Sport

Sigur eftir tvær framlengingar

Leikur Los Angeles Clippers og Miami Heat í NBA-körfuboltanum í nótt, sem fram fór á heimavelli Clippers, var æsispennandi og þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit. Heat hefur verið á mikilli siglingu undanfarnar vikur og unnið 15 af síðustu 16 leikjum sínum. Corey Maggette byrjaði leikinn vel fyrir Clippers og og skoraði 10 stig í fyrsta leikhluta. Hann hafði hægt um sig þangað til á lokasprettinum. Hann var með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar þegar uppi var staðið. Miami komst yfir, 112-110, þegar 32 sekúndur voru til loka seinni framlengingarinnar. Maggette svaraði með góðu gegnumbroti og jafnaði leikinn þegar 26 sekúndur voru eftir. Heat hefði getað tryggt sér sigur í síðustu sókn sinni en fékk á sig 24 sekúndna skotklukku. Maggette tryggði Clippers sigurinn með góðu skoti utan að velli og Miami náði ekki að jafna. Lokatölur urðu 114-112. Shaquille O´Neal var stigahæstur hjá Miami Heat, skoraði 39 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×