Sport

LeBron James betri en Kobe Bryant

LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, er orðinn betri en Kobe Bryant hjá LA Lakers í NBA-körfuboltanum. Þetta fullyrðir Jack McCallum, einn af körfuboltaspekingum bandaríska tímaritsins Sports Illustrated, í grein um kappana tvo. Þar eru James og Bryant bornir saman hvað varðar sóknar- og varnareiginleika, leiðtogahæfileika o.s.frv. James, sem er nýorðinn tvítugur, hefur einnig verið hampað fyrir að vera einhvers konar blanda af Michael Jordan og Magic Johnson, þ.e. frábær skorari og alltaf með augað opið fyrir samherjum. Dæmi svo hver fyrir sig um þá umsögn í garð leikmanns sem er á öðru ári sínu í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×