Fleiri fréttir

Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi

Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt.

Pólverjar loka landamærum sínum

Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi.

Danir loka landinu

Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn

Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna.

Tékkar loka landa­mærunum

Stjórnvöld í Tékklandi hafa bannað komu erlendra ríkisborgara til landsins frá mánudeginum vegna kórónuveirufaraldursins. Flestum Tékkum verður sömuleiðis meinað að ferðast til útlanda.

Chelsea Manning sleppt aftur úr haldi

Bandarískur dómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, sem er þekktust fyrir að hafa lekið gríðarlegu magni gagna til Wikileaks, yrði leyst tafarlaust úr haldi.

Norðmenn loka skólum

Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar.

Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna

Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál.

Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur.

Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi

New York Times birti umfjöllun um að grísk stjórnvöld rækju leynifangelsi þar sem flóttafólki fengi hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram hælisumsókn. Talsmaður grískra stjórnvalda hafnar því alfarið.

Weinstein dæmdur í 23 ára fangelsi

Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn, hefur verið dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum.

Bernie í bölvuðu basli

Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders.

Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi

Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann.

Í sóttkví með líki eiginmanns síns

Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu.

Biden-lestin á fullu skriði

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust.

Sjá næstu 50 fréttir