Fleiri fréttir

Skóla­byggingin í Uvald­e verður rifin

Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn.

„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“

Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020.

Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur

Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“.

Draga úr notkun Bandaríkjahers á jarðsprengjum

Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag að Bandaríkjaher hætti notkun á jarðsprengjum utan Kóreuskaga. Jarðsprengjur verða þúsundum manna að bana á hverju ári, aðallega börnum.

Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu

Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega.

Spá takmörkuðum landvinningum en síðan pattstöðu

Samkvæmt umfjöllun New York Times telja embættismenn vestanhafs að myndin í Úkraínu sé að skýrast; Rússar muni líklega leggja undir sig meira svæða í austurhluta landsins en mæta harðri andspyrnu sífellt betur vopnaðra Úkraínumanna og ekki ná algjörum yfirráðum yfir Donbas.

Stóreignir bendlaðar við Pútín virðast reknar í „samvinnufélagi“

Vísbendingar eru um að hallir, snekkjur og vínekrur sem bendlaðar hafa verið við Vladímír Pútín Rússlandsforseta tengist innbyrðis og að þær séu jafnvel reknar í einhvers konar óformlegu samvinnufélagi. Verðmæti eignanna er metið á meira en 590 milljarða íslenskra króna.

Rekja byssu­kúluna sem banaði frétta­konu til Ísraela

Byssukúlan sem banaði Shireen Abu Akleh, fréttakonu al-Jazeera á Vesturbakkanum í síðasta mánuði kom frá stað þar sem ísraelskur herbílalest var stödd. Rannsókn New York Times bendir til að sérsveitarmaður hafi skotið hana til bana.

Veiddu stærsta fersk­vatns­fisk heims

Þorpsbúar í kambódísku þorpi við Mekong-ána veiddu í síðustu viku það sem talið er vera stærsta ferskvatnsfisk sögunnar. Um er að ræða þrjú hundruð kílóa stingskötu sem hefur verið nefnd „Boramy“, eða „fullt tungl“.

Dóttir Musk vill rjúfa öll tengsl við hann

Átján ára gömul transdóttir auðkýfingsins Elons Musk hefur óskað eftir að láta breyta nafni sínu, ekki aðeins til að endurspegla kynvitund sína heldur einnig til að slíta öll tengsl við föður sinn.

Verk­föll lama lestar­sam­göngur í Bret­landi

Lestarsamgöngur lömuðust í Bretlandi í morgun þegar allt að 40 þúsund starfsmenn lögðu niður störf í umfangsmestu verkfallsaðgerðum lestarstarfsmanna í landinu í heil þrjátíu ár. Verkfallið hefur áhrif á ferðir milljóna farþega.

Fjarlægðu umdeilda kosningaauglýsingu

Samfélagsmiðlarisinn Facebook fjarlægði umdeilda kosningaauglýsingu frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Missouri. Í auglýsingunni er frambjóðandinn vopnaður haglabyssu og segist ætla að veiða aðra repúblikana.

Vaktin: Hand­taka eigin stjórn­mála­mann fyrir njósnir

Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok.

Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna

Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu.

Valda­mesti maður Pól­lands hættir í ríkis­stjórninni

Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti, hefur ákveðið að segja af sér sem aðstoðarforsætisráðherra landsins til að búa flokkinn undir komandi þingkosningar sem fram fara á næsta ári.

Dregur brátt til tíðinda í stríði repúblikana gegn lofts­lags­að­gerðum

Niðurstöðu er að vænta í máli fyrir Hæstirétti Bandaríkjanna sem gæti takmarkað verulega getu alríkisstjórnarinnar til skikka orkuver til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Málið er sagt fyrsta orrustan í stærra stríði repúblikana gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og reglum stjórnvalda.

Flotborg rís við Maldíveyjar

Í tíu mínútna bátsferð frá höfuðborg Maldíveyja rís flotborg, en flotborgin á að geta hýst tuttugu þúsund manns ásamt þjónustu við þá borgarbúa sem þar setjast að. Flotborgin er andsvar stjórnvalda Maldíveyja og verktaka frá Hollandi við hækkun sjávarmáls.

Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum.

Frægur veitinga­staður sökk

Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong.

Reiknað með að Rússar hefji stórsókn

Serhiy Gadai, héraðsstjóri Luhansk-héraðs í austurhluta Úkraínu segir að rússneski herinn hafi safnað nægilega miklu liði til að hefja stórsókn í héraðinu.

Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum

Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október.

Skiluðu tönninni úr þjóð­hetju Kongó

Yfirvöld í Belgíu skiluðu í morgun tönn úr kongósku þjóð- og sjálfstæðishetjunni Patrice Lumumba í hendur aðstandenda Lumumba og yfirvalda í Austur-Kongó. Mikið hefur verið fjallað um tönnina í Belgíu síðustu ár, sem eru einu jarðnesku leifar Lumumba sem vitað er um.

Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir

Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans.

Óskarsverðlaunahafi handtekinn á Ítalíu

Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis var handtekinn vegna gruns um kynferðisofbeldi á Ítalíu í gær. Haggis er sagður neita sök en hann er nú í stofufangelsi.

Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange

Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf.

Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftir­launa­aldri

Erfitt gæti reynst að mynda starf­hæfan meiri­hluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðju­flokka for­setans er að mati stjórn­mála­fræðings á­fellis­dómur yfir helsta stefnu­máli hans um að hækka eftir­launa­aldur í Frakk­landi.

Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amason­frum­skóginum

Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna.

Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis.

Af­lýsa öllum flug­ferðum frá Brussel í dag

Búið er að aflýsa öllum fyrirhuguðum flugferðum frá Brussel í dag. Ástæðan er sögð vera langar biðraðir á flugvellinum sem hafi leitt til þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi farþega.

Japanskur dómstóll slær á vonir samkynja para

Dómstóll í Osaka í Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann gegn hjónaböndum samkynja para gangi ekki í berhögg við stjórnarskrá landsins. Japan er eina G7 ríkið sem heimilar ekki einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband.

Af­lýsingar á He­at­hrow vegna heilu fjallanna af far­angri

Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag.

Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn

Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega.

Shakira sökuð um stórfelld skattsvik

Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér.

Lík­legt að vinstri­menn felli meiri­hluta Macron

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Sjá næstu 50 fréttir