Fleiri fréttir

Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar

Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Varð fjórum að bana eftir slagsmál í brúðkaupi

Ökumaður varð þremur að bana fyrir utan veitingastað í Madríd, höfuðborgar Spánar þar sem brúðkaupsveisla fór fram. 65 ára gömul kona karlmenn á aldrinum og 60, 37 og 17 létu lífið og fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir. 

Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía

Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu.

Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli

Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns.

Neyðar­óp bárust klukku­tímum fyrir hörmungarnar

„Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint.

Læknar skilja ekki af hverju hún er enn á lífi; hefur lifað af tólf meðferðir vegna krabbameinsæxla

Spænsk kona sem hefur undirgengist meðferðir og skurðaðgerðir 12 sinnum vegna krabbameinsæxla, þar af hafa 5 verið illkynja æxli, hefur glætt vonir sérfræðinga um að verulega verði hægt að auka batahorfur og bæta meðferð krabbameinssjúklinga á næstu árum. Þeir segja óskiljanlegt að konan skuli enn vera á lífi, en hún er rétt rúmlega fertug.

Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar

Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum.

Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki

Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda.

Gangast loks við því að útvega Rússum dróna

Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Öskraði „farðu aftur til Afríku“ á annan þing­mann

Þingmaður á franska þinginu hefur verið settur í fimmtán daga bann fyrir að hafa öskrað „farðu aftur til Afríku“ á þingmann úr öðrum flokki. Hann segist ekkert hafa gert rangt og vill meina að orðin hafi beinst að stöðu flóttafólks.

Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu

Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki.

Sanna braut engar reglur með djamminu

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu.

Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku

Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands.

Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps

Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu.

Þjóð­garðs­verðir fá leyfi til að skjóta á úlfa með málningar­kúlum

Þjóðgarðsverðir í Arnheim í Hollandi hafa fengið heimild til að skjóta á úlfa með málningarkúlum (e. paint ball) í þeim tilgangi að gera dýrin fráhverf mannfólkinu. Úlfar í Hoge Veluwe-þjóðgarðinum eru sagðir orðnir hættulega óhræddir við fólk, þannig að mönnum gæti stafað ógn af þeim.

Barns­hafandi kona stungin til bana í Dan­mörku

Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi.

Imran Khan særður eftir skotárás

Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, særðist eftir að árásarmaður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad í dag. Aðrir stjórnmálamenn úr flokki Khans eru sagðir hafa særst í árásinni og einn þeirra er dáinn.

Hyggjast sekta skólastarfsmenn fyrir þátttöku í verkfallsaðgerðum

Ríkisstjóri Ontario í Kanada hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frumvarp sem stjórnvöld hafa kynnt til sögunnar, sem kveður á um að stuðningsstarfsfólk í skólum geti átt á hættu að verða sektað um 4 þúsund Kanadadollara á dag, 430 þúsund krónur, fyrir að taka þátt í verkfallsaðgerðum.

Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda.

Rússar hættir við að hætta við

Rússar hættu í gær við að hætta við þátttöku í samningi sem náðst hafði um öruggan flutning kornvöru frá Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði í gær að Rússar hefðu verið fullvissaðir um að „kornhliðið“ yrði ekki notað til að gera árásir á rússneska flotann.

Tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu

Hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að hátt hitastig, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi.

Dramatísk endur­koma Netanja­hú á loka­metrunum

Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 

Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi

Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári.

Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna

Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu.

Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu

Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær.

Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögur­stundu

Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum.

Netanja­hú gæti sest í stólinn á ný

Benjamín Netanja­hú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, gæti verið á leið í stól forsætisráðherra á ný. Gangi útgönguspár eftir er mögulegt að honum takist að mynda ríkisstjórn með hægriflokkum með naumum meirihluta.

Sjá næstu 50 fréttir