Fleiri fréttir

Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker

Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Beto O'Rourke fundaði með hælisleitendum sem vísað hefur frá Bandaríkjunum

Beto O'Rourke, einn þeirra fimmtán sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næsta árs, fór í dag í heimsókn til Mexíkó og hitti þar fyrir fjölskyldur sem freistað hafa þess að komast yfir til Bandaríkjanna en hefur verið snúið til baka.

Gefur lítið fyrir ummæli Carter

Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefur lítið fyrir ummæli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Demókratans Jimmy Carter, um lögmæti kjörs Trump árið 2016.

Tveir böðlar ráðnir á Srí Lanka

Sri Lanka hyggst taka fjóra menn af lífi fyrir fíkniefnalagabrot og hafa tveir menn verið ráðnir til þess að taka mennina af lífi.

Mótmælendur í Súdan varaðir við afleiðingum skemmdarverka

Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist.

„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“

Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.

Allra augu á Trump

Fundur G20-ríkjanna hófst í Japan í gær. Don­ald Trump sagði Vlad­ímír Pútín að skipta sér ekki af kosningum. Trump á fund með Xi Jinping í dag um tolla­stríð ríkjanna og nýjan fríverslunarsamning.

Viðræðurnar árangurslausar

Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015.

Trump segist vilja taka í spaðann á Kim

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in.

Veiddu 40 tonn af netum úr Kyrrahafinu

Hópur bandarískra umhverfissinna gerði fyrr í mánuðinum út bát frá Honolulu í Hawaii og hófust handa við að leggja sitt að mörkum með því að hreinsa upp hluta Kyrrahafsins.

Tveir látnir á Spáni vegna hitabylgjunnar

Maðurinn var við störf á akri þegar hann fann skyndilega fyrir miklum svima vegna hitans. Hann greip til þess ráðs að hoppa í kalda sundlaug til að kæla sig niður en þá fékk hann krampakast. Verkamaðurinn var úrskurðaður látinn á Reina Sofía-spítalanum klukkan 13:25 að staðartíma í dag.

Jimmy Carter efast um lögmæti kjörs Trumps

Ummæli Carters hafa vakið mikla athygli en virtir blaða- og fréttamenn eins og Nicholas Kristof hjá New York Times og Maggie Haberman, sem er einnig dálkahöfundur og blaðamaður New York Times, hafa deilt frásögninni.

Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi

Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi.

Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi

Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá.

Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum

Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni.

Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum

Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi.

Vaknaði með spúandi hver í garðinum

Íbúi í nýsjálenska bænum Rotorua vaknaði aðfaranótt miðvikudags við dynki og ókyrrð – og gerði strax ráð fyrir að jarðskjálfti stæði yfir.

Rauð viðvörun vegna hitans

Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu.

Helmingur íbúa vill úr landi

Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic.

Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum

Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Sjá næstu 50 fréttir