björgólfs Takefusa frá því í fyrri hálfleik myndi duga Fylki til að vinna þriðja leikinn í röð. 16.6.2005 00:01 Þróttarar fóru illa með ÍBV Þróttarar fóru illa með baráttulausa Eyjamenn í botnslagnum á Laugardalsvelli í gær. Kristinn Hafliðason kom Þrótti yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu eftir aðeins 5 mínútna leik og mörkin voru orðin þrjú þegar flautað var til hálfleiks. 16.6.2005 00:01 Guðjón neitar orðrómi Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, þvertók í gær fyrir það að hann væri að fá írska varnarmanninn Brian O’Callaghan til liðs við félagið, en Guðjón fékk leikmanninn sem kunnugt er til liðs við sig þegar hann var við stjórnartaumana hjá Keflavík á dögunum. 16.6.2005 00:01 San Antonio 2 - Detroit 1 Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. 15.6.2005 00:01 Bologna skrefi nær efstu deild Bologna sigraði Parma með einu marki gegn engu í umspili liðanna um að halda sæti sínu í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu, en þetta var fyrri leikur liðanna. Igli Tare skoraði eina mark leiksins, þjálfarar liðanna fengu báðir að líta rauða spjaldið og fá ekki að stýra liðum sínum um næstu helgi þegar það ræðst hvort liðið heldur sæti sínu í efstu deild. 15.6.2005 00:01 Haukar og Valur með í Evrópukeppni Haukar og Valur verða með á Evrópumótinum í handknattleik á næsta vetri bæði í karla og kvennaflokki. Íslandsmeistarar Hauka í karlaflokki verða með í Meistaradeildinni en kvennaliðið tekur þátt EHF-keppninni. Valur tekur þátt í EHF-keppni karla og kvennalið Vals verður með í Áskorendakeppni Evrópu. 15.6.2005 00:01 Valsmenn kveðja gömul húsakynni Hátíð verður á Hlíðarenda í dag sem hefst klukkan 16, en þar verður boðið upp á skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Klukkan 17.15 verður kveðjuleikur í íþróttahúsi Vals og klukkan 18 verður hátíðardagskrá þar sem tekinn verður skóflustunga að nýjum íþróttamannvirkjum Vals að Hlíðarenda. 15.6.2005 00:01 Wie færist nær Masters-mótinu Micelle Wie frá Bandaríkjunum, sem aðeins er 15 ára, varð í gær fyrsta konan til að komast í gegnum niðurskurðinn fyrir Public Links áhugamannamótið í golfi, en Wie varði í öðru sæti á mótinu. Takist henni að sigra á Public Links mótinu öðlast hún keppnisrétt á Masters-mótinu sem fram fer í apríl á næsta ári og er eitt af risamótunum fjórum. 15.6.2005 00:01 Van Persie áfram í varðhaldi Farið hefur verið fram á að gæsluvarðhald yfir hollenska landsliðsmanninum Robin van Persie verði framlengt út morgundaginn, vegna meintrar nauðgunar hans á ungri stúlku um helgina. 15.6.2005 00:01 Carroll til West Ham Markvörðurinn Roy Carroll hefur gengið til liðs við nýliða West Ham í ensku úrvalsdeildinni og mun verja mark þeirra á næstu leiktíð. Carroll varði sem kunnugt er mark Manchester United í fyrra, en var gagnrýndur mikið fyrir klaufamistök og þótti ekki boðlegur sem lykilmaður í jafn stóru liði. 15.6.2005 00:01 Ronaldo nálægt samningi við United Nú lítur út fyrir að Manchester United muni ná að landa nýjum samningi við portúgalska snillinginn Cristiano Ronaldo, sem hefur verið mjög eftirsóttur undanfarið. 15.6.2005 00:01 Chelsea áfrýjar ekki Chelsea hafa ákveðið að áfrýja ekki úrskurði enska knattspyrnusambandsins um að sekta Chelsea og Jose Mourinho um 300 þúsund pund fyrir að hittast á leynilegum fundi á hóteli í London í vetur. 15.6.2005 00:01 Ómar fluttur á spítala Markvörður Keflvíkinga, Ómar Jóhannsson, var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi í gær eftir að hann lenti í samstuði við Guðjón Heiðar Sveinsson, leikmann ÍA, á 12. mínútu í sigurleik Keflvíkinga á Skaganum. 15.6.2005 00:01 Afmælismótið hefst í dag Í ár eru liðin 20 ár síðan keppnin Sterkasti maður Íslands var haldin hér á landi í fyrsta sinn og í tilefni af því verður sérstakur heiðursgestur með í keppninni. Það er sterkasti maður Bretlands, Adrian Rollings, sem náði góðum árangri í keppninni um sterkasta mann heims í fyrra. 15.6.2005 00:01 Kristinn Björgúlfsson á útleið Á þriðjudagskvöld skrifaði handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson undir samning við norska liðið Runar til tveggja ára. Upphaflega ætlaði Kristinn að semja við Elverum en hlutirnir voru fljótir að gerast eftir að Runar sýndi honum áhuga. 15.6.2005 00:01 Vinnusigur Keflavíkur á Skipaskaga Skagamenn mega vera mjög ósáttir eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík, 2-1, á Skipaskaga. Þetta var mikill baráttusigur Keflvíkinga sem mega prísa sig sæla með stigin þrjú. Guðmundur Steinarsson var hetja Keflavíkur í leiknum. 15.6.2005 00:01 Nýtt tilboð frá Sheffield Forráðamenn Sheffield United, sem leikur í ensku 1. deildinni, hafa ekki gefið upp vonina um að krækja í Heiðar Helguson sem er eftirsóttur þessa daganna. 15.6.2005 00:01 Mjög sanngjarn sigur Fréttablaðið heyrði í fyrirliðum FH og Vals eftir toppslag liðanna á Hliðarenda í gær. Báðir voru á því að FH hafi átti sigurinn skilinn. 15.6.2005 00:01 Þeir stóðu ekki í lappirnar „Við vorum bara slakari aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Valsliðsins eftir leik en honum fannst það sárt að tapa fyrsta leiknum á tímabilinu. 15.6.2005 00:01 Við erum geysilega ánægðir „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var mjög góður og við áttum þá að setja á þá þrjú eða fjögur mörk. Eitt mark er lítið forskot og því vorum við varkárir í seinni hálfleik," sagði Ólafur Þór Jóhannesson í viðtali við Fréttablaðið í gær. 15.6.2005 00:01 FH-ingar eru í algerum sérflokki FH-ingar tróna á toppi Landsbankadeildarinnar með fullt hús stiga eftir sanngjarnan sigur á Val í gær, 1–0. Sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri. Allan Borgvardt skoraði eina mark leiksins strax á 13. mínútu leiksins. 15.6.2005 00:01 Hækkar sig í fyrsta sinn í 13 mánu Nú horfir til bjartari daga hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir afar langt og erfitt ár. Í gær komu nefnilega loksins jákvæðar fréttir um stöðu íslenska landsliðsins á styrkleikalista FIFA sem FIFA birti í gær fyrir júnímánuð. 15.6.2005 00:01 París er borg upp á tíu Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. 15.6.2005 00:01 Við erum búnir að slíðra sverðin Ágreiningur Óla Stefáns Flóventssonar, leikmanns Grindavíkur, og Milans Stefáns Jankovic, þjálfara Grindavíkur, hefur verið jafnaður og Óli Stefán mun því leika með félaginu í sumar en hann hætti skyndilega um síðustu helgi. 15.6.2005 00:01 Mál Óla Stefáns enn í hnút Mál Óla Stefáns Flóventssonar og Grindavíkur er enn í algerum hnút. Eins og kunnugt er var Óli Stefán settur út úr liðinu af þjálfara liðsins eftir meint agabrot. Forráðamenn Grindavíkur reyndu að slíðra sverðin í gær og ræddu við Milan Stefán Jankovic þjálfara og Óla Stefán hvorn í sínu lagi. 14.6.2005 00:01 Van Persie grunaður um nauðgun Sóknarmaður Arsenal, Hollendingurinn Robin Van Persie, er í haldi lögreglunnar í Rotterdam, grunaður um nauðgun. Van Persie, sem er 21 árs, var handtekinn í gær en meint nauðgun átti sér stað um helgina. Leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður en það má halda honum í þrjá daga án ákæru. 14.6.2005 00:01 Gunnar Heiðar frá í 3-4 vikur Sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Halmstad meiddist í leik liðsins gegn Elfsborg í fyrradag og verður frá í 3-4 vikur. Gunnar Heiðar er tognaður aftan í læri. 14.6.2005 00:01 Risakaup Real í bígerð? Real Madrid er tilbúið að borga 110 milljónir punda, eða rúmlega 13 milljarða króna, fyrir Steven Gerrard hjá Liverpool og Thierry Henry Arsenal að sögn enska götublaðsins <em>The Sun</em>. Madridarliðið hefur ekki unnið titil undanfarin tvö keppnistímabil. 14.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
San Antonio 2 - Detroit 2 Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. 17.6.2005 00:01
Browne og Mediate með forystuna Bandarísku kylfingarnir Olin Browne og Rocco Mediate hafa eins höggs forystu á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi að loknum fyrsta hring. Þeir léku hringinn í gær á 67 höggum eða á þremur undir pari. 17.6.2005 00:01
KA vann Víking KA vann Víking í Víkinni með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild karla í gær. Þór sigraði Völsung, 2-1, og Breiðablik, sem er á toppnum í deildinni með 18 stig, vann öruggan sigur á KS, 3-0, á Siglufirði. 17.6.2005 00:01
Brassarnir burstuðu Grikki Brasilía vann Grikkland með þremur mörkum gegn engu í Álfukeppninni í knattspyrnu í gær. Adriano, Robinho og Juninho skoruðu mörk Brasilíumanna. Fyrr í gær vann Japan Mexíkó með tveimur mörkum gegn einu. 17.6.2005 00:01
Norsku stúlkurnar í úrslit Noregur vann Svíþjóð með þremur mörkum gegn tveimur í undanúrslitum í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu á Englandi í gær. Norðmenn mæta Þjóðverjum í úrslitum á sunnudag. 17.6.2005 00:01
TBR í úrslit í Evrópukeppninni Íslandsmeistarar TBR í badminton leika í til úrslita í C-riðli í Evrópukeppni félagsliða. Þetta varð ljóst eftir að TBR sigraði Maccabi frá Ísrael með sex vinningum gegn einum í gær. TBR mætir Beul frá Þýskalandi í úrslitum. 17.6.2005 00:01
Djurgarden á toppnum í Svíþjóð Djurgarden er á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 20 stig eftir að liðið lagði Malmö FF, 3-1, í gær. Kári Árnason var í liði Djurgarden. Helsingborg vann Asseryska,1-0, Gautaborg skellti Sundsvall, 2-0, og Lanskrona og Kalmar skildu jöfn, 1-1. 17.6.2005 00:01
Fjölnir lagði HK í 1. deild Fjölnir vann HK á útivelli með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Atli Guðnason skoraði bæði mörk Fjölnis sem er í sjötta sæti deildarinnar með 6 stig en HK er í áttunda sæti með 5 stig. 16.6.2005 00:01
Þjóðverjar í úrslit á EM kvenna Þýskaland tryggði sér í gær sæti í úrslitum í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu en Þjóðverjar lögðu Finna í undanúrsllitum með fjórum mörkum gegn einu. 16.6.2005 00:01
Þýskalandi lagði Ástralíu Þýskaland sigraði Ástralíu með fjórum mörkum gegn þremur í Álfukeppninni í knattspyrnu sem hófst í gær og Argenínumenn lögðu Túnisa með tveimur mörkum gegn einu, en þessi lið leika í A-riðli. Í dag hefst keppni í B-riðli. Japan mætir Mexíkó og heimsmeistarar Brasilíumanna leika gegn Evrópumeisturum Grikkja. 16.6.2005 00:01
Fyrsti titill Inter í sjö ár Inter tryggði sér í gær ítalska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið lagði Roma 1-0 í síðari leik liðanna og samanlagt 3-0 í báðum leikjunum. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1998 sem Inter vinnur titil en það ár sigraði Inter í Evrópukeppni félagsliða. 16.6.2005 00:01
Frakkar á EM í Sviss Frakkar sigruðu Ísraelsmenn með 28 mörkum gegn 19 í síðari leik liðanna í umspili um laust sæti í lokakeppni Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Sviss í byrjun næsta árs. Þeir tryggðu sér þar með sæti í lokakeppninni en Frakkar höfðu mikla yfirburði gegn Ísraelsmönnum í báðum leikjunum. 16.6.2005 00:01
Lyn og Tromsö féllu úr bikarkeppni Norsku úrvalsdeildarliðin Lyn og Tromsö féllu óvænt úr leik í 32 liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Stefán Gíslason skoraði eina mark Lyn sem tapaði fyrir Hönefoss 2-1 en Tromsö tapaði fyrir Alta 2-1. Jóhannes Harðarson og félagar í Start unnu Manndalskammeratanna 2-1 og Haraldur Freyr Guðmundsson var í liði Álasunds sem lagði Hödd einnig 2-1. 16.6.2005 00:01
Stofna nýjan íþróttastyrktarsjóð Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Alcoa undirrituðu í dag samstarfssamning um stofnun nýs styrkjarsjóðs sem nefnist Sprettur. Hann hefur það markmið að efla ungmenna- og íþróttastarf á Austurlandi. UÍA og Alcoa Fjarðaál hafa með samningnum skuldbundið sig til að leggja fjármagn til sjóðsins næstu þrjú árin og verður útlutað úr honum þrisvar á ári. 16.6.2005 00:01
NBA í beinni á Sýn í kvöld Fjórði leikur Detroit Pistons og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. 16.6.2005 00:01
Gerum mistök eins og leikmenn Hjörtur Hjartarson, framherji Skagamanna, gagnrýndi Gylfa Orrason knattspyrnudómara harðlega eftir leik sem hann dæmdi gegn Keflvíkingum í fyrrakvöld og gaf í skyn að Gylfi væri ekki í líkamlegu formi til þess að dæma leik í Landsbankadeildinni. 16.6.2005 00:01
Markalaust jafntefli í Grindavík Grindavík og KR skildu jöfn suður með sjó í fjörugum markalausum leik þar sem mörg fín færi litu dagsins ljós. KR-ingar hafa ekki skorað sjálfir mark í 319 mínútur og eru án sigurs í fjórum síðustu leikjum. 16.6.2005 00:01
Fram náði í stig á síðustu stundu Framarar náðu jafntefli á Fylkisvelli í gær með marki fyrirliðans Ríkharðs Daðasonar í uppbótartíma en þetta var fyrsta mark liðsins í 282 mínútur. Fram að því virtist sem mark Björgólfs Takefusa frá því í fyrri hálfleik myndi duga Fylki til að vinna þriðja leikinn í röð. 16.6.2005 00:01
Þróttarar fóru illa með ÍBV Þróttarar fóru illa með baráttulausa Eyjamenn í botnslagnum á Laugardalsvelli í gær. Kristinn Hafliðason kom Þrótti yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu eftir aðeins 5 mínútna leik og mörkin voru orðin þrjú þegar flautað var til hálfleiks. 16.6.2005 00:01
Guðjón neitar orðrómi Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, þvertók í gær fyrir það að hann væri að fá írska varnarmanninn Brian O’Callaghan til liðs við félagið, en Guðjón fékk leikmanninn sem kunnugt er til liðs við sig þegar hann var við stjórnartaumana hjá Keflavík á dögunum. 16.6.2005 00:01
San Antonio 2 - Detroit 1 Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. 15.6.2005 00:01
Bologna skrefi nær efstu deild Bologna sigraði Parma með einu marki gegn engu í umspili liðanna um að halda sæti sínu í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu, en þetta var fyrri leikur liðanna. Igli Tare skoraði eina mark leiksins, þjálfarar liðanna fengu báðir að líta rauða spjaldið og fá ekki að stýra liðum sínum um næstu helgi þegar það ræðst hvort liðið heldur sæti sínu í efstu deild. 15.6.2005 00:01
Haukar og Valur með í Evrópukeppni Haukar og Valur verða með á Evrópumótinum í handknattleik á næsta vetri bæði í karla og kvennaflokki. Íslandsmeistarar Hauka í karlaflokki verða með í Meistaradeildinni en kvennaliðið tekur þátt EHF-keppninni. Valur tekur þátt í EHF-keppni karla og kvennalið Vals verður með í Áskorendakeppni Evrópu. 15.6.2005 00:01
Valsmenn kveðja gömul húsakynni Hátíð verður á Hlíðarenda í dag sem hefst klukkan 16, en þar verður boðið upp á skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna. Klukkan 17.15 verður kveðjuleikur í íþróttahúsi Vals og klukkan 18 verður hátíðardagskrá þar sem tekinn verður skóflustunga að nýjum íþróttamannvirkjum Vals að Hlíðarenda. 15.6.2005 00:01
Wie færist nær Masters-mótinu Micelle Wie frá Bandaríkjunum, sem aðeins er 15 ára, varð í gær fyrsta konan til að komast í gegnum niðurskurðinn fyrir Public Links áhugamannamótið í golfi, en Wie varði í öðru sæti á mótinu. Takist henni að sigra á Public Links mótinu öðlast hún keppnisrétt á Masters-mótinu sem fram fer í apríl á næsta ári og er eitt af risamótunum fjórum. 15.6.2005 00:01
Van Persie áfram í varðhaldi Farið hefur verið fram á að gæsluvarðhald yfir hollenska landsliðsmanninum Robin van Persie verði framlengt út morgundaginn, vegna meintrar nauðgunar hans á ungri stúlku um helgina. 15.6.2005 00:01
Carroll til West Ham Markvörðurinn Roy Carroll hefur gengið til liðs við nýliða West Ham í ensku úrvalsdeildinni og mun verja mark þeirra á næstu leiktíð. Carroll varði sem kunnugt er mark Manchester United í fyrra, en var gagnrýndur mikið fyrir klaufamistök og þótti ekki boðlegur sem lykilmaður í jafn stóru liði. 15.6.2005 00:01
Ronaldo nálægt samningi við United Nú lítur út fyrir að Manchester United muni ná að landa nýjum samningi við portúgalska snillinginn Cristiano Ronaldo, sem hefur verið mjög eftirsóttur undanfarið. 15.6.2005 00:01
Chelsea áfrýjar ekki Chelsea hafa ákveðið að áfrýja ekki úrskurði enska knattspyrnusambandsins um að sekta Chelsea og Jose Mourinho um 300 þúsund pund fyrir að hittast á leynilegum fundi á hóteli í London í vetur. 15.6.2005 00:01
Ómar fluttur á spítala Markvörður Keflvíkinga, Ómar Jóhannsson, var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi í gær eftir að hann lenti í samstuði við Guðjón Heiðar Sveinsson, leikmann ÍA, á 12. mínútu í sigurleik Keflvíkinga á Skaganum. 15.6.2005 00:01
Afmælismótið hefst í dag Í ár eru liðin 20 ár síðan keppnin Sterkasti maður Íslands var haldin hér á landi í fyrsta sinn og í tilefni af því verður sérstakur heiðursgestur með í keppninni. Það er sterkasti maður Bretlands, Adrian Rollings, sem náði góðum árangri í keppninni um sterkasta mann heims í fyrra. 15.6.2005 00:01
Kristinn Björgúlfsson á útleið Á þriðjudagskvöld skrifaði handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson undir samning við norska liðið Runar til tveggja ára. Upphaflega ætlaði Kristinn að semja við Elverum en hlutirnir voru fljótir að gerast eftir að Runar sýndi honum áhuga. 15.6.2005 00:01
Vinnusigur Keflavíkur á Skipaskaga Skagamenn mega vera mjög ósáttir eftir að liðið tapaði fyrir Keflavík, 2-1, á Skipaskaga. Þetta var mikill baráttusigur Keflvíkinga sem mega prísa sig sæla með stigin þrjú. Guðmundur Steinarsson var hetja Keflavíkur í leiknum. 15.6.2005 00:01
Nýtt tilboð frá Sheffield Forráðamenn Sheffield United, sem leikur í ensku 1. deildinni, hafa ekki gefið upp vonina um að krækja í Heiðar Helguson sem er eftirsóttur þessa daganna. 15.6.2005 00:01
Mjög sanngjarn sigur Fréttablaðið heyrði í fyrirliðum FH og Vals eftir toppslag liðanna á Hliðarenda í gær. Báðir voru á því að FH hafi átti sigurinn skilinn. 15.6.2005 00:01
Þeir stóðu ekki í lappirnar „Við vorum bara slakari aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Valsliðsins eftir leik en honum fannst það sárt að tapa fyrsta leiknum á tímabilinu. 15.6.2005 00:01
Við erum geysilega ánægðir „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var mjög góður og við áttum þá að setja á þá þrjú eða fjögur mörk. Eitt mark er lítið forskot og því vorum við varkárir í seinni hálfleik," sagði Ólafur Þór Jóhannesson í viðtali við Fréttablaðið í gær. 15.6.2005 00:01
FH-ingar eru í algerum sérflokki FH-ingar tróna á toppi Landsbankadeildarinnar með fullt hús stiga eftir sanngjarnan sigur á Val í gær, 1–0. Sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri. Allan Borgvardt skoraði eina mark leiksins strax á 13. mínútu leiksins. 15.6.2005 00:01
Hækkar sig í fyrsta sinn í 13 mánu Nú horfir til bjartari daga hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir afar langt og erfitt ár. Í gær komu nefnilega loksins jákvæðar fréttir um stöðu íslenska landsliðsins á styrkleikalista FIFA sem FIFA birti í gær fyrir júnímánuð. 15.6.2005 00:01
París er borg upp á tíu Handknattleiksmaðurinn Ragnar Óskarsson er á leið til Frakklands á ný eftir skamma viðveru í Danmörku. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Parísarliðið US Ivry. 15.6.2005 00:01
Við erum búnir að slíðra sverðin Ágreiningur Óla Stefáns Flóventssonar, leikmanns Grindavíkur, og Milans Stefáns Jankovic, þjálfara Grindavíkur, hefur verið jafnaður og Óli Stefán mun því leika með félaginu í sumar en hann hætti skyndilega um síðustu helgi. 15.6.2005 00:01
Mál Óla Stefáns enn í hnút Mál Óla Stefáns Flóventssonar og Grindavíkur er enn í algerum hnút. Eins og kunnugt er var Óli Stefán settur út úr liðinu af þjálfara liðsins eftir meint agabrot. Forráðamenn Grindavíkur reyndu að slíðra sverðin í gær og ræddu við Milan Stefán Jankovic þjálfara og Óla Stefán hvorn í sínu lagi. 14.6.2005 00:01
Van Persie grunaður um nauðgun Sóknarmaður Arsenal, Hollendingurinn Robin Van Persie, er í haldi lögreglunnar í Rotterdam, grunaður um nauðgun. Van Persie, sem er 21 árs, var handtekinn í gær en meint nauðgun átti sér stað um helgina. Leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður en það má halda honum í þrjá daga án ákæru. 14.6.2005 00:01
Gunnar Heiðar frá í 3-4 vikur Sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Halmstad meiddist í leik liðsins gegn Elfsborg í fyrradag og verður frá í 3-4 vikur. Gunnar Heiðar er tognaður aftan í læri. 14.6.2005 00:01
Risakaup Real í bígerð? Real Madrid er tilbúið að borga 110 milljónir punda, eða rúmlega 13 milljarða króna, fyrir Steven Gerrard hjá Liverpool og Thierry Henry Arsenal að sögn enska götublaðsins <em>The Sun</em>. Madridarliðið hefur ekki unnið titil undanfarin tvö keppnistímabil. 14.6.2005 00:01