Fleiri fréttir

Macron kynnir frambjóðendur sína í dag

Um hádegisbil hyggst Emmanuel Macron kynna frambjóðendur flokks síns, Republique en Marche, til þings. Þingkosningar fara fram í Frakklandi eftur um mánuð.

Til í að heimsækja Norður-Kóreu

Moon Jae-in, nýr forseti Suður-Kóreu, hét því í gær í innsetningarávarpi sínu að bæta samskiptin við Norður-Kóreu. Þá sagðist hann jafnframt viljugur til þess að fara í opinbera heimsókn til nágrannans í norðri undir réttum kringumstæðum.

Hin ástralska Unnur Brá

Larissa Waters, ástralskur öldungadeildarþingmaður, fetaði í gær í fótspor Unnar Brár Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hún var með nýfætt barn sitt á brjósti í þingsal.

Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft

Foreldri fái rétt á við ríkisborgara

Foreldri barna með ríkisborgararétt Evrópusambandsríkja eiga að njóta sömu réttinda og ríkisborgarar ríkja innan Evrópusambandsins. Þetta staðfesti dómur Evrópudómstólsins í gær í máli venesúelskrar konu sem á barn með hollenskan ríkisborgararétt.

Námskeið fyrir ungmenni með þunglyndi

Sex sveitarfélög í Danmörku hafa undanfarna mánuði efnt til námskeiða fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára þar sem kennt er að takast á við kvíða og þunglyndi. Áður hafði verið boðið upp á slík námskeið fyrir fullorðna í 51 sveitarfélagi með góðum árangri.

Laxalús ógnar enn fiskeldinu

Stærstu áskoranirnar í norsku fiskeldi varðandi umhverfismál eru enn laxalús og það að fiskur skuli sleppa úr kvíunum. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu hafrannsóknastofnunarinnar í Noregi um áhættuna í fiskeldi.

Stjórnin í Kósóvó er fallin

Meirihluti þingmanna í Kósóvó greiddu í morgun atkvæði með vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn forsætisráðherrans Isa Mustafa

Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur

James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum.

Að duga eða drepast fyrir Jeremy Corbyn

Kosningabarátta Verkamannaflokksins í Bretlandi hófst formlega í gær. Vinsældir Theresu May áberandi í kosningabaráttu Íhaldsflokksins. Jeremy Corbyn segist ekki ætla að segja af sér ef hann tapar. Íhaldsflokkurinn mælist með nítján pró

Finnar draga úr drykkjunni

Finnar drekka nú minna áfengi en áður. Ölvunardrykkja Finna hefur einnig minnkað samkvæmt könnun finnsku lýðheilsustofnunarinnar.

Betla fyrir ferðalögunum

Ungir, vestrænir bakpokaferðalangar sjást æ oftar úti á götu eða á flugvöllum í Suðaustur-Asíu með betliskilti.

Ósáttir við að geta ekki kosið með hjartanu

"Ég er mjög ánægður með að hún tapaði. Hún hefði mátt tapa meiru,“ segir Björn Bjarnason um LePen. Fróðlegt verði að fylgjast með nýkjörnum forseta og flokki hans. Mikil stemning var í París á sunnudag.

Sjá næstu 50 fréttir