Fleiri fréttir Kristján tapaði í úrslitum EM Kristján Helgason vann silfurverðlaun á Evrópumóti áhugamanna í snóker í Póllandi í gær. Hann tapaði í úrslitum fyrir Alex Borg frá Möltu í sjö römmum gegn tveimur en Borg hampaði þar með Evrópumeistaratitli. 11.6.2005 00:01 Allenby efstur í Maryland Robert Allenby frá Ástralíu hefur tveggja högga forystu eftir tvo hringi á PGA-móti í golfi sem fram fer í Maryland í Bandaríkjunum. Allenby er samtals á níu höggum undir pari. Fjórir kylfingar eru á sjö höggum undir pari, Adam Scott og Steve Elkington, landar Allenbys, og Englendingarnir Lee Westwood og Matt Gogel. 11.6.2005 00:01 Fertugur sóknarmaður í úrvalsdeild Það verður fertugur sóknarmaður í eldlínunni í ensku úrvaldseildinni í knattspyrnu á næsta tímabili en gamli refurinn, Teddy Sheringham hefur framlengt samning sinn við nýliða West Ham um eitt ár. 11.6.2005 00:01 Engar breytingar hjá meisturunum Tveir leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í dag og hófust þeir kl. 14.00. Íslandsmeistarar FH taka á móti nýliðum Þróttar í Kaplakrika og Fram mætir ÍA á Laugardalsvelli. Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu á leikjunum hér á Vísi. 11.6.2005 00:01 Keflvíkingar að fá sóknarmann Það lítur út fyrir að hlaupið hafi á snærið hjá Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í knattspyrnu því hinn eldsnöggi sóknarmaður Víkinga úr Reykjavík, Stefán Örn Arnarson mætti á sína fyrstu æfingu í Keflavík í gærkvöldi. 11.6.2005 00:01 Chelsea kaupir tvo varnarmenn Chelsea mun ganga frá kaupum á spænska varnarmanninum Asier del Horno eftir helgina en hann kemur frá Athletic Bilbao fyrir 12 milljónir punda. Horno er vinstri bakvörður og á að leysa af hólmi Frakkann William Gallas sem ku ekki vera í framtíðarplönum Jose Mourinho þjálfara. 11.6.2005 00:01 FH yfir gegn Þrótti í hálfleik Eitt mark hefur verið skorað í leikjunum tveimur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson skoraði stórglæsilegt mark með bakfallsspyrnu fyrir FH sem er 1-0 yfir gegn Þrótti í Kaplakrika. Það er enn markalaust hjá Fram og ÍA á Laugardalsvelli þrátt fyrir fjörugan fyrri hálfleik. 11.6.2005 00:01 Leikmaður Man Utd laus úr fangelsi Danski leikmaðurinn Mads Timm hjá Manchester United er laus úr fangelsi en honum var stungið í steininn fyrir gáleysi í umferðinni. Timm er tvítugur miðvallarleikmaður í varaliði Man Utd. Vítaverður akstur hans í umferðinni olli alvarlegu slysi og hefur hann setið inni fyrir brotið. 11.6.2005 00:01 FH enn með fullt hús stiga Íslandsmeistarar FH héldu sigurgöngu sinni áfram í dag þegar þeir lögðu Þrótt 3-1 í Landsbankadeild karla en leikið var í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö marka FH og þar með búinn að skora 7 mörk í 5 leikjum og er FH með fullt hús stiga í deildinni. Þá gerðu Fram og ÍA markalaust jafntefli á Laugardalsvelli. 11.6.2005 00:01 Laufey með fjögur í stórsigri Vals Íslandsmeistarar Vals skutust á topp Landsbankadeildar kvenna í dag með stórsgiri á ÍBV, 1-7 á Hásteinsvelli í Eyjum. Laufey Ólafsdóttir skoraði fernu fyrir Val, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö og Rakel Logadóttir eitt. Bryndís jóhannesdóttir skoraði mark heimastúlkna. 11.6.2005 00:01 Vala Flosadóttir hætt keppni Vala Flosadóttir Ólympíuverðlaunahafi í stangarstökki er hætt keppni. Þetta kemur fram í <em>Morgunblaðinu</em> í dag. Þar segist Vala ekki lengur hafa sömu ánægju af íþróttaiðkuninni og síðustu ár hafi hún ekki alveg vitað hvort hún var að æfa eða keppa fyrir sjálfa sig eða aðra. Vala vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og í lok sama árs var hún kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi með yfirburðum. 10.6.2005 00:01 Spurs unnu fyrsta leikinn San Antonio Spurs sigruðu í nótt Detroit Pistons, 84-69 í fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta, en leikið var í San Antonio. Spurs leiða því 1-0 í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður meistari. Annar leikur liðanna fer fram aðfaranótt mánudags nk. og eru viðureignirnar í beinni útsendingu á Sýn. 10.6.2005 00:01 Blikar með fullt hús í 1. deild Fimmta umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í gærkvöldi með 2 leikjum. Víkingur Reykjavík vann 1-0 sigur á HK í baráttunni um Fossvog en það var Elmar Dan Sigþórsson sem skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu. Þá vann topplið Breiðabliks 3-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík. 10.6.2005 00:01 LIVERPOOL Í MEISTARADEILDINA ! Liverpool verður með í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á næsta tímabili og fær þar með tækifæri til að verja Evrópumeistaratitil sinn. Frá þessu var greint fyrir skömmu. Framkvæmdanefnd UEFA sem m.a. Eggert Magnússon formaður KSÍ situr í, fundaði í gær og komst að þeirri niðurstöðu að Liverpool fái að koma inn í 1. umferð forkeppninnar. 10.6.2005 00:01 Kristján í úrslitum á EM í snóker Kristján Helgason leikur til úrslita á Evrópumóti áhugamanna í snóker í Póllandi. Kristján sigraði Mark Allen frá Norður-Írlandi með sex römmum gegn fimm í undanúrslitum en Allen er núverandi heims- og Evrópumeistari áhugamanna og aukinheldur Evrópumeistari unglinga. Kristján mætir Maltverjanum Alex Borg í úrslitum í dag. 10.6.2005 00:01 Þórey Edda þriðja í Tékklandi Þórey Edda Elísdóttir, Norðurlandamethafi í stangarstökki, varð í þriðja sæti á stigamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Ostrava í Tékklandi í gærkvöldi þegar hún stökk 4,20 metra. Pavla Hamankova sigraði á mótinu þegar hún stökk 4,30 metra en það gerði einnig kanadíska stúlkan Dana Ellis. 10.6.2005 00:01 Silja í úrslit á meistaramóti Silja Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, komst í nótt í undanúrslit í 400 metra grindahlaupi á bandaríska háskólameistaramótinu sem fram fer í Sacramento. Silja kom í mark á 57,55 sekúndum sem var sjöundi besti tíminn í riðlakeppninni. 10.6.2005 00:01 Blikar áfram á toppnum Breiðablik er á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli í gær. Olgeir Sigurðsson, Ellert Hreinsson og Ragnar Gunnarsson skoruðu mörk Breiðabliks. 10.6.2005 00:01 Þjóðverjar sigruðu Ítali á EM Þýskaland sigraði Ítalíu með fjórum mörkum gegn engu í Evrópukeppni kvennalandsliða á Englandi. Þjóðverjar efstir í A-riðli með sex stig en Ítalía er hins vegar án stiga. Frakkar eru í öðru sæti í riðlinum með fjögur stig eftir jafntefli gegn Norðmönnum, 1-1. 10.6.2005 00:01 Ítalir og Serbar skildu jafnir Einn vináttulandsleikur í knattspyrnu var á dagskrá í gær. Ítalir gerðu jafntefli við Serba og Svartfellinga, 1-1, en leikið var í Toronto í Kanada. Mirko Vukrenic kom Serbum yfir í leiknum en Christiano Lucarelli jafnaði fyrir Ítali. 10.6.2005 00:01 Ragnheiður náði lágmarki fyrir HM Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, náði í gær lágmarki fyrir heimsmeistaramótið þegar hún kom í mark á 26,34 sekúndum í 50 metra skriðsundi á móti í Laugardalslaug. 10.6.2005 00:01 Tyson heitur Mike Tyson hefur upphitun fyrir bardaga sinn við hinn írska Kevin McBride í kvöld eins og honum einum er lagið og í gaf hann út hvernig hann hyggðist fara með hann í hringnum. "Ég ætla að gera að honum eins og fiski," sagði Tyson. 10.6.2005 00:01 Birgir og Ólöf áfram Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir komst áfram í gegn um niðurskurðinn á opna franska meistaramótinu í golfi í gær, þegar hún lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari. Fyrri daginn lék hún einnig á tveimur höggum undir pari og lauk því keppni í gær á fjórum yfir, sem nægði henni til áframhaldandi þáttöku á mótinu. 10.6.2005 00:01 Allt vitlaust út af Glazer Malcom Glazer, nýr meirihlutaeigandi í Manchester United, er strax farinn að ergja aðdáendur liðsins með afskiptum sínum af rekstri félagsins.Spurst hefur út að miðaverð á úrvalsdeildarleiki á heimavellinum Old Trafford muni hækka úr 30 pundum í 46 pund á fimm árum. 10.6.2005 00:01 FH-ingar ósigrandi FH-ingar eru á toppi Landsbankadeildarinnar ásamt Valsmönnum með fullt hús eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Deildin hefst að nýju í dag eftir 11 daga landsleikjahlé. Valsmenn fara til Keflavíkur á sunnudaginn en FH-ingar hefja leik í dag þegar þeir taka á móti Þrótturum í Kaplakrika. Í hinum leik dagsins taka Framarar á móti Skagamönnum en bæði liðin töpuðu illa í síðasta leik. 10.6.2005 00:01 Valsmenn kveðja kofann Valsmenn ætla að kveðja kofann sinn að Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur og fagna því að framkvæmdir hefjist við ný íþróttamannvirki með því að halda allsherjar fjölskylduhátíð. 10.6.2005 00:01 San Antonio 1 - Detroit 0 Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. 10.6.2005 00:01 Hvað felst í U-beygju Liverpool? Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp. 10.6.2005 00:01 Jafntefli hjá KA og KS Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA og KS skildu jöfn 1-1 á Akureyri og eru KA-menn í 3. sæti deildarinnar með 7 stig en KS í 6. sæti með 5 stig eftir 5 umferðir. 10.6.2005 00:01 2. deild-Leiknir í 3 stiga forystu Þrír leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. Topplið Leiknis er með 3 stiga forystu á toppi deildarinnar eftir að liðið sótti 3 stig til Seyðisfjarðar með 1-2 sigri á Huginn. 10.6.2005 00:01 VISA- bikar kvenna í kvöld 16 liða úrslitum Visa-bikarkeppni kvenna lauk í kvöld með 5 leikjum þar sem Fjölnir, Keflavík, Breiðablik, Stjarnan og ÍA tryggðu sér farseðilinn í 8 liða úrslitin. 10.6.2005 00:01 Nýr markvörður kominn til Man Utd Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Edwyn van der Sar skrifaði í kvöld undir 2 ára samning við Manchester United. Van der Sar gekkst undir læknisskoðun á Old Trafford síðdegis og gekk í kjölfarið frá samningnum en kaupverð hans er ekki gefið upp. 10.6.2005 00:01 Argentínumenn komnir á HM Argentínumenn tryggðu sér farseðilinn á HM í Þýskalandi á næsta ári með glæstum 3-1 sigri á heimsmeisturum Brasilíu á Monumental-vellinum í Búenos Aíres í gærkvöldi. Leikurinn var algert augnakonfekt og fótboltinn gerist ekki betri. 9.6.2005 00:01 Jafntefli hjá Þjóðverjum og Rússum Þrír vináttulandsleikir í knattspyrnu fóru fram í gær. Þýskaland og Rússland gerðu 2-2 jafntefli, Noregur lagði Svíþjóð að velli 3-2 á útivelli og Ítalía og Serbía-Svartfjallaland gerðu 1-1 jafntefli. 9.6.2005 00:01 Tveir leikir í 1. deildinni Tveir leikir eru í fyrstu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur Reykjavík tekur á móti HK og Breiðablik fær Víking Ólafsvík í heimsókn. Flautað verður til leiks klukkan 20. 9.6.2005 00:01 Pétur lánaður til ÍBV Sóknarmaðurinn ungi hjá Íslandsmeisturum FH, Pétur Sigurðsson, var í gær lánaður til ÍBV. Pétur skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við FH áður en hann var lánaður. Hann getur ekki leikið gegn liðinu og þá getur Hafnarfjarðarliðið kallað á hann ef þörf krefur. 9.6.2005 00:01 Spurs-Pistons í beinni í kvöld San Antonio Spurs og Detroit Pistons leika fyrsta leik sinn um NBA-titilinn í körfubolta í kvöld. Fyrstu tveir leikirnir verða á heimavelli San Antonio. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti en allir leikir úrslitaeinvígisins verða í beinni útsendingu á Sýn. 9.6.2005 00:01 Mótar liðið ekki strax Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, segir í viðtali á heimasíðu félagsins í gær að hann sé búinn að ákveða dagsetningu til að velja þá leikmenn sem hann ætli að nota á næsta tímabili og segir hana vera daginn fyrir fyrsta leik. 9.6.2005 00:01 Ólöf María á tveimur yfir Íslenskir kylfingar taka þátt á mótum erlendis. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk fyrsta hring sínum á áskorendamótaröðinni í Esbjerg í Danmörku í gær á þremur höggum yfir pari og Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á opna franska meistaramótinu, sem er liður í evrópsku mótaröðinni, á 74 höggum. 9.6.2005 00:01 Tilbúinn í stóru þjóðirnar Tryggvi Guðmundsson átti mjög góðan leik með íslenska karlalandsliðinu gegn Möltu á miðvikudagskvöldið, skoraði eitt mark, lagði upp tvö og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk sjálfur. Markið sem kappinn skoraði var það tíunda fyrir íslenska A-landsliðið en það vekur athygli að Tryggvi hefur bara skorað gegn litlu þjóðunum. 9.6.2005 00:01 Jafntefli við Svía í Sandgerði Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli, 2–2, í seinni vináttulandsleik sínum gegn Svíum sem fram fór í Sandgerði í gær. Íslenska liðið var mikið mun betri aðilinn en einbeitingarleysi kostaði liðið sigurinn. 9.6.2005 00:01 Bjóst aldrei við þessu „Ég bjóst aldrei við því að þetta mál færi svona langt og þetta kom mér á óvart,“ sagði Eiríkur Guðmundsson, formaður meistaraflokksráðs ÍA, í gær. Aganefnd KSÍ ákvað að sekta Knattspyrnudeild ÍA um 15.000 krónur vegna ummæla sem Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum eftir leik gegn Val. 9.6.2005 00:01 X-ið977 byrjar með íþróttafréttir Í dag miðvikudag byrjar Rokk útvarpsstöðin X-ið 97.7 að nýju á því að útvarpa íþróttafréttum og mun sá hátturinn verða á hverjum virkum degi kl. 11.00. Með þessu gefst útvarpshlustendum kostur á að fá nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna snemma hvers dags en stöðin mun bjóða upp á ítarlegan sport-fréttapakka hverju sinni. 8.6.2005 00:01 Heiðar ekki með í kvöld Heiðar Helguson, leikmaður Wattford, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Möltu í kvöld vegna veikinda. Hannes Þ Sigurðsson, leikmaður Vikings í Noregi og ungmennalandsliðsins, var í gærkvöld valinn í A-landsliðið í stað Gylfa Einarssonar sem á við meiðsli að stríða. 8.6.2005 00:01 Fjórir koma inn í hópinn Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Svíum í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld en Íslendingar sigruðu Svía í Kaplakrika á mánudagskvöld með 36 mörkum gegn 32. Ólafur Stefánsson, Vignir Svavarsson, Arnór Atlason og Björgvin Gústafsson kom inn í liðið í kvöld en Ásgeir Örn Hallgrímsson, Roland Valur Eradze og Markús Máni Michaelsson hvíla. 8.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kristján tapaði í úrslitum EM Kristján Helgason vann silfurverðlaun á Evrópumóti áhugamanna í snóker í Póllandi í gær. Hann tapaði í úrslitum fyrir Alex Borg frá Möltu í sjö römmum gegn tveimur en Borg hampaði þar með Evrópumeistaratitli. 11.6.2005 00:01
Allenby efstur í Maryland Robert Allenby frá Ástralíu hefur tveggja högga forystu eftir tvo hringi á PGA-móti í golfi sem fram fer í Maryland í Bandaríkjunum. Allenby er samtals á níu höggum undir pari. Fjórir kylfingar eru á sjö höggum undir pari, Adam Scott og Steve Elkington, landar Allenbys, og Englendingarnir Lee Westwood og Matt Gogel. 11.6.2005 00:01
Fertugur sóknarmaður í úrvalsdeild Það verður fertugur sóknarmaður í eldlínunni í ensku úrvaldseildinni í knattspyrnu á næsta tímabili en gamli refurinn, Teddy Sheringham hefur framlengt samning sinn við nýliða West Ham um eitt ár. 11.6.2005 00:01
Engar breytingar hjá meisturunum Tveir leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í dag og hófust þeir kl. 14.00. Íslandsmeistarar FH taka á móti nýliðum Þróttar í Kaplakrika og Fram mætir ÍA á Laugardalsvelli. Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu á leikjunum hér á Vísi. 11.6.2005 00:01
Keflvíkingar að fá sóknarmann Það lítur út fyrir að hlaupið hafi á snærið hjá Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í knattspyrnu því hinn eldsnöggi sóknarmaður Víkinga úr Reykjavík, Stefán Örn Arnarson mætti á sína fyrstu æfingu í Keflavík í gærkvöldi. 11.6.2005 00:01
Chelsea kaupir tvo varnarmenn Chelsea mun ganga frá kaupum á spænska varnarmanninum Asier del Horno eftir helgina en hann kemur frá Athletic Bilbao fyrir 12 milljónir punda. Horno er vinstri bakvörður og á að leysa af hólmi Frakkann William Gallas sem ku ekki vera í framtíðarplönum Jose Mourinho þjálfara. 11.6.2005 00:01
FH yfir gegn Þrótti í hálfleik Eitt mark hefur verið skorað í leikjunum tveimur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson skoraði stórglæsilegt mark með bakfallsspyrnu fyrir FH sem er 1-0 yfir gegn Þrótti í Kaplakrika. Það er enn markalaust hjá Fram og ÍA á Laugardalsvelli þrátt fyrir fjörugan fyrri hálfleik. 11.6.2005 00:01
Leikmaður Man Utd laus úr fangelsi Danski leikmaðurinn Mads Timm hjá Manchester United er laus úr fangelsi en honum var stungið í steininn fyrir gáleysi í umferðinni. Timm er tvítugur miðvallarleikmaður í varaliði Man Utd. Vítaverður akstur hans í umferðinni olli alvarlegu slysi og hefur hann setið inni fyrir brotið. 11.6.2005 00:01
FH enn með fullt hús stiga Íslandsmeistarar FH héldu sigurgöngu sinni áfram í dag þegar þeir lögðu Þrótt 3-1 í Landsbankadeild karla en leikið var í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö marka FH og þar með búinn að skora 7 mörk í 5 leikjum og er FH með fullt hús stiga í deildinni. Þá gerðu Fram og ÍA markalaust jafntefli á Laugardalsvelli. 11.6.2005 00:01
Laufey með fjögur í stórsigri Vals Íslandsmeistarar Vals skutust á topp Landsbankadeildar kvenna í dag með stórsgiri á ÍBV, 1-7 á Hásteinsvelli í Eyjum. Laufey Ólafsdóttir skoraði fernu fyrir Val, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö og Rakel Logadóttir eitt. Bryndís jóhannesdóttir skoraði mark heimastúlkna. 11.6.2005 00:01
Vala Flosadóttir hætt keppni Vala Flosadóttir Ólympíuverðlaunahafi í stangarstökki er hætt keppni. Þetta kemur fram í <em>Morgunblaðinu</em> í dag. Þar segist Vala ekki lengur hafa sömu ánægju af íþróttaiðkuninni og síðustu ár hafi hún ekki alveg vitað hvort hún var að æfa eða keppa fyrir sjálfa sig eða aðra. Vala vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og í lok sama árs var hún kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi með yfirburðum. 10.6.2005 00:01
Spurs unnu fyrsta leikinn San Antonio Spurs sigruðu í nótt Detroit Pistons, 84-69 í fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta, en leikið var í San Antonio. Spurs leiða því 1-0 í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður meistari. Annar leikur liðanna fer fram aðfaranótt mánudags nk. og eru viðureignirnar í beinni útsendingu á Sýn. 10.6.2005 00:01
Blikar með fullt hús í 1. deild Fimmta umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í gærkvöldi með 2 leikjum. Víkingur Reykjavík vann 1-0 sigur á HK í baráttunni um Fossvog en það var Elmar Dan Sigþórsson sem skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu. Þá vann topplið Breiðabliks 3-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík. 10.6.2005 00:01
LIVERPOOL Í MEISTARADEILDINA ! Liverpool verður með í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á næsta tímabili og fær þar með tækifæri til að verja Evrópumeistaratitil sinn. Frá þessu var greint fyrir skömmu. Framkvæmdanefnd UEFA sem m.a. Eggert Magnússon formaður KSÍ situr í, fundaði í gær og komst að þeirri niðurstöðu að Liverpool fái að koma inn í 1. umferð forkeppninnar. 10.6.2005 00:01
Kristján í úrslitum á EM í snóker Kristján Helgason leikur til úrslita á Evrópumóti áhugamanna í snóker í Póllandi. Kristján sigraði Mark Allen frá Norður-Írlandi með sex römmum gegn fimm í undanúrslitum en Allen er núverandi heims- og Evrópumeistari áhugamanna og aukinheldur Evrópumeistari unglinga. Kristján mætir Maltverjanum Alex Borg í úrslitum í dag. 10.6.2005 00:01
Þórey Edda þriðja í Tékklandi Þórey Edda Elísdóttir, Norðurlandamethafi í stangarstökki, varð í þriðja sæti á stigamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Ostrava í Tékklandi í gærkvöldi þegar hún stökk 4,20 metra. Pavla Hamankova sigraði á mótinu þegar hún stökk 4,30 metra en það gerði einnig kanadíska stúlkan Dana Ellis. 10.6.2005 00:01
Silja í úrslit á meistaramóti Silja Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, komst í nótt í undanúrslit í 400 metra grindahlaupi á bandaríska háskólameistaramótinu sem fram fer í Sacramento. Silja kom í mark á 57,55 sekúndum sem var sjöundi besti tíminn í riðlakeppninni. 10.6.2005 00:01
Blikar áfram á toppnum Breiðablik er á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli í gær. Olgeir Sigurðsson, Ellert Hreinsson og Ragnar Gunnarsson skoruðu mörk Breiðabliks. 10.6.2005 00:01
Þjóðverjar sigruðu Ítali á EM Þýskaland sigraði Ítalíu með fjórum mörkum gegn engu í Evrópukeppni kvennalandsliða á Englandi. Þjóðverjar efstir í A-riðli með sex stig en Ítalía er hins vegar án stiga. Frakkar eru í öðru sæti í riðlinum með fjögur stig eftir jafntefli gegn Norðmönnum, 1-1. 10.6.2005 00:01
Ítalir og Serbar skildu jafnir Einn vináttulandsleikur í knattspyrnu var á dagskrá í gær. Ítalir gerðu jafntefli við Serba og Svartfellinga, 1-1, en leikið var í Toronto í Kanada. Mirko Vukrenic kom Serbum yfir í leiknum en Christiano Lucarelli jafnaði fyrir Ítali. 10.6.2005 00:01
Ragnheiður náði lágmarki fyrir HM Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, náði í gær lágmarki fyrir heimsmeistaramótið þegar hún kom í mark á 26,34 sekúndum í 50 metra skriðsundi á móti í Laugardalslaug. 10.6.2005 00:01
Tyson heitur Mike Tyson hefur upphitun fyrir bardaga sinn við hinn írska Kevin McBride í kvöld eins og honum einum er lagið og í gaf hann út hvernig hann hyggðist fara með hann í hringnum. "Ég ætla að gera að honum eins og fiski," sagði Tyson. 10.6.2005 00:01
Birgir og Ólöf áfram Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir komst áfram í gegn um niðurskurðinn á opna franska meistaramótinu í golfi í gær, þegar hún lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari. Fyrri daginn lék hún einnig á tveimur höggum undir pari og lauk því keppni í gær á fjórum yfir, sem nægði henni til áframhaldandi þáttöku á mótinu. 10.6.2005 00:01
Allt vitlaust út af Glazer Malcom Glazer, nýr meirihlutaeigandi í Manchester United, er strax farinn að ergja aðdáendur liðsins með afskiptum sínum af rekstri félagsins.Spurst hefur út að miðaverð á úrvalsdeildarleiki á heimavellinum Old Trafford muni hækka úr 30 pundum í 46 pund á fimm árum. 10.6.2005 00:01
FH-ingar ósigrandi FH-ingar eru á toppi Landsbankadeildarinnar ásamt Valsmönnum með fullt hús eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Deildin hefst að nýju í dag eftir 11 daga landsleikjahlé. Valsmenn fara til Keflavíkur á sunnudaginn en FH-ingar hefja leik í dag þegar þeir taka á móti Þrótturum í Kaplakrika. Í hinum leik dagsins taka Framarar á móti Skagamönnum en bæði liðin töpuðu illa í síðasta leik. 10.6.2005 00:01
Valsmenn kveðja kofann Valsmenn ætla að kveðja kofann sinn að Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur og fagna því að framkvæmdir hefjist við ný íþróttamannvirki með því að halda allsherjar fjölskylduhátíð. 10.6.2005 00:01
San Antonio 1 - Detroit 0 Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. 10.6.2005 00:01
Hvað felst í U-beygju Liverpool? Í morgun var ljóst að Evrópumeistararnir í knattspyrnu, Liverpool, fá eftir allt saman að leika í Meistaradeildinni næsta tímabil. Liðið þarf þó að hefja keppni strax í forkeppninni sem hefst 12. júlí en ýmsar athyglisverðar hrókeringar þurftu að eiga sér stað til að dæmið gengi upp. 10.6.2005 00:01
Jafntefli hjá KA og KS Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA og KS skildu jöfn 1-1 á Akureyri og eru KA-menn í 3. sæti deildarinnar með 7 stig en KS í 6. sæti með 5 stig eftir 5 umferðir. 10.6.2005 00:01
2. deild-Leiknir í 3 stiga forystu Þrír leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. Topplið Leiknis er með 3 stiga forystu á toppi deildarinnar eftir að liðið sótti 3 stig til Seyðisfjarðar með 1-2 sigri á Huginn. 10.6.2005 00:01
VISA- bikar kvenna í kvöld 16 liða úrslitum Visa-bikarkeppni kvenna lauk í kvöld með 5 leikjum þar sem Fjölnir, Keflavík, Breiðablik, Stjarnan og ÍA tryggðu sér farseðilinn í 8 liða úrslitin. 10.6.2005 00:01
Nýr markvörður kominn til Man Utd Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Edwyn van der Sar skrifaði í kvöld undir 2 ára samning við Manchester United. Van der Sar gekkst undir læknisskoðun á Old Trafford síðdegis og gekk í kjölfarið frá samningnum en kaupverð hans er ekki gefið upp. 10.6.2005 00:01
Argentínumenn komnir á HM Argentínumenn tryggðu sér farseðilinn á HM í Þýskalandi á næsta ári með glæstum 3-1 sigri á heimsmeisturum Brasilíu á Monumental-vellinum í Búenos Aíres í gærkvöldi. Leikurinn var algert augnakonfekt og fótboltinn gerist ekki betri. 9.6.2005 00:01
Jafntefli hjá Þjóðverjum og Rússum Þrír vináttulandsleikir í knattspyrnu fóru fram í gær. Þýskaland og Rússland gerðu 2-2 jafntefli, Noregur lagði Svíþjóð að velli 3-2 á útivelli og Ítalía og Serbía-Svartfjallaland gerðu 1-1 jafntefli. 9.6.2005 00:01
Tveir leikir í 1. deildinni Tveir leikir eru í fyrstu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur Reykjavík tekur á móti HK og Breiðablik fær Víking Ólafsvík í heimsókn. Flautað verður til leiks klukkan 20. 9.6.2005 00:01
Pétur lánaður til ÍBV Sóknarmaðurinn ungi hjá Íslandsmeisturum FH, Pétur Sigurðsson, var í gær lánaður til ÍBV. Pétur skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við FH áður en hann var lánaður. Hann getur ekki leikið gegn liðinu og þá getur Hafnarfjarðarliðið kallað á hann ef þörf krefur. 9.6.2005 00:01
Spurs-Pistons í beinni í kvöld San Antonio Spurs og Detroit Pistons leika fyrsta leik sinn um NBA-titilinn í körfubolta í kvöld. Fyrstu tveir leikirnir verða á heimavelli San Antonio. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti en allir leikir úrslitaeinvígisins verða í beinni útsendingu á Sýn. 9.6.2005 00:01
Mótar liðið ekki strax Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, segir í viðtali á heimasíðu félagsins í gær að hann sé búinn að ákveða dagsetningu til að velja þá leikmenn sem hann ætli að nota á næsta tímabili og segir hana vera daginn fyrir fyrsta leik. 9.6.2005 00:01
Ólöf María á tveimur yfir Íslenskir kylfingar taka þátt á mótum erlendis. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk fyrsta hring sínum á áskorendamótaröðinni í Esbjerg í Danmörku í gær á þremur höggum yfir pari og Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á opna franska meistaramótinu, sem er liður í evrópsku mótaröðinni, á 74 höggum. 9.6.2005 00:01
Tilbúinn í stóru þjóðirnar Tryggvi Guðmundsson átti mjög góðan leik með íslenska karlalandsliðinu gegn Möltu á miðvikudagskvöldið, skoraði eitt mark, lagði upp tvö og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk sjálfur. Markið sem kappinn skoraði var það tíunda fyrir íslenska A-landsliðið en það vekur athygli að Tryggvi hefur bara skorað gegn litlu þjóðunum. 9.6.2005 00:01
Jafntefli við Svía í Sandgerði Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli, 2–2, í seinni vináttulandsleik sínum gegn Svíum sem fram fór í Sandgerði í gær. Íslenska liðið var mikið mun betri aðilinn en einbeitingarleysi kostaði liðið sigurinn. 9.6.2005 00:01
Bjóst aldrei við þessu „Ég bjóst aldrei við því að þetta mál færi svona langt og þetta kom mér á óvart,“ sagði Eiríkur Guðmundsson, formaður meistaraflokksráðs ÍA, í gær. Aganefnd KSÍ ákvað að sekta Knattspyrnudeild ÍA um 15.000 krónur vegna ummæla sem Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum eftir leik gegn Val. 9.6.2005 00:01
X-ið977 byrjar með íþróttafréttir Í dag miðvikudag byrjar Rokk útvarpsstöðin X-ið 97.7 að nýju á því að útvarpa íþróttafréttum og mun sá hátturinn verða á hverjum virkum degi kl. 11.00. Með þessu gefst útvarpshlustendum kostur á að fá nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna snemma hvers dags en stöðin mun bjóða upp á ítarlegan sport-fréttapakka hverju sinni. 8.6.2005 00:01
Heiðar ekki með í kvöld Heiðar Helguson, leikmaður Wattford, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Möltu í kvöld vegna veikinda. Hannes Þ Sigurðsson, leikmaður Vikings í Noregi og ungmennalandsliðsins, var í gærkvöld valinn í A-landsliðið í stað Gylfa Einarssonar sem á við meiðsli að stríða. 8.6.2005 00:01
Fjórir koma inn í hópinn Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Svíum í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld en Íslendingar sigruðu Svía í Kaplakrika á mánudagskvöld með 36 mörkum gegn 32. Ólafur Stefánsson, Vignir Svavarsson, Arnór Atlason og Björgvin Gústafsson kom inn í liðið í kvöld en Ásgeir Örn Hallgrímsson, Roland Valur Eradze og Markús Máni Michaelsson hvíla. 8.6.2005 00:01