Fleiri fréttir

Phil Jackson aftur til Lakers

Los Angeles Lakers hefur endurráðið Phil Jackson sem þjálfara liðsins. Jackson sagði af sér eftir síðustu leiktíð og þjálfaði ekkert á yfirstandandi keppnistímabili. Jackson hefur unnið níu NBA-meistaratitla með Chicago Bulls og Los Angeles og er sigursælasti þjálfari sögunnar ásamt Red Auerbach, fyrrverandi þjálfara Boston Celtics.

Bætti heimsmetið í 100 m hlaupi

Asafa Powell frá Jamaíku setti nú síðdegis heimsmet í 100 metra hlaupi karla þegar hann hljóp á 9,77 sekúndum á móti í Aþenu í Grikklandi. Powell bætti heimsmet Tims Montgomerie um einn hundraðshluta úr sekúndu frá árinu 2002. Powell er 22 ára.

Golflandslið valið

Evrópumót áhugamannalandsliða í golfi fer fram á Hillside golfvellinum í Englandi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi. Staffan Johansson landsliðsþjálfari hefur valið íslenska liðið sem mun keppa á mótinu.

Persie áfram í grjótinu í nótt

Hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie, sóknarmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrn dúsar í fangelsisklefa í nótt, aðra nóttina í röð. Hann var handtekinn í gærkvöldi, mánudagskvöld, eftir að stúlka kærði hann fyrir nauðgun í Rotterdam í Hollandi en atvikið á að hafa átt sér stað sl. laugardagskvöld.

Blikastúlkur enn ósigraðar

Breiðablik heldur áfram órofinni sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna. Kópavogsstúlkur lönduðu sínum fimmta sigri í röð í deildinni í kvöld þegar þær fóru yfir bæjarmörkin og lögðu Stjörnuna 1-2 á Stjörnuvelli. KR vann nýliða Keflavíkur 4-1 á KR-velli og FH sótti þrjú stig upp á Skaga þar sem ÍA tapaði 1-3.

Fundurinn með Óla Stefáni gekk vel

Í gær var haldinn sáttafundur hjá knattspyrnudeild Grindavíkur. Mættir voru forráðamenn félagsins, Milan Stefán Jankovic og Óli Stefán Flóventsson. Tilefni fundarins var að sætta aðila eftir að upp úr hafði soðið á milli þjálfarans og leikmannsins.

Nú verður eitthvað að láta undan

Í fyrsta sinn í sögu tíu liða efstu deildar mætast lið í sjöttu umferð sem bæði hafa fullt hús þegar leikurinn hefst. Valsmenn hafa byrjað best allra nýliða og geta séð til þess að FH-ingar jafni ekki met í kvöld.

Ráða Gummi eða Tryggvi úrslitum?

Knattspyrnuþjálfararnir Bjarni Jóhannsson, sem nú þjálfar karlalið Breiðabliks, og Njáll Eiðsson eiga von á háspennuleik í kvöld þegar Valur tekur á móti FH að Hlíðarenda. Bjarni á von á hörkuleik.

Handboltarisinn að vakna

Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann.

Spurs 2-0 yfir gegn Detroit

Manu Ginobili skoraði 27 stig fyrir San Antonio Spurs sem sigruðu meistara Detroit Pistons, 97-76 í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í hálfleik var 58-42 fyrir Spurs sem leiða einvígið nú 2-0 en það lið sem fyrr vinnur 4 leiki hampar titlinum. Tim Duncan var næst stigahæstur Spurs með 18 stig.

Stórsigur á Hvít-Rússum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan 9 marka sigur á Hvít-Rússum, 33-24 í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Ísland. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss í janúar á næsta ári. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 7 mörk.

FH og Valur nær hnífjöfn á toppnum

FH og Valur eru næstum hnífjöfn bæði með fullt hús á toppi Landsbankadeildar karla í fótbolta eftir leiki helgarinnar en þá var fimmta umferð leikin. Í gærkvöldi unnu Valsmenn stórsigur á Keflvíkingum, 1-5 í Keflavík. Baldur Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Val. Fylkir vann Grindavík 2-1 á Fylkisvelli og KR tapaði fyrir ÍBV 2-1.

Óli Stefan vill burt frá Grindavík

„Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast til að ég verði áfram í Grindavík,“ sagði knattspyrnumaðurinn Óli Stefán Flóventsson í samtali við íþróttadeildina í morgun. Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, setti Óla Stefán út úr liðinu eftir meint agabrot leikmannsins.

Inter sigraði í fyrri leiknum

Adriano skoraði bæði mörk Inter Milan í 2-0 útisigri á Roma í fyrri leik liðanna um Ítalska bikarinn í knattspyrnu í gær.

Garcia sendi skilaboð

Spánverjinn Sergio Garcia sendi skilaboð til annarra kylfinga fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem hefst á fimmtudag með sigri á Booz Allen mótinu í Maryland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Garcia vann með tveimur höggum, lék samtals á 270 höggum og var fjórtán undir pari.

Sörenstam vann þriðja árið í röð

Sænska golfstjarnan Annika Sörenstam vann með þriggja högga mun á meistaramóti bandarísku mótaraðarinnar í golfi þriðja árið í röð. Hún lék samtals á 11 höggum undir pari. Bandaríska stúlkan Michelle Wie, sem er aðeins 15 ára, varð í öðru sæti.

Räikkönen vann í Kanada

Finninn Kimi Räikkönen á McLaren vann kanadíska kappaksturinn í gær. Heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari varð annar og félagi hans, Rubens Barrichello, þriðji. Báðir Renault-bílarnir féllu úr leik.

San Antonio 2 - Detroit 0

San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra.

Ólöf nr. 88 á peningalistanum

Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir er í 88. sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni með samtals 3.550 evrur eða 280 þúsund krónur. Birgir Leifur Hafþórsson er í 95. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar.

Unndór þjálfar Grindavík

Unndór Sigurðsson mun þjálfa kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik á næsta ári, en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið á dögunum. Unndór, sem er Grindvíkingur þjálfaði lið ÍS með góðum árangri í fyrra. Víkurfréttir greindu frá þessu í dag.

Ástralía mun tilheyra Asíu

Forseti FIFA, Sepp Blatter, segir ekkert því til fyrirstöðu að ástralska landsliðið í knattspyrnu getið fengið að tilheyra asíska knattspyrnusambandinu. Blatter býst við að af þessu verði strax í september n.k. Mun því teljast æ líklegra að við sjáum Ástralíu í lokakeppni HM í nánustu framtíð en það hefur ekki gerst síðan 1974.

Sex stoðsendingar í 2 leikjum

Guðmundur Benediktsson hefur þegar afrekað það tvisvar sinnum í fyrstu fimm leikjunum sem hann náði aldrei á glæstum níu ára ferli sínum í Vesturbænum. Guðmundur hefur náð tveimur stoðsendinga-þrennum í síðustu tveimur leikjum Valsliðsins, átti þrjár stoðsendingar í 3-0 sigri á Fram og svo aðrar þrjár í 5-1 sigri liðsins í Keflavík um helgina.

Kristján sparkaði í mig

Ljótt far er á baki Bjarna Hólms Aðalsteinssonar, leikmanns ÍBV, eftir spark sem hann fékk frá markverðinum Kristjáni Finnbogasyni hjá KR eftir leik liðanna á sunnudag. Þeir lentu saman Í baráttu um boltann á 74. mínútu leiksins og féllu báðir, dómarinn dæmdi Bjarna brotlegan.

Öll liðin í okkar riðli með leik

Ungverjar tryggðu sér í gær vináttulandsleik við Argentínumenn sem fram fer 17. ágúst næstkomandi í Búdapest. Þar með er það ljóst að allar þjóðirnar í okkar riðli í undankeppni HM, nema Ísland, eru komin með vináttulandsleik 17. ágúst en FIFA hugsar þennan dag sem tækifæri fyrir vináttulandsleiki.

Gokorian og Rebekka til Vals

Handknattleikskonan Alla Gokorian sem hefur gert það gott með ÍBV og hampaði Íslandsmeistaratitlinum með liðinu í fyrra er aftur gengin í raðir Vals. Auk Öllu hefur hin unga og stórefnilega Rebekka Skúladóttir samið við handknattleiksdeild Vals frá ÍR.

FH vann spræka Þróttara

FH er enn með fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á Þrótti í gær. Sigurinn var ekki jafn öruggur og úrslitin gefa til kynna en Þróttarar léku einn sinn besta leik í sumar.

Heppnin ekki með Skagamönnum

Fyrsta markalausa jafntefli sumarsins leit dagsins ljós í Laugardalnum í gær þegar ÍA heimsótti Fram. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en fátt gerðist í þeim síðari.

Bröndby meistari

Bröndby tryggði sér meistaratitilinn í Danmörku í gær með því að vinna stórsigur 7-0 á Herfölge.  Thomas Kahlenberg var besti maður leiksins og skoraði tvö mörk. Bröndby á enn tvo leiki eftir í deildinni, er í efsta sæti með 63 stig en FC Kaupmannahöfn er í öðru sæti með 52 stig og á þrjá leiki eftir. 

Button á ráspól í dag

Englendingurinn Jenson Button verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Montreal í Kanada hefst í dag, en hann náði bestum tíma í tímatökunni í gær. Lið Buttons, BAR, hefur ekki gengið eins vel og spáð hafði verið og því var þessi óvænti árangur liðinu mikið gleðiefni.

Newcastle býður í Wright-Phillips

Newcastle hafa boðið í enska landsliðsmanninn Shaun Wright-Phillips. Boðið hljóðar upp á sex milljónir punda, ásamt Craig Bellamy landsliðsmanni Wales og Frakkanum Laurent Robert, sem báðir vilja komast burt frá félaginu.

Ferill Tysons á enda

Ferill hnefaleikamannsins Mikes Tysons er á enda eftir að hann var sleginn niður í sjöttu lotu í bardaga við Kevin McBride frá Írlandi í nótt. Tyson, sem er 39 ára, sagðist eftir bardagann vera hættur í hnefaleikum en fyrir nítján árum varð hann yngsti maðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum.

Ragnhildur vann í Eyjum

Ragnhildur Sigurðardóttir kylfingur úr GR vann í dag sigur í kvennaflokki á Carslbergmótinu í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum. Samtals lék Ragnhildur á 6 höggum yfir pari vallarins en lokahringinn fór hún á einu höggi undir pari eða 69 höggum. Hún var aðeins einu höggi frá vallarmetinu sem er 68 högg.

Fimmtu umferð lýkur í kvöld

Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í fótbolta í dag og kvöld en þá lýkur 5. umferð. ÍBV tekur á móti KR í Eyjum kl. 17.00. Keflavík tekur á móti Val og Fylkir tekur á móti Grindavík í beinni útsendingu á Sýn kl. 20.00. Við minnum á beina útsendingu frá öllum leikjunum hér á Vísi. Nánar um leikina...

Bolton fær Laurent Robert

Franski knattspyrnumaðurinn Laurent Robert er á förum frá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en umboðsmaður hans segir í viðtali við BBC í dag að leikmaðurinn sé búinn að semja við Bolton. Robert á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir 3 ára samning á morgun mánudag.

Kuranyi yfirgefur Stuttgart

Þýski landsliðssóknarmaðurinn Kevin Kuranyi er að yfirgefa Suttgart þar sem hann hefur verið síðan 1997 en hann er á leið til Schalke í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu. Kuranyi kveðst í viðtali í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag hafa skrifað undir 5 ára samning við félagið.

Wigan hækkar tilboðið í Heiðar

Enski netmiðillinn Teamtalk greindi frá því rétt í þessu að nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu muni á næstu klukkutímum leggja fram 1.5 milljón punda tilboð í Heiðar Helguson hjá Watford. Watford hefur áður hafnað tilboði í Heiðar frá Wigan upp á 1 milljón punda og settu í kjölfarið 2 mlljóna punda verðmiða á hann.

Leikið við Hvít-Rússa í kvöld

Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í dag Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í Kaplakrika og hefst leikurinn klukkan 19.40. Hvít-Rússar eru sýnd veiði en ekki gefin en þjálfari liðsins, Alexander Kassakevic, er líklega besti handknattleiksmaður sem heimurin hefur átt. Leikurinn í kvöld er fyrri viðureign þjóðanna en síðari leikurinn fer fam í Minsk eftir viku.

Norðmenn unnu Bosníumenn

Norðmenn sigruðu Bosníumenn 36-23 í undankeppni Evrópumótsins í gær. Frakkar burstuðu Ísraelsmenn 35-18, Grikkir unnu nauman sigur á Úkraínumönnum, 26-25, og Austurríkismenn lögðu Slóvaka 25-19.

Fyrsti sigur Völsungs

Völsungur vann sinn fyrsta sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Fjölni 1-0. Þá lagði Þór Akureyri Hauka á útvelli með sama markamun.

Real Betis bikarmeistari á Spáni

Real Betis tryggði sér í gærkvöld spænska konungsbikarinn í knattspyrnu þegar liðið sigraði Osasuna 2-1 í framlengdum úrslitaleik í Madríd.

Svíar og Danir áfram á EM kvenna

Svíar og Danir komust í gær í undanúrslit Evrópukeppni kvennalandsliða á Englandi. Svíar sigruðu heimastúlkur 1-0 í lokaumferðinni í A-riðli en Danir komust áfram þrátt fyrir tap fyrir Finnum, 2-1.

Heiðar Davíð sigraði í Eyjum

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GK lék frábærlega á lokadegi Carlsbergmótsins í golfi sem nýlokið er í í Vestmannaeyjum í dag og vann sigur í karlaflokki. Hann lék samtals á 4 höggum undir pari en lokahringinn í dag lék hann einstaklega vel, á 3 höggum undir pari eða 67 höggum.

Genoa og Empoli upp í Serie A

Genoa tryggði sér um helgina sæti í efstu deild í ítalska fótboltanum eftir 10 ára fjarveru þegar liðið lagði Venezia 3-2 í Serie B. Empoli sem höfnuðu í 2. sæti fylgja Genoa upp í Serie A en 4 lið berjast um þriðja lausa sætið í umspili. Þau eru Ascoli, Torino, Treviso og Perugia.

Norðmenn í undanúrslit EM kvenna

Noregur tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu með 5-3 sigri á Ítalíu í B-riðli en keppnin fer fram í Englandi. Norsku stúlkurnar mæta toppliði A-riðils, Svíum, í undanúrslitunum á fimmtudag en Þjóðverjar mæta Dönum á miðvikudag. Þýsku stúlkurnar unnu 3-0 sigur á Frökkum í dag og höfnuðu efstar í B-riðli.

Ég er vanur því að vinna titla

Brøndby tryggði sér um helgina danska meistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið valtaði yfir Herfølge, 7-0. Brøndby hefur 11 stiga forskot á meistara síðasta árs, FC København og á þó eftir að leika tvo leiki. Brøndby vann einnig danska bikarinn og sigurinn því tvödaldur í ár hjá Michael Laudrup þjálfara og lærisveinum hans.

Sjá næstu 50 fréttir