Fleiri fréttir

Björgunarpakki og fjárlög marki tímamót fyrir ESB

Leiðtogar ESB segja fjárlög sambandsins og risa björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins marka tímamót í sögu Evrópu. 800 milljarða evra björgunaraðgerðir tryggi vonandi enduruppbyggingu álfunnar.

„Ekki fara sænsku leiðina“

Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga.

Gíslataka í rútu í Úkraínu

Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“.

Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum

Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál.

Björgunarpakkinn klassískt dæmi um hlutverk Evrópusambandsins

Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins.

Ákæra gefin út í 35 ára gömlu óupplýstu morðmáli

Sígarettustubbar og fingraför sem fundust á vettvangi morðsins á Paul Aikman árið 1985 hafa orðið til þess að hinn 55 ára gamli Earl Wilson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa stungið Aikman til bana.

Samkomulag um björgunarpakkann í höfn

Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn.

Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn

Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum.

Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar

Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð.

Bóluefni Oxford-háskóla sagt gefa góða raun

Tilraunir á mönnum benda til þess að nýtt bóluefni sem Oxford-háskóli hefur unnið að gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sé öruggt og þjálfi ónæmiskerfi til þess að berjast gegn veirunni. Frekari tilraunir standa fyrir dyrum og of snemmt er sagt að meta virkni bóluefnisins.

Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu

Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum.

Dulbúinn maður skaut son dómara til bana

Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið.

Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox

Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra.

Tvö börn myrt í Lørenskógi

Tvö börn fundust látin í íbúð í Lørenskógi í grennd við norsku höfuðborgina Ósló í gærmorgun. Faðir barnanna hefur stöðu grunaðs í málinu.

Konungur Sádi-Arabíu lagður inn á sjúkrahús

Salman bin Abdulaziz, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í Ríad vegna bólgu í gallblöðru. Konungurinn, sem er 84 ára gamall, gengst nú undir rannsóknir, að sögn ríkisfréttastofu landsins.

Furstadæmin á leið til Mars í fyrsta sinn

Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur sett stefnuna á rauðu plánetuna Mars en könnunarhnettinum Hope var skotið á loft japönsku geimstöðinni Tanegashima í gær.

Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong

Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar.

Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar.

Yfir 600 þúsund látist í faraldrinum

Faraldur kórónuveirunnar fer enn hörðum höndum um heimsbyggðina þrátt fyrir að í sumum ríkjum hafi góður árangur náðst með sóttvörnum. Yfir 600.000 manns hafa nú látist í faraldrinum.

Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring

Kórónuveirusmitum á heimsvísu hefur aldrei fjölgað jafn mikið og síðasta sólarhring, samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á 24 klukkustundum hafa 259.848 greinst með veiruna.

Höfðu loks hendur í hári „Svartaskógar-Rambo“

Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau.

John Lewis látinn

John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn.

Kafteinn Tom Moore hlaut riddaratign

Kafteinn Tom Moore hefur verið sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til bresku heilsugæslunnar NHS.

Konunglegt brúðkaup fór fram í kyrrþey

Beatrice prinsessa hefur gengið að eiga ítalskan unnusta sinn Edoardo Mapelli Mozzi. Ólíkt öðrum konunglegum brúðkaupum Bretlands voru hátíðarhöld hófleg og var dagsetning brúðkaupsins ekki tilkynnt.

Sjá næstu 50 fréttir