Erlent

523 látnir eftir jarðskjálftann í Tyrklandi

Alls hafa 185 manns verið bjargað úr húsarústum í Tyrklandi.
Alls hafa 185 manns verið bjargað úr húsarústum í Tyrklandi. mynd/AFP
Tyrkneskir fjölmiðlar segja nú að 523 hafi látið lífið í kjölfar jarðskjálftans sem gekk yfir austurhluta landsins um helgina. Að auki særðust 1.650 manns. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,2 stig.

Björgunarmenn eru enn að draga fólk úr rústunum, ýmist á lífi eða látið. Í gær var 27 ára kennara bjargað úr rústunum ásamt 18 ára pilti. Samkvæmt nýjustu tölum frá neyðarstofnunum í Tyrklandi hafa 185 manns verið bjargað úr húsarústunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×