Fleiri fréttir Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. 1.7.2021 11:17 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1.7.2021 10:49 Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1.7.2021 10:41 Afhjúpa styttu af Díönu í tilefni af sextíu ára fæðingarafmælinu Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry munu síðar í dag afhjúpa styttu af móður sinni, Díönu, prinsessu af Wales, í garði Kensington-hallar. Díana, sem lést í París í ágúst 1997, hefði orðið sextug á þessum degi hefði henni enst aldur til. 1.7.2021 09:56 Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1.7.2021 08:39 Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1.7.2021 08:14 Misstu hið stolna Picasso-verk í gólfið á fréttamannafundi Málverk eftir Pablo Picasso, sem kom í leitirnar á dögunum níu árum eftir að því var stolið af Listasafni Grikklands í Aþenu, féll í gólfið á blaðamannafundi grísku lögreglunnar þegar verið var að greina frá nýjustu tíðindum af rannsókn málsins. 1.7.2021 07:59 Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1.7.2021 07:37 Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg Lögreglumaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. 1.7.2021 06:47 Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1.7.2021 06:31 Cosby kominn heim Leikarinn og grínistinn Bill Cosby er nú frjáls ferða sinna og laus úr fangelsi aðeins nokkrum klukkutímum eftir að kynferðisbrotadómi yfir honum var snúið við af Hæstarétti Pensylvaníu. Cosby myndaði friðarmerkið svokallaða, eða „V-for-victory“ eins og það er kallað í frétt AP, með annarri hendi sinni þegar hann gekk inn á heimili sitt í úthverfi Fíladelfíu í kvöld. 30.6.2021 22:45 Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30.6.2021 22:30 Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30.6.2021 20:29 Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. 30.6.2021 18:52 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30.6.2021 17:14 Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30.6.2021 16:13 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30.6.2021 12:14 Dani sýknaður af ákæru um 34 ára gamalt morð í finnskri ferju Dómstóll í Turku í Finnlandi hefur sýknað danskan karlmann af ákæru um morð sem framið var um borð í finnskri ferju árið 1987. 30.6.2021 11:16 Talningarklúður fyrir borgarstjórakosningar í New York Kjörstjórn forvals Demókrataflokksins fyrir borgarastjórakosningarnar í New York þurfti að draga til baka nýjar tölur sem hún birti eftir að í ljós kom að fleiri en hundrað þúsund sýnihorn af kjörseðlum voru ranglega talin með. 30.6.2021 11:13 Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl í síðasta lagi í dag. 30.6.2021 10:10 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30.6.2021 10:03 Samþykktu að fjarlægja brjóstmyndir og styttur úr þinghúsinu Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær ályktun sem felur í sér að fjarlægja eigi brjóstmynd af Roger Taney, fyrrverandi forseta hæstaréttar landsins, úr þinghúsinu í höfuðborginni Washington. 30.6.2021 08:08 Taívanskur drengur sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu látinn Sjö ára drengur, sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu í Taívan í vor, er látinn. Foreldrar hans ákváðu að slökkva á öndunarvél hans, en hann hafði verið í dái í um sjötíu daga. 30.6.2021 07:47 Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar. 30.6.2021 07:00 Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30.6.2021 06:55 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29.6.2021 23:05 Fékk skilaboð frá nauðgara sínum sem stendur nú frammi fyrir handtöku Lögregluþjónar í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum gáfu í dag út handtökuskipun gegn manni fyrir meinta nauðgun árið 2013. Nærri því átta ár eru síðan kona fór til lögreglunnar og sagði manninn hafa nauðgað sér en hann varð aldrei ákærður. Fyrir um ári síðan fékk hún skilaboð frá manninum sem hófust á orðunum: „Svo ég nauðgaði þér.“ 29.6.2021 20:31 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29.6.2021 18:20 Hundruðum fugla slátrað í Tógó vegna fuglaflensu Fuglaflensan H5N1 kom upp í Djagblé kantónunni steinsnar frá höfuðborginni Tomé í Tógó. Yfirvöld þar í landi hafa fyrirskipað inngripsmiklar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu flensunnar. 29.6.2021 15:51 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29.6.2021 15:48 Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29.6.2021 14:41 Geta valið hvort þeir láta bólusetja sig... en samt ekki Rússnesk stjórnvöld segja íbúum landsins frjálst að ákveða hvort þeir þiggja bólusetningu eður ei en margir eiga á hættu að missa vinnuna ef þeir segja nei. 29.6.2021 11:52 Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29.6.2021 11:34 Telja árásarmanninn hafa hneigst að íslamskri öfgahyggju Saksóknarar í Þýskalandi telja að karlmaður sem myrti þrjár konur og særði sjö alvarlega í borginni Würzburg á föstudag hafi líklega verið knúinn áfram af íslamskri öfgahyggju. Maðurinn hefur átt við geðræn vandamál að stríða. 29.6.2021 10:09 Fyrrverandi forseti dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur dæmt fyrrverandi forseta landsins, Jacob Zuma, í fimmtán mánaða fangelsi. 29.6.2021 09:19 Fundu Picasso-verk tíu árum eftir að því var stolið Lögregla í Grikklandi hefur haft uppi á málverki eftir spænska listmálarann Pablo Picasso sem stolið var af listasafni í höfuðborginni Aþenu fyrir um tíu árum síðan. 29.6.2021 08:53 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29.6.2021 08:47 Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. 29.6.2021 07:54 Óvissa eftir að forsætisráðherrann segir 40 ára og yngri geta fengið AstraZeneca Ástralir eru nú sagðir óþreyjufullir gagnvart stjórnvöldum sem hafa komið á útgöngubanni í fjórum stórborgum í kjölfar fjölgunar Covid-smita síðustu daga. Bólusetningar ganga hægt og misvísandi skilaboð berast frá yfirvöldum. 29.6.2021 07:46 FFP3 grímurnar veittu mun meiri vörn en skurðstofugrímurnar Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að því að svokallaðar FFP3 grímur veita umtalsvert meiri vörn en hefðbundar skurðstofugrímur. Samtök heilbrigðisstarfsmanna í landinu hafa löngum kallað eftir því að fá betri verndarbúnað. 29.6.2021 07:07 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29.6.2021 06:38 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28.6.2021 23:01 Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28.6.2021 21:31 Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28.6.2021 20:29 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28.6.2021 19:06 Sjá næstu 50 fréttir
Fjármálastjóri Trump gefur sig fram Búist er við því að Allen Weisselberg, fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins, verði leiddur fyrir dómara í dag eftir að hann gaf sig fram sjálfviljugur við saksóknara í New York. Hann og fyrirtækið sjálft eru ákærð fyrir skattalagabrot. 1.7.2021 11:17
Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1.7.2021 10:49
Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1.7.2021 10:41
Afhjúpa styttu af Díönu í tilefni af sextíu ára fæðingarafmælinu Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry munu síðar í dag afhjúpa styttu af móður sinni, Díönu, prinsessu af Wales, í garði Kensington-hallar. Díana, sem lést í París í ágúst 1997, hefði orðið sextug á þessum degi hefði henni enst aldur til. 1.7.2021 09:56
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1.7.2021 08:39
Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1.7.2021 08:14
Misstu hið stolna Picasso-verk í gólfið á fréttamannafundi Málverk eftir Pablo Picasso, sem kom í leitirnar á dögunum níu árum eftir að því var stolið af Listasafni Grikklands í Aþenu, féll í gólfið á blaðamannafundi grísku lögreglunnar þegar verið var að greina frá nýjustu tíðindum af rannsókn málsins. 1.7.2021 07:59
Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1.7.2021 07:37
Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg Lögreglumaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. 1.7.2021 06:47
Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1.7.2021 06:31
Cosby kominn heim Leikarinn og grínistinn Bill Cosby er nú frjáls ferða sinna og laus úr fangelsi aðeins nokkrum klukkutímum eftir að kynferðisbrotadómi yfir honum var snúið við af Hæstarétti Pensylvaníu. Cosby myndaði friðarmerkið svokallaða, eða „V-for-victory“ eins og það er kallað í frétt AP, með annarri hendi sinni þegar hann gekk inn á heimili sitt í úthverfi Fíladelfíu í kvöld. 30.6.2021 22:45
Kínverjar sagðir byggja fjölda byrgja fyrir langdrægar eldflaugar Kínverjar eru sagðir vera að byggja allt að 119 eldflaugabyrgi í eyðimörk í vesturhluta landsins. Byrgi þessi gætu hýst langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. 30.6.2021 22:30
Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30.6.2021 20:29
Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. 30.6.2021 18:52
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30.6.2021 17:14
Að minnsta kosti sextán látnir í blokkinni á Flórída Fjögur lík til viðbótar fundust í rústum Champlain-íbúðablokkarinnar á Flórída í gærkvöldi og er staðfest tala látinna nú orðin sextán. Hátt á annað hundrað manns er þí enn saknað tæpri viku eftir að blokkin hrundi. 30.6.2021 16:13
Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30.6.2021 12:14
Dani sýknaður af ákæru um 34 ára gamalt morð í finnskri ferju Dómstóll í Turku í Finnlandi hefur sýknað danskan karlmann af ákæru um morð sem framið var um borð í finnskri ferju árið 1987. 30.6.2021 11:16
Talningarklúður fyrir borgarstjórakosningar í New York Kjörstjórn forvals Demókrataflokksins fyrir borgarastjórakosningarnar í New York þurfti að draga til baka nýjar tölur sem hún birti eftir að í ljós kom að fleiri en hundrað þúsund sýnihorn af kjörseðlum voru ranglega talin með. 30.6.2021 11:13
Óttast að þúsundir gætu misst réttindi í Bretlandi Frjálsri för Evrópubúa í Bretlandi og Breta í Evrópu lýkur á morgun. Félagasamtök í Bretlandi óttast að þúsundir evrópskra borgara sem búa gætu misst ýmis réttindi því þeir átta sig ekki á að þeir þurftu að sækja um áframhaldandi dvöl í síðasta lagi í dag. 30.6.2021 10:10
Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30.6.2021 10:03
Samþykktu að fjarlægja brjóstmyndir og styttur úr þinghúsinu Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær ályktun sem felur í sér að fjarlægja eigi brjóstmynd af Roger Taney, fyrrverandi forseta hæstaréttar landsins, úr þinghúsinu í höfuðborginni Washington. 30.6.2021 08:08
Taívanskur drengur sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu látinn Sjö ára drengur, sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu í Taívan í vor, er látinn. Foreldrar hans ákváðu að slökkva á öndunarvél hans, en hann hafði verið í dái í um sjötíu daga. 30.6.2021 07:47
Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar. 30.6.2021 07:00
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30.6.2021 06:55
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29.6.2021 23:05
Fékk skilaboð frá nauðgara sínum sem stendur nú frammi fyrir handtöku Lögregluþjónar í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum gáfu í dag út handtökuskipun gegn manni fyrir meinta nauðgun árið 2013. Nærri því átta ár eru síðan kona fór til lögreglunnar og sagði manninn hafa nauðgað sér en hann varð aldrei ákærður. Fyrir um ári síðan fékk hún skilaboð frá manninum sem hófust á orðunum: „Svo ég nauðgaði þér.“ 29.6.2021 20:31
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29.6.2021 18:20
Hundruðum fugla slátrað í Tógó vegna fuglaflensu Fuglaflensan H5N1 kom upp í Djagblé kantónunni steinsnar frá höfuðborginni Tomé í Tógó. Yfirvöld þar í landi hafa fyrirskipað inngripsmiklar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu flensunnar. 29.6.2021 15:51
Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29.6.2021 15:48
Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29.6.2021 14:41
Geta valið hvort þeir láta bólusetja sig... en samt ekki Rússnesk stjórnvöld segja íbúum landsins frjálst að ákveða hvort þeir þiggja bólusetningu eður ei en margir eiga á hættu að missa vinnuna ef þeir segja nei. 29.6.2021 11:52
Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. 29.6.2021 11:34
Telja árásarmanninn hafa hneigst að íslamskri öfgahyggju Saksóknarar í Þýskalandi telja að karlmaður sem myrti þrjár konur og særði sjö alvarlega í borginni Würzburg á föstudag hafi líklega verið knúinn áfram af íslamskri öfgahyggju. Maðurinn hefur átt við geðræn vandamál að stríða. 29.6.2021 10:09
Fyrrverandi forseti dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi Hæstiréttur í Suður-Afríku hefur dæmt fyrrverandi forseta landsins, Jacob Zuma, í fimmtán mánaða fangelsi. 29.6.2021 09:19
Fundu Picasso-verk tíu árum eftir að því var stolið Lögregla í Grikklandi hefur haft uppi á málverki eftir spænska listmálarann Pablo Picasso sem stolið var af listasafni í höfuðborginni Aþenu fyrir um tíu árum síðan. 29.6.2021 08:53
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29.6.2021 08:47
Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. 29.6.2021 07:54
Óvissa eftir að forsætisráðherrann segir 40 ára og yngri geta fengið AstraZeneca Ástralir eru nú sagðir óþreyjufullir gagnvart stjórnvöldum sem hafa komið á útgöngubanni í fjórum stórborgum í kjölfar fjölgunar Covid-smita síðustu daga. Bólusetningar ganga hægt og misvísandi skilaboð berast frá yfirvöldum. 29.6.2021 07:46
FFP3 grímurnar veittu mun meiri vörn en skurðstofugrímurnar Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að því að svokallaðar FFP3 grímur veita umtalsvert meiri vörn en hefðbundar skurðstofugrímur. Samtök heilbrigðisstarfsmanna í landinu hafa löngum kallað eftir því að fá betri verndarbúnað. 29.6.2021 07:07
Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29.6.2021 06:38
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28.6.2021 23:01
Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28.6.2021 21:31
Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“ Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns. 28.6.2021 20:29
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28.6.2021 19:06