Sport

Atli æfir með Chesterfield

Knattspyrnumaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson, sem gekk í raðir Valsmanna síðastliðið haust frá KA, æfir þessa dagana með enska 2. deildarliðinu Chesterfield. Valsmenn munu ekki standa í vegi fyrir Atla ef hann fær samning hjá erlendu liði fyrir 1. febrúar. Að sögn formanns knattspyrnudeildar, Barkar Edwardssonar, þá reikna þeir með að Atli mæti á æfingar frá og með næstu mánaðamótum. Valsmenn hafa mikinn áhuga á Veigari Páli Gunnarssyni hjá Stabæk eins og mörg önnur lið á Íslandi. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá vill Veigar koma heim en forráðamenn norska liðsins vilja halda honum. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×