Fleiri fréttir

Skjótt skipast veður í lofti
Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir.

„Slapp vel til“
Ekki hefur ræst úr óveðri á höfuðborgarsvæði og Suðvesturlandi. Appelsínugul viðvörun var tekin úr gildi í morgun og eru nú aðeins gular viðvaranir í gildi. Búist er við bærilegu veðri í kvöld á suðversturhorninu en hvessir eftir miðnætti. Þjóðvegi hefur verið lokað á milli Hellu og Kirkjubæjarklausturs.

Appelsínugul viðvörun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu
Gefnar hafa verið út viðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun var í gildi frá klukkan 7 til klukkan 10 í dag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi.

Spámönnum ber ekki saman um nýársnótt
Enn er spáð vonskuveðri í nótt og fram á morgun en sumar veðurspár spá nú skárra veðri um nýársnótt en áður.

Snjókoma austantil og hríðarveður
Veðurstofan á von á norðaustlægri átt á landinu í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu, en tíu til fimmtán norðvetantil. Eftir hádegi bætir svo í vind, norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis, en fimmtán til 23 metrar á sekúndu suðaustanlands og á Austfjörðum.

Úrkomusvæðið færist austur eftir landinu í dag
Nokkuð hefur snjóað á Suðvestur- og Suðurlandi í nótt og mun úrkomusvæðið fara austur eftir landinu í dag. Von er á nokkurri snjókomu á Suðausturland og síðar á Austfjörðum.

Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó
Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt.

Myndasyrpa: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag
Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima.

Hæg norðlæg átt og dálítil él norðan- og austanlands
Veðurstofan spáir fremur hægri, norðlægri átt í dag, dálitlum éljum norðan- og austanlands en annars léttskýjuðu.

Frost að fjórtán stigum
Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri átt í dag og á morgun, Þorláksmessu. Reikna má með dálitlum éljum norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Þó eru um að él gætu slæðst inn á Suðurland annað kvöld.

Enn hvasst sunnantil framan af degi
Norðaustanhvassviðri undanfarinna daga er nú að mestu gengið niður, þó að enn verði allhvasst eða hvasst sums staðar sunnantil á landinu framan af degi.

Ekkert lát á norðaustanáttinni og viðvaranir í gildi
Ekkert lát er á norðaustanáttinni í dag og má reikna með hvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum norðan- og austantil á landinu og víða skafrenningi.

Gul viðvörun um allt land á morgun
Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu.

Norðaustan stormur og viðvaranir
Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi.

Appelsínugul viðvörun og kólnar fram að jólum
Appelsínugul viðvörun er í gildi á suðausturlandi á mánudag og gular viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, fyrir utan Norðurland, á mánudag og þriðjudag. Útlit er fyrir mikið frost á Þorláksmessu og aðfangadag

Búist við allt að 12 stiga frosti í dag
Vetrarveður er áfram í kortunum í dag og næstu vikuna. Í dag er spáð frosti á bilinu 3 til 12 stig.

Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun.

Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun
Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig.

Mjög kalt og frostið gæti farið niður fyrir tuttugu stig
Mjög kalt verður á landinu í dag þar sem algengar frosttölur verða á bilinu sjö til fjórtán stig. Frostið gæti þó orðið undir tuttugu stigum á stöku stað og sé líklegast að það gerist í innsveitum norðaustanlands.

Frost að fimmtán stigum í dag og kuldatíðin helst út næstu viku
Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metra á sekúndu. Má reikna með frosti þrjú til fimmtán stig og jafnvel enn kaldara á stöku stað.

Tveggja stafa frosttölur munu sjást á mælum í flestum landshlutum
Veðurstofan spáir austlægum og norðlægum vindum á landinu í dag þar sem vindhraði verður yfirleitt fremur hægur. Það er helst að það muni blása með austurströndinni þar sem vindhraði verður í kringum tíu metra á sekúndu.

Norðankaldi og dálítil él á Norður- og Austurlandi
Veðurstofan spáir norðankalda og dálitlum éljum á Norður- og Austurlandi og síðar einnig allra syðst. Annars verður léttskýjað að mestu.

Hæg norðlæg átt og frost að tíu stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Víða verður léttskýjað, en á Austurlandi verða lítilsháttar él.

Allt að tíu stiga frost
Frost verður frá núll til tíu stigum í dag en sums staðar verður frostlaust við ströndina. Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og víða léttskýjað, en lítilsháttar él á Austurlandi. Víða verður léttskýjað í dag.

Éljagangur norðan- og austantil og fremur kalt í veðri
Veðurstofan spáir norðaustan kalda eða stinningskalda í dag með éljagangi fyrir norðan og austan. Víða verður léttskýjað sunnan- og vestantil á landinu.

Fremur kalt á næstu dögum
Næstu daga verður fremur kalt, einkum þegar haft er í huga að nóvember var mjög mildur.

Frost að fimm stigum og bætir í vind á morgun
Útlit er fyrir norðaustan- og norðanátt í dag þar sem og vindur verður yfirleitt fremur hægur. Það mun þó blása með austurströndinni þar sem vindhraði gæti gægst yfir 10 metra á sekúndu.

Vindur með hægasta móti og frost að fimm stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindur verði áfram með hægasta móti og að áttin verði ýmist vestlæg eða breytileg.

Bjart að mestu en líkur á stöku skúr suðaustantil
Veðurstofan spáir fremur hægri, breytilegri átt í dag. Skýjað verður með köflum með norðurströndinni en annars að bjart að mestu.

Síðasti dagur sunnanáttarinnar í bili
Dagurinn í dag er síðasti dagurinn í bili með sunnanátt og skúrum á sunnan- og vestanverðu landinu og bjartviðri norðaustanlands.

Má reikna með öflugri hæð yfir landinu um helgina
Veðurstofan spáir sunnanátt í dag, víða tíu til átján metrum á sekúndu, með skúrum en hægari og úrkomulítið norðaustantil.