Fleiri fréttir

Fyrr­verandi Repúblikanar og Demó­kratar sam­einast í nýjum flokki

Fjöldi fyrrverandi ráðamanna og þingmanna úr röðum bæði Demókrata og Repúblikana hafa stofnað nýtt stjórnmálaafl í Bandaríkjunum. Flokkurinn mun bera heitið „Forward“ eða „Áfram“ og vonast stofnendur eftir því að ná til þeirra sem líkar ekki við tveggja flokka kerfi landsins.

Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni

Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga.

Sádar hyggjast byggja ofur­borg fram­tíðarinnar

Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hélt kynningu á Neom, fyrirhugaðri ofurborg, í vikunni. Hún mun innihalda tvo skýjakljúfa sem standa hvor á móti öðrum og teygja sig 170 kílómetra eftir Rauðahafinu. Fyrsti fasi uppbyggingarinnar nær til 2030 og mun kosta um 265 milljarða Bandaríkjadala.

Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu

Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum.

Höfundur Gaia-kenningarinnar er látinn

Breski vísindamaðurinn James Lovelock sem þekktastur er fyrir Gaia-kenninguna lést í gær. Hann fæddist þann 26. júlí árið 1908 og lést því á 103 ára afmælisdaginn.

Á­rásar­gjarni apinn fundinn og drepinn

Heimamenn í borginni Yamaguchi í Japan höfðu uppi á apa, sem hafði ráðist á tæplega fimmtíu manns í borginni, og drápu hann. Talið er að aðrir apar úr hóp hans séu þó enn lausir og hafa árásir haldið áfram eftir að apinn var drepinn.

Spán­verjar rýmka reglur fyrir er­lent verka­fólk

Spánverjar samþykktu á þriðjudag lagabreytingar sem rýmka reglugerðir fyrir erlent verkafólk án tilskilinna leyfa í von um að færa þúsundir verkafólks úr svartri atvinnu inn á opinberan vinnumarkað og koma reglu á atvinnugreinar sem glíma við manneklu. 

Telur sig hafa borið kennsl á So­mer­ton-manninn

Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu.

Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu

Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann.

Kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö á Filippseyjum

Að minnsta kosti tvö eru látin eftir að kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö reið yfir á Filippseyjum í nótt. Upptök jarðskjálftans voru á norðanmegin á stærstu eyju landsins um 300 kílómetra frá höfuðborginni Manila.

Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn

Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn.

Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim

Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998.

Luft­hansa af­lýsir nær öllum flug­ferðum frá Frankfurt og München

Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. 

Segja niður­stöður rann­sóknar á grameðlum rangar

Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni.

Ólöglega bruggað áfengi varð 28 að bana

Að minnsta kosti 28 eru látin og um sextíu alvarlega veik eftir að hafa drukkið ólöglega bruggað áfengi sem búið var að blanda með óþekktum efnum í Gujarat-fylki.

Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og My­kola­iv í nótt

Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag.

Sveppa­hringur slær heims­met

Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar.

Minnst einn látinn í röð skotárása í Kanada

Skotið var á nokkurn fjölda einstaklinga í röð skotárása í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu í morgun að sögn kanadísku lögreglunnar. Minnst einn lést í árásunum og hefur karlmaður verið handtekinn grunaður um aðild að þeim. Langley er staðsett rétt utan við Vancouver, um 40 kílómetra suðaustur af borginni.

Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar.

Seglfiskur stakk konu í Flórída

Kona var stungin af kyrrahafsseglfisk við strendur Flórída-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan var stunginn í nárann er hún stóð við hliðina á veiðimanni sem var með fiskinn á línunni. Líðan konunnar er stöðug.

Stjórnlausir eldar í Kaliforníu

Slökkviliðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ekkert gengið í baráttunni við skógareldinn sem brennur í Mariposa sýslu

Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar.

Bolsonaro sækist eftir endurkjöri en fylgið dvínar

Jair Bolsonaro forseti Brasilíu hóf kosningabaráttu sína fyrir endurkjöri í gær á kosningafundi Frjálslynda flokksins í Rio de Janeiro. Í ræðu sinni lagði Bolsonaro áherslu á guð, byssur og fjölskylduna. Hann freistar nú þess að höggva á forskot helsta keppinautar síns, sósíalistann og forsetann fyrrverandi Lula da Silva sem nýtur mun meira fylgis.

Vestur­lönd sníði reglur sínar eftir hentug­leika

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir.

Eldgos hafið í Japan

Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á.

Dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna

Tæpur tugur rússneskra milljarðamæringa hefur látist við grunsamlegar aðstæður frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Í sumum tilfellum hefur öll fjölskylda milljarðamæringanna verið myrt.

Sjá næstu 50 fréttir