Fleiri fréttir

Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí

Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir.

Leiðtogar Talibana koma úr felum

Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl.

Heilagir nem­endur í þrjá­tíu ár

Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.

Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag

Stað­festum dauðs­föllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugar­dag fjölgaði mjög í dag. Opin­berar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað.

„Sunnudagurinn var hræðilegasti dagur lífs míns“

Afgönsk kona sem býr í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og starfaði fyrir ríkisstjórnina sem þar var við völd áður en Talibanar tóku völdin segist óttast mjög um framtíðina undir stjórn Talibana.

Allir þrír um borð taldir af eftir flug­slys í Rúss­landi

Talið er að allir þrír sem voru um borð í til­rauna­flugi rússneskrar herflugvélar hafi látist þegar hún hrapaði til jarðar á höfuðborgarsvæði Moskvu í dag. At­vikið náðist á mynd­band sem má sjá hér neðar í fréttinni.

Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju

Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum.

Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði

Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum.

Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram

Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd.

Malala hvetur ríki heims til að taka við Afgönum

Ríki heims þurfa að opna landamæri sín fyrir afgönskum flóttamönnum eftir að land þeirra féll í hendur talibana, að sögn Malölu Yousafzai sem komst naumlega lífs af þegar talibanar skutu hana í höfuðið fyrir tæpum áratug.

Konur birtast á skjánum á ný

Kvenkyns fréttaþulur birtist á skjánum á ný hjá fréttastofunni Tolo News í Afganistan í gærkvöldi en konur hafa ekki sést á skjánum frá því Talibanar náðu Kabúl höfuðborg landsins á sitt vald á sunnudag.

Stormur í kjölfar jarðskjálfta

Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust.

Mynd sýnir þétt­pakkaða her­flutninga­vél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afgan­istan

Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan.

Varði á­kvörðunina og skellti skuldinni á ráða­mennina sem flúðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna.

Forstjóri sögufrægrar Formúlu 1-brautar myrtur

Nathalie Maillet, forstjóri Spa-Francorchamps kappaktursbrautarinnar í Belgíu, fannst látin á heimili sínu í gær. Svo virðist sem að eiginmaður hennar hafi skotið hana og aðra konu til bana áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér.

Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra

Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa.

Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína

Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt.

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Trudeau boðar til kosninga á undan áætlun

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, boðaði til þingkosninga þegar tvö ár eru enn eftir af kjörtímabilinu í gær. Réttlætti hann ákvörðun sína með því að þjóðin þyrfti að fá að segja hug sinn um hvernig ætti að ljúka baráttunni gegn kórónuveirufaraldurinn.

Fimm sagðir látnir á flug­vellinum í Kabúl

Mikil ringulreið ríkir nú á flugvellinum í afgönsku höfuðborginni Kabúl eftir að þúsundir manna flykktust þangað í þeirri von að geta flúið land. Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að fimm hið minnsta séu látnir.

Gróðurinn logar og eldar ógna þúsundum heimila

Þúsundum heimila í norður Kaliforníu er nú ógnað af mestu skógareldum sem þar hafa geisað og óttast menn að þeir dreifist um allan vesturhluta ríkisins vegna óstöðugs veðurfars.

Segjast ætla að auka lífsgæði afgönsku þjóðarinnar

Mullah Baradar Akhund, annar helsti leiðtogi Talibana í Afganistan, sagði í myndbandsávarpi til afgönsku þjóðarinnar í gær að nú væri kominn tími til að sjá fyrir þjóðinni og færa líf hennar til betri vegar.

Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga

Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni.

Sjá næstu 50 fréttir