Fleiri fréttir Phil Jackson aftur til Lakers Los Angeles Lakers hefur endurráðið Phil Jackson sem þjálfara liðsins. Jackson sagði af sér eftir síðustu leiktíð og þjálfaði ekkert á yfirstandandi keppnistímabili. Jackson hefur unnið níu NBA-meistaratitla með Chicago Bulls og Los Angeles og er sigursælasti þjálfari sögunnar ásamt Red Auerbach, fyrrverandi þjálfara Boston Celtics. 14.6.2005 00:01 Bætti heimsmetið í 100 m hlaupi Asafa Powell frá Jamaíku setti nú síðdegis heimsmet í 100 metra hlaupi karla þegar hann hljóp á 9,77 sekúndum á móti í Aþenu í Grikklandi. Powell bætti heimsmet Tims Montgomerie um einn hundraðshluta úr sekúndu frá árinu 2002. Powell er 22 ára. 14.6.2005 00:01 Golflandslið valið Evrópumót áhugamannalandsliða í golfi fer fram á Hillside golfvellinum í Englandi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi. Staffan Johansson landsliðsþjálfari hefur valið íslenska liðið sem mun keppa á mótinu. 14.6.2005 00:01 Persie áfram í grjótinu í nótt Hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie, sóknarmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrn dúsar í fangelsisklefa í nótt, aðra nóttina í röð. Hann var handtekinn í gærkvöldi, mánudagskvöld, eftir að stúlka kærði hann fyrir nauðgun í Rotterdam í Hollandi en atvikið á að hafa átt sér stað sl. laugardagskvöld. 14.6.2005 00:01 Blikastúlkur enn ósigraðar Breiðablik heldur áfram órofinni sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna. Kópavogsstúlkur lönduðu sínum fimmta sigri í röð í deildinni í kvöld þegar þær fóru yfir bæjarmörkin og lögðu Stjörnuna 1-2 á Stjörnuvelli. KR vann nýliða Keflavíkur 4-1 á KR-velli og FH sótti þrjú stig upp á Skaga þar sem ÍA tapaði 1-3. 14.6.2005 00:01 Fundurinn með Óla Stefáni gekk vel Í gær var haldinn sáttafundur hjá knattspyrnudeild Grindavíkur. Mættir voru forráðamenn félagsins, Milan Stefán Jankovic og Óli Stefán Flóventsson. Tilefni fundarins var að sætta aðila eftir að upp úr hafði soðið á milli þjálfarans og leikmannsins. 14.6.2005 00:01 Nú verður eitthvað að láta undan Í fyrsta sinn í sögu tíu liða efstu deildar mætast lið í sjöttu umferð sem bæði hafa fullt hús þegar leikurinn hefst. Valsmenn hafa byrjað best allra nýliða og geta séð til þess að FH-ingar jafni ekki met í kvöld. 14.6.2005 00:01 Ráða Gummi eða Tryggvi úrslitum? Knattspyrnuþjálfararnir Bjarni Jóhannsson, sem nú þjálfar karlalið Breiðabliks, og Njáll Eiðsson eiga von á háspennuleik í kvöld þegar Valur tekur á móti FH að Hlíðarenda. Bjarni á von á hörkuleik. 14.6.2005 00:01 Handboltarisinn að vakna Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. 14.6.2005 00:01 Spurs 2-0 yfir gegn Detroit Manu Ginobili skoraði 27 stig fyrir San Antonio Spurs sem sigruðu meistara Detroit Pistons, 97-76 í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í hálfleik var 58-42 fyrir Spurs sem leiða einvígið nú 2-0 en það lið sem fyrr vinnur 4 leiki hampar titlinum. Tim Duncan var næst stigahæstur Spurs með 18 stig. 13.6.2005 00:01 Stórsigur á Hvít-Rússum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan 9 marka sigur á Hvít-Rússum, 33-24 í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Ísland. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss í janúar á næsta ári. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 7 mörk. 13.6.2005 00:01 FH og Valur nær hnífjöfn á toppnum FH og Valur eru næstum hnífjöfn bæði með fullt hús á toppi Landsbankadeildar karla í fótbolta eftir leiki helgarinnar en þá var fimmta umferð leikin. Í gærkvöldi unnu Valsmenn stórsigur á Keflvíkingum, 1-5 í Keflavík. Baldur Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Val. Fylkir vann Grindavík 2-1 á Fylkisvelli og KR tapaði fyrir ÍBV 2-1. 13.6.2005 00:01 Óli Stefan vill burt frá Grindavík „Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast til að ég verði áfram í Grindavík,“ sagði knattspyrnumaðurinn Óli Stefán Flóventsson í samtali við íþróttadeildina í morgun. Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, setti Óla Stefán út úr liðinu eftir meint agabrot leikmannsins. 13.6.2005 00:01 Inter sigraði í fyrri leiknum Adriano skoraði bæði mörk Inter Milan í 2-0 útisigri á Roma í fyrri leik liðanna um Ítalska bikarinn í knattspyrnu í gær. 13.6.2005 00:01 Garcia sendi skilaboð Spánverjinn Sergio Garcia sendi skilaboð til annarra kylfinga fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem hefst á fimmtudag með sigri á Booz Allen mótinu í Maryland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Garcia vann með tveimur höggum, lék samtals á 270 höggum og var fjórtán undir pari. 13.6.2005 00:01 Sörenstam vann þriðja árið í röð Sænska golfstjarnan Annika Sörenstam vann með þriggja högga mun á meistaramóti bandarísku mótaraðarinnar í golfi þriðja árið í röð. Hún lék samtals á 11 höggum undir pari. Bandaríska stúlkan Michelle Wie, sem er aðeins 15 ára, varð í öðru sæti. 13.6.2005 00:01 Räikkönen vann í Kanada Finninn Kimi Räikkönen á McLaren vann kanadíska kappaksturinn í gær. Heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari varð annar og félagi hans, Rubens Barrichello, þriðji. Báðir Renault-bílarnir féllu úr leik. 13.6.2005 00:01 San Antonio 2 - Detroit 0 San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra. 13.6.2005 00:01 Ólöf nr. 88 á peningalistanum Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir er í 88. sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni með samtals 3.550 evrur eða 280 þúsund krónur. Birgir Leifur Hafþórsson er í 95. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar. 13.6.2005 00:01 Unndór þjálfar Grindavík Unndór Sigurðsson mun þjálfa kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik á næsta ári, en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið á dögunum. Unndór, sem er Grindvíkingur þjálfaði lið ÍS með góðum árangri í fyrra. Víkurfréttir greindu frá þessu í dag. 13.6.2005 00:01 Ástralía mun tilheyra Asíu Forseti FIFA, Sepp Blatter, segir ekkert því til fyrirstöðu að ástralska landsliðið í knattspyrnu getið fengið að tilheyra asíska knattspyrnusambandinu. Blatter býst við að af þessu verði strax í september n.k. Mun því teljast æ líklegra að við sjáum Ástralíu í lokakeppni HM í nánustu framtíð en það hefur ekki gerst síðan 1974. 13.6.2005 00:01 Sex stoðsendingar í 2 leikjum Guðmundur Benediktsson hefur þegar afrekað það tvisvar sinnum í fyrstu fimm leikjunum sem hann náði aldrei á glæstum níu ára ferli sínum í Vesturbænum. Guðmundur hefur náð tveimur stoðsendinga-þrennum í síðustu tveimur leikjum Valsliðsins, átti þrjár stoðsendingar í 3-0 sigri á Fram og svo aðrar þrjár í 5-1 sigri liðsins í Keflavík um helgina. 13.6.2005 00:01 Kristján sparkaði í mig Ljótt far er á baki Bjarna Hólms Aðalsteinssonar, leikmanns ÍBV, eftir spark sem hann fékk frá markverðinum Kristjáni Finnbogasyni hjá KR eftir leik liðanna á sunnudag. Þeir lentu saman Í baráttu um boltann á 74. mínútu leiksins og féllu báðir, dómarinn dæmdi Bjarna brotlegan. 13.6.2005 00:01 Öll liðin í okkar riðli með leik Ungverjar tryggðu sér í gær vináttulandsleik við Argentínumenn sem fram fer 17. ágúst næstkomandi í Búdapest. Þar með er það ljóst að allar þjóðirnar í okkar riðli í undankeppni HM, nema Ísland, eru komin með vináttulandsleik 17. ágúst en FIFA hugsar þennan dag sem tækifæri fyrir vináttulandsleiki. 13.6.2005 00:01 Gokorian og Rebekka til Vals Handknattleikskonan Alla Gokorian sem hefur gert það gott með ÍBV og hampaði Íslandsmeistaratitlinum með liðinu í fyrra er aftur gengin í raðir Vals. Auk Öllu hefur hin unga og stórefnilega Rebekka Skúladóttir samið við handknattleiksdeild Vals frá ÍR. 13.6.2005 00:01 FH vann spræka Þróttara FH er enn með fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á Þrótti í gær. Sigurinn var ekki jafn öruggur og úrslitin gefa til kynna en Þróttarar léku einn sinn besta leik í sumar. 12.6.2005 00:01 Heppnin ekki með Skagamönnum Fyrsta markalausa jafntefli sumarsins leit dagsins ljós í Laugardalnum í gær þegar ÍA heimsótti Fram. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en fátt gerðist í þeim síðari. 12.6.2005 00:01 Bröndby meistari Bröndby tryggði sér meistaratitilinn í Danmörku í gær með því að vinna stórsigur 7-0 á Herfölge. Thomas Kahlenberg var besti maður leiksins og skoraði tvö mörk. Bröndby á enn tvo leiki eftir í deildinni, er í efsta sæti með 63 stig en FC Kaupmannahöfn er í öðru sæti með 52 stig og á þrjá leiki eftir. 12.6.2005 00:01 Button á ráspól í dag Englendingurinn Jenson Button verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Montreal í Kanada hefst í dag, en hann náði bestum tíma í tímatökunni í gær. Lið Buttons, BAR, hefur ekki gengið eins vel og spáð hafði verið og því var þessi óvænti árangur liðinu mikið gleðiefni. 12.6.2005 00:01 Newcastle býður í Wright-Phillips Newcastle hafa boðið í enska landsliðsmanninn Shaun Wright-Phillips. Boðið hljóðar upp á sex milljónir punda, ásamt Craig Bellamy landsliðsmanni Wales og Frakkanum Laurent Robert, sem báðir vilja komast burt frá félaginu. 12.6.2005 00:01 Ferill Tysons á enda Ferill hnefaleikamannsins Mikes Tysons er á enda eftir að hann var sleginn niður í sjöttu lotu í bardaga við Kevin McBride frá Írlandi í nótt. Tyson, sem er 39 ára, sagðist eftir bardagann vera hættur í hnefaleikum en fyrir nítján árum varð hann yngsti maðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum. 12.6.2005 00:01 Ragnhildur vann í Eyjum Ragnhildur Sigurðardóttir kylfingur úr GR vann í dag sigur í kvennaflokki á Carslbergmótinu í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum. Samtals lék Ragnhildur á 6 höggum yfir pari vallarins en lokahringinn fór hún á einu höggi undir pari eða 69 höggum. Hún var aðeins einu höggi frá vallarmetinu sem er 68 högg. 12.6.2005 00:01 Fimmtu umferð lýkur í kvöld Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í fótbolta í dag og kvöld en þá lýkur 5. umferð. ÍBV tekur á móti KR í Eyjum kl. 17.00. Keflavík tekur á móti Val og Fylkir tekur á móti Grindavík í beinni útsendingu á Sýn kl. 20.00. Við minnum á beina útsendingu frá öllum leikjunum hér á Vísi. Nánar um leikina... 12.6.2005 00:01 Bolton fær Laurent Robert Franski knattspyrnumaðurinn Laurent Robert er á förum frá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en umboðsmaður hans segir í viðtali við BBC í dag að leikmaðurinn sé búinn að semja við Bolton. Robert á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir 3 ára samning á morgun mánudag. 12.6.2005 00:01 Kuranyi yfirgefur Stuttgart Þýski landsliðssóknarmaðurinn Kevin Kuranyi er að yfirgefa Suttgart þar sem hann hefur verið síðan 1997 en hann er á leið til Schalke í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu. Kuranyi kveðst í viðtali í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag hafa skrifað undir 5 ára samning við félagið. 12.6.2005 00:01 Wigan hækkar tilboðið í Heiðar Enski netmiðillinn Teamtalk greindi frá því rétt í þessu að nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu muni á næstu klukkutímum leggja fram 1.5 milljón punda tilboð í Heiðar Helguson hjá Watford. Watford hefur áður hafnað tilboði í Heiðar frá Wigan upp á 1 milljón punda og settu í kjölfarið 2 mlljóna punda verðmiða á hann. 12.6.2005 00:01 Leikið við Hvít-Rússa í kvöld Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í dag Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í Kaplakrika og hefst leikurinn klukkan 19.40. Hvít-Rússar eru sýnd veiði en ekki gefin en þjálfari liðsins, Alexander Kassakevic, er líklega besti handknattleiksmaður sem heimurin hefur átt. Leikurinn í kvöld er fyrri viðureign þjóðanna en síðari leikurinn fer fam í Minsk eftir viku. 12.6.2005 00:01 Norðmenn unnu Bosníumenn Norðmenn sigruðu Bosníumenn 36-23 í undankeppni Evrópumótsins í gær. Frakkar burstuðu Ísraelsmenn 35-18, Grikkir unnu nauman sigur á Úkraínumönnum, 26-25, og Austurríkismenn lögðu Slóvaka 25-19. 12.6.2005 00:01 Fyrsti sigur Völsungs Völsungur vann sinn fyrsta sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Fjölni 1-0. Þá lagði Þór Akureyri Hauka á útvelli með sama markamun. 12.6.2005 00:01 Real Betis bikarmeistari á Spáni Real Betis tryggði sér í gærkvöld spænska konungsbikarinn í knattspyrnu þegar liðið sigraði Osasuna 2-1 í framlengdum úrslitaleik í Madríd. 12.6.2005 00:01 Svíar og Danir áfram á EM kvenna Svíar og Danir komust í gær í undanúrslit Evrópukeppni kvennalandsliða á Englandi. Svíar sigruðu heimastúlkur 1-0 í lokaumferðinni í A-riðli en Danir komust áfram þrátt fyrir tap fyrir Finnum, 2-1. 12.6.2005 00:01 Heiðar Davíð sigraði í Eyjum Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GK lék frábærlega á lokadegi Carlsbergmótsins í golfi sem nýlokið er í í Vestmannaeyjum í dag og vann sigur í karlaflokki. Hann lék samtals á 4 höggum undir pari en lokahringinn í dag lék hann einstaklega vel, á 3 höggum undir pari eða 67 höggum. 12.6.2005 00:01 Genoa og Empoli upp í Serie A Genoa tryggði sér um helgina sæti í efstu deild í ítalska fótboltanum eftir 10 ára fjarveru þegar liðið lagði Venezia 3-2 í Serie B. Empoli sem höfnuðu í 2. sæti fylgja Genoa upp í Serie A en 4 lið berjast um þriðja lausa sætið í umspili. Þau eru Ascoli, Torino, Treviso og Perugia. 12.6.2005 00:01 Norðmenn í undanúrslit EM kvenna Noregur tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu með 5-3 sigri á Ítalíu í B-riðli en keppnin fer fram í Englandi. Norsku stúlkurnar mæta toppliði A-riðils, Svíum, í undanúrslitunum á fimmtudag en Þjóðverjar mæta Dönum á miðvikudag. Þýsku stúlkurnar unnu 3-0 sigur á Frökkum í dag og höfnuðu efstar í B-riðli. 12.6.2005 00:01 Ég er vanur því að vinna titla Brøndby tryggði sér um helgina danska meistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið valtaði yfir Herfølge, 7-0. Brøndby hefur 11 stiga forskot á meistara síðasta árs, FC København og á þó eftir að leika tvo leiki. Brøndby vann einnig danska bikarinn og sigurinn því tvödaldur í ár hjá Michael Laudrup þjálfara og lærisveinum hans. 12.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Phil Jackson aftur til Lakers Los Angeles Lakers hefur endurráðið Phil Jackson sem þjálfara liðsins. Jackson sagði af sér eftir síðustu leiktíð og þjálfaði ekkert á yfirstandandi keppnistímabili. Jackson hefur unnið níu NBA-meistaratitla með Chicago Bulls og Los Angeles og er sigursælasti þjálfari sögunnar ásamt Red Auerbach, fyrrverandi þjálfara Boston Celtics. 14.6.2005 00:01
Bætti heimsmetið í 100 m hlaupi Asafa Powell frá Jamaíku setti nú síðdegis heimsmet í 100 metra hlaupi karla þegar hann hljóp á 9,77 sekúndum á móti í Aþenu í Grikklandi. Powell bætti heimsmet Tims Montgomerie um einn hundraðshluta úr sekúndu frá árinu 2002. Powell er 22 ára. 14.6.2005 00:01
Golflandslið valið Evrópumót áhugamannalandsliða í golfi fer fram á Hillside golfvellinum í Englandi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi. Staffan Johansson landsliðsþjálfari hefur valið íslenska liðið sem mun keppa á mótinu. 14.6.2005 00:01
Persie áfram í grjótinu í nótt Hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie, sóknarmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrn dúsar í fangelsisklefa í nótt, aðra nóttina í röð. Hann var handtekinn í gærkvöldi, mánudagskvöld, eftir að stúlka kærði hann fyrir nauðgun í Rotterdam í Hollandi en atvikið á að hafa átt sér stað sl. laugardagskvöld. 14.6.2005 00:01
Blikastúlkur enn ósigraðar Breiðablik heldur áfram órofinni sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna. Kópavogsstúlkur lönduðu sínum fimmta sigri í röð í deildinni í kvöld þegar þær fóru yfir bæjarmörkin og lögðu Stjörnuna 1-2 á Stjörnuvelli. KR vann nýliða Keflavíkur 4-1 á KR-velli og FH sótti þrjú stig upp á Skaga þar sem ÍA tapaði 1-3. 14.6.2005 00:01
Fundurinn með Óla Stefáni gekk vel Í gær var haldinn sáttafundur hjá knattspyrnudeild Grindavíkur. Mættir voru forráðamenn félagsins, Milan Stefán Jankovic og Óli Stefán Flóventsson. Tilefni fundarins var að sætta aðila eftir að upp úr hafði soðið á milli þjálfarans og leikmannsins. 14.6.2005 00:01
Nú verður eitthvað að láta undan Í fyrsta sinn í sögu tíu liða efstu deildar mætast lið í sjöttu umferð sem bæði hafa fullt hús þegar leikurinn hefst. Valsmenn hafa byrjað best allra nýliða og geta séð til þess að FH-ingar jafni ekki met í kvöld. 14.6.2005 00:01
Ráða Gummi eða Tryggvi úrslitum? Knattspyrnuþjálfararnir Bjarni Jóhannsson, sem nú þjálfar karlalið Breiðabliks, og Njáll Eiðsson eiga von á háspennuleik í kvöld þegar Valur tekur á móti FH að Hlíðarenda. Bjarni á von á hörkuleik. 14.6.2005 00:01
Handboltarisinn að vakna Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. 14.6.2005 00:01
Spurs 2-0 yfir gegn Detroit Manu Ginobili skoraði 27 stig fyrir San Antonio Spurs sem sigruðu meistara Detroit Pistons, 97-76 í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í hálfleik var 58-42 fyrir Spurs sem leiða einvígið nú 2-0 en það lið sem fyrr vinnur 4 leiki hampar titlinum. Tim Duncan var næst stigahæstur Spurs með 18 stig. 13.6.2005 00:01
Stórsigur á Hvít-Rússum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan 9 marka sigur á Hvít-Rússum, 33-24 í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Ísland. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss í janúar á næsta ári. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 7 mörk. 13.6.2005 00:01
FH og Valur nær hnífjöfn á toppnum FH og Valur eru næstum hnífjöfn bæði með fullt hús á toppi Landsbankadeildar karla í fótbolta eftir leiki helgarinnar en þá var fimmta umferð leikin. Í gærkvöldi unnu Valsmenn stórsigur á Keflvíkingum, 1-5 í Keflavík. Baldur Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Val. Fylkir vann Grindavík 2-1 á Fylkisvelli og KR tapaði fyrir ÍBV 2-1. 13.6.2005 00:01
Óli Stefan vill burt frá Grindavík „Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast til að ég verði áfram í Grindavík,“ sagði knattspyrnumaðurinn Óli Stefán Flóventsson í samtali við íþróttadeildina í morgun. Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, setti Óla Stefán út úr liðinu eftir meint agabrot leikmannsins. 13.6.2005 00:01
Inter sigraði í fyrri leiknum Adriano skoraði bæði mörk Inter Milan í 2-0 útisigri á Roma í fyrri leik liðanna um Ítalska bikarinn í knattspyrnu í gær. 13.6.2005 00:01
Garcia sendi skilaboð Spánverjinn Sergio Garcia sendi skilaboð til annarra kylfinga fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem hefst á fimmtudag með sigri á Booz Allen mótinu í Maryland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Garcia vann með tveimur höggum, lék samtals á 270 höggum og var fjórtán undir pari. 13.6.2005 00:01
Sörenstam vann þriðja árið í röð Sænska golfstjarnan Annika Sörenstam vann með þriggja högga mun á meistaramóti bandarísku mótaraðarinnar í golfi þriðja árið í röð. Hún lék samtals á 11 höggum undir pari. Bandaríska stúlkan Michelle Wie, sem er aðeins 15 ára, varð í öðru sæti. 13.6.2005 00:01
Räikkönen vann í Kanada Finninn Kimi Räikkönen á McLaren vann kanadíska kappaksturinn í gær. Heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari varð annar og félagi hans, Rubens Barrichello, þriðji. Báðir Renault-bílarnir féllu úr leik. 13.6.2005 00:01
San Antonio 2 - Detroit 0 San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra. 13.6.2005 00:01
Ólöf nr. 88 á peningalistanum Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir er í 88. sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni með samtals 3.550 evrur eða 280 þúsund krónur. Birgir Leifur Hafþórsson er í 95. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar. 13.6.2005 00:01
Unndór þjálfar Grindavík Unndór Sigurðsson mun þjálfa kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik á næsta ári, en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið á dögunum. Unndór, sem er Grindvíkingur þjálfaði lið ÍS með góðum árangri í fyrra. Víkurfréttir greindu frá þessu í dag. 13.6.2005 00:01
Ástralía mun tilheyra Asíu Forseti FIFA, Sepp Blatter, segir ekkert því til fyrirstöðu að ástralska landsliðið í knattspyrnu getið fengið að tilheyra asíska knattspyrnusambandinu. Blatter býst við að af þessu verði strax í september n.k. Mun því teljast æ líklegra að við sjáum Ástralíu í lokakeppni HM í nánustu framtíð en það hefur ekki gerst síðan 1974. 13.6.2005 00:01
Sex stoðsendingar í 2 leikjum Guðmundur Benediktsson hefur þegar afrekað það tvisvar sinnum í fyrstu fimm leikjunum sem hann náði aldrei á glæstum níu ára ferli sínum í Vesturbænum. Guðmundur hefur náð tveimur stoðsendinga-þrennum í síðustu tveimur leikjum Valsliðsins, átti þrjár stoðsendingar í 3-0 sigri á Fram og svo aðrar þrjár í 5-1 sigri liðsins í Keflavík um helgina. 13.6.2005 00:01
Kristján sparkaði í mig Ljótt far er á baki Bjarna Hólms Aðalsteinssonar, leikmanns ÍBV, eftir spark sem hann fékk frá markverðinum Kristjáni Finnbogasyni hjá KR eftir leik liðanna á sunnudag. Þeir lentu saman Í baráttu um boltann á 74. mínútu leiksins og féllu báðir, dómarinn dæmdi Bjarna brotlegan. 13.6.2005 00:01
Öll liðin í okkar riðli með leik Ungverjar tryggðu sér í gær vináttulandsleik við Argentínumenn sem fram fer 17. ágúst næstkomandi í Búdapest. Þar með er það ljóst að allar þjóðirnar í okkar riðli í undankeppni HM, nema Ísland, eru komin með vináttulandsleik 17. ágúst en FIFA hugsar þennan dag sem tækifæri fyrir vináttulandsleiki. 13.6.2005 00:01
Gokorian og Rebekka til Vals Handknattleikskonan Alla Gokorian sem hefur gert það gott með ÍBV og hampaði Íslandsmeistaratitlinum með liðinu í fyrra er aftur gengin í raðir Vals. Auk Öllu hefur hin unga og stórefnilega Rebekka Skúladóttir samið við handknattleiksdeild Vals frá ÍR. 13.6.2005 00:01
FH vann spræka Þróttara FH er enn með fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á Þrótti í gær. Sigurinn var ekki jafn öruggur og úrslitin gefa til kynna en Þróttarar léku einn sinn besta leik í sumar. 12.6.2005 00:01
Heppnin ekki með Skagamönnum Fyrsta markalausa jafntefli sumarsins leit dagsins ljós í Laugardalnum í gær þegar ÍA heimsótti Fram. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en fátt gerðist í þeim síðari. 12.6.2005 00:01
Bröndby meistari Bröndby tryggði sér meistaratitilinn í Danmörku í gær með því að vinna stórsigur 7-0 á Herfölge. Thomas Kahlenberg var besti maður leiksins og skoraði tvö mörk. Bröndby á enn tvo leiki eftir í deildinni, er í efsta sæti með 63 stig en FC Kaupmannahöfn er í öðru sæti með 52 stig og á þrjá leiki eftir. 12.6.2005 00:01
Button á ráspól í dag Englendingurinn Jenson Button verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Montreal í Kanada hefst í dag, en hann náði bestum tíma í tímatökunni í gær. Lið Buttons, BAR, hefur ekki gengið eins vel og spáð hafði verið og því var þessi óvænti árangur liðinu mikið gleðiefni. 12.6.2005 00:01
Newcastle býður í Wright-Phillips Newcastle hafa boðið í enska landsliðsmanninn Shaun Wright-Phillips. Boðið hljóðar upp á sex milljónir punda, ásamt Craig Bellamy landsliðsmanni Wales og Frakkanum Laurent Robert, sem báðir vilja komast burt frá félaginu. 12.6.2005 00:01
Ferill Tysons á enda Ferill hnefaleikamannsins Mikes Tysons er á enda eftir að hann var sleginn niður í sjöttu lotu í bardaga við Kevin McBride frá Írlandi í nótt. Tyson, sem er 39 ára, sagðist eftir bardagann vera hættur í hnefaleikum en fyrir nítján árum varð hann yngsti maðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum. 12.6.2005 00:01
Ragnhildur vann í Eyjum Ragnhildur Sigurðardóttir kylfingur úr GR vann í dag sigur í kvennaflokki á Carslbergmótinu í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum. Samtals lék Ragnhildur á 6 höggum yfir pari vallarins en lokahringinn fór hún á einu höggi undir pari eða 69 höggum. Hún var aðeins einu höggi frá vallarmetinu sem er 68 högg. 12.6.2005 00:01
Fimmtu umferð lýkur í kvöld Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í fótbolta í dag og kvöld en þá lýkur 5. umferð. ÍBV tekur á móti KR í Eyjum kl. 17.00. Keflavík tekur á móti Val og Fylkir tekur á móti Grindavík í beinni útsendingu á Sýn kl. 20.00. Við minnum á beina útsendingu frá öllum leikjunum hér á Vísi. Nánar um leikina... 12.6.2005 00:01
Bolton fær Laurent Robert Franski knattspyrnumaðurinn Laurent Robert er á förum frá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en umboðsmaður hans segir í viðtali við BBC í dag að leikmaðurinn sé búinn að semja við Bolton. Robert á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir 3 ára samning á morgun mánudag. 12.6.2005 00:01
Kuranyi yfirgefur Stuttgart Þýski landsliðssóknarmaðurinn Kevin Kuranyi er að yfirgefa Suttgart þar sem hann hefur verið síðan 1997 en hann er á leið til Schalke í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu. Kuranyi kveðst í viðtali í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag hafa skrifað undir 5 ára samning við félagið. 12.6.2005 00:01
Wigan hækkar tilboðið í Heiðar Enski netmiðillinn Teamtalk greindi frá því rétt í þessu að nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu muni á næstu klukkutímum leggja fram 1.5 milljón punda tilboð í Heiðar Helguson hjá Watford. Watford hefur áður hafnað tilboði í Heiðar frá Wigan upp á 1 milljón punda og settu í kjölfarið 2 mlljóna punda verðmiða á hann. 12.6.2005 00:01
Leikið við Hvít-Rússa í kvöld Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í dag Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í Kaplakrika og hefst leikurinn klukkan 19.40. Hvít-Rússar eru sýnd veiði en ekki gefin en þjálfari liðsins, Alexander Kassakevic, er líklega besti handknattleiksmaður sem heimurin hefur átt. Leikurinn í kvöld er fyrri viðureign þjóðanna en síðari leikurinn fer fam í Minsk eftir viku. 12.6.2005 00:01
Norðmenn unnu Bosníumenn Norðmenn sigruðu Bosníumenn 36-23 í undankeppni Evrópumótsins í gær. Frakkar burstuðu Ísraelsmenn 35-18, Grikkir unnu nauman sigur á Úkraínumönnum, 26-25, og Austurríkismenn lögðu Slóvaka 25-19. 12.6.2005 00:01
Fyrsti sigur Völsungs Völsungur vann sinn fyrsta sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Fjölni 1-0. Þá lagði Þór Akureyri Hauka á útvelli með sama markamun. 12.6.2005 00:01
Real Betis bikarmeistari á Spáni Real Betis tryggði sér í gærkvöld spænska konungsbikarinn í knattspyrnu þegar liðið sigraði Osasuna 2-1 í framlengdum úrslitaleik í Madríd. 12.6.2005 00:01
Svíar og Danir áfram á EM kvenna Svíar og Danir komust í gær í undanúrslit Evrópukeppni kvennalandsliða á Englandi. Svíar sigruðu heimastúlkur 1-0 í lokaumferðinni í A-riðli en Danir komust áfram þrátt fyrir tap fyrir Finnum, 2-1. 12.6.2005 00:01
Heiðar Davíð sigraði í Eyjum Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr GK lék frábærlega á lokadegi Carlsbergmótsins í golfi sem nýlokið er í í Vestmannaeyjum í dag og vann sigur í karlaflokki. Hann lék samtals á 4 höggum undir pari en lokahringinn í dag lék hann einstaklega vel, á 3 höggum undir pari eða 67 höggum. 12.6.2005 00:01
Genoa og Empoli upp í Serie A Genoa tryggði sér um helgina sæti í efstu deild í ítalska fótboltanum eftir 10 ára fjarveru þegar liðið lagði Venezia 3-2 í Serie B. Empoli sem höfnuðu í 2. sæti fylgja Genoa upp í Serie A en 4 lið berjast um þriðja lausa sætið í umspili. Þau eru Ascoli, Torino, Treviso og Perugia. 12.6.2005 00:01
Norðmenn í undanúrslit EM kvenna Noregur tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu með 5-3 sigri á Ítalíu í B-riðli en keppnin fer fram í Englandi. Norsku stúlkurnar mæta toppliði A-riðils, Svíum, í undanúrslitunum á fimmtudag en Þjóðverjar mæta Dönum á miðvikudag. Þýsku stúlkurnar unnu 3-0 sigur á Frökkum í dag og höfnuðu efstar í B-riðli. 12.6.2005 00:01
Ég er vanur því að vinna titla Brøndby tryggði sér um helgina danska meistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið valtaði yfir Herfølge, 7-0. Brøndby hefur 11 stiga forskot á meistara síðasta árs, FC København og á þó eftir að leika tvo leiki. Brøndby vann einnig danska bikarinn og sigurinn því tvödaldur í ár hjá Michael Laudrup þjálfara og lærisveinum hans. 12.6.2005 00:01