Fleiri fréttir

Skólahaldi aflýst í Madríd

Skólastarfi á öllum skólastigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Bandarískir hermenn flykkjast burt frá Afganistan

Bandarískir hermenn eru nú á heimleið frá Afganistan í þúsundatali, afturköllun hermannanna er liður í friðarsamningi Bandaríkjanna og Talíbana sem undirritaður var í lok síðasta mánaðar.

Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði

Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm.

Staðan að skána í Kína

Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja.

Sex látnir í fangaóeirðum á Ítalíu

Óánægja með ráðstafanir til að takmarka útbreiðslu kórónuveiru í yfirfullum fangelsum Ítalíu varð kveikja að óeirðum í hátt í þrjátíu fangelsum. Sex fangar létust þegar þeir brutust inn á sjúkrastofu og tóku of stóran skammt af kvalastillandi lyfi í Modena.

Max von Sydow látinn

Fjölskylda sænska leikarans Max von Sydow tilkynnti að hann andaðist í gær. Hann lék meðal annars í ellefu kvikmyndum samlanda síns Ingmars Bergman.

Erdogan til fundar við leið­toga ESB

Tyrklandsforseti mun ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar sambandsins í kvöld.

Smitum fækkar hratt í Kína

Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna.

Ætla að loka Langbarðalandi

Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa.

Tveir látnir í Bret­landi af völdum kórónu­veirunnar

Karlmaður á níræðisaldri lést í Bretlandi á fimmtudag fljótlega eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir hafa nú látið lífið í Bretlandi eftir að hafa greinst með veiruna en hann er sagður hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma.

Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja

Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna.

Ráðherra talinn hafa afbakað niðurstöður Mueller

Trúverðugleiki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu var dreginn verulega í efa í dómsmáli í gær. Alríkisdómari vill meta sjálfur hvort ráðuneytið hafi ritskoðað skýrslu Roberts Mueller af heilindum.

Romney gæti farið aftur gegn Trump

Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney virðist lítið hrifinn af tilraunum samflokksmanna sinna við að endurvekja ásakanir um spillingu gegn Joe Biden og syni hans Hunter í tengslum við úkraínska orkufyrirtækið Burisma Holdings.

Nýr Marsjeppi fær nafnið „Þrautseigja“

Þrettán ára gamall skólapiltur á heiðurinn á nafninu á nýjasta Marsjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance].

Vopnahlé tekið gildi í Idlib

Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja.

Skortur á veiruprófum í Bandaríkjunum

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú viðurkennt skort á prófum til að skera úr um hvort fólk sé með kórónuvírusinn eða ekki en smituðum fer nú fjölgandi austur, jafnt sem vesturströnd ríkisins.

Sjá næstu 50 fréttir