Fleiri fréttir Hefur borðað 25 þúsund Big Mac yfir ævina Margir Íslendingar sakna þess að geta ekki fengið sér McDonald's hamborgara hér á landi eftir að skyndabitakeðjan hætti starfsemi hér á landi. Þó einhverjir hafi borðað fleiri hundruð hamborgara frá keðjunni þá hefur eflaust enginn tærnar sem Bandaríkjamaðurinn Don Gorske hefur hælana. Því hann borðaði sinn 25 þúsundasta Big Mac í dag. 17.5.2011 21:11 Hvolpur féll af himni ofan Hvolpur féll af himni ofan í Vancouver í Kanada á dögunum eftir að örn missti hann úr klóm sínum. 17.5.2011 20:00 Þrjátíu ár fyrir þjóðarmorð Fyrrverandi yfirmaður hersins í Rwanda hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í þjóðarmorðinu árið 1994. Þá voru myrtir um 800 þúsund manns af ættbálki tútsa sem eru í minnilhuta í landinu. 17.5.2011 14:41 Refsað fyrir að þegja um kynmök í skólarútu Móðir í Ohio í Bandaríkjunum er ósátt við að 14 ára dóttur hennar skuli refsað fyrir að tilkynna ekki strax um að hún hefði séð tvö skólasystkini sín eiga kynmök í skólarútunni. Saundra Roundtree sagði Associated Press fréttastofunni að dóttir hennar hefði verið í skólaferðalagi. 17.5.2011 13:47 Hröktu sjóræningja á flótta Æ fleiri skipafélög setja nú vopn um borð í skip sín til þess að verjast árásum sjóræningja undan ströndum Afríku. Meðal þeirra er danska skipafélagið Maersk. Um síðustu helgi hröktu öryggisverðir á einu skipi félagsins sjóræningja á flótta með aðvörunarskotum. 17.5.2011 11:44 Norðmenn krafðir svara um flóttamenn Stjórnvöld á Sri Lanka hafa krafið Norðmenn skýringa á því að þeir hafa hjálpað tólf Tamílum að flýja land og veitt þeim pólitískt hæli í Noregi. Blóðugri borgarastyrjöld lauk á Sri Lanka fyrir tveim árum þegar stjórnarherinn gersigraði Tamíltígrana svokölluðu og drap alla leiðtoga þeirra. 17.5.2011 11:41 Gáfaðir eins og plankar Að planka er nýtt æði í Ástralíu. Það felst í því að menn leggjast einhversstaðar á magann og liggja þar stífir eins og plankar meðan teknar eru myndir af afrekinu. Sumir leggjast á garðbekki. 17.5.2011 10:33 Samsæriskenningar í kringum handtöku Strauss-Khan Samsæriskenningar í tengslum við handtöku Dominique Strauss-Khan forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru töluvert til umfjöllunar í frönskum fjölmiðlum í morgun. 17.5.2011 07:48 Miklar truflanir á lestarferðum á Sjálandi Miklar truflanir hafa verið á lestarkerfinu á Sjálandi í Danmörku í morgun. Margar lestanna keyra aðeins á 20 mínútna fresti í stað fimm mínútna og sumar lestir keyra alls ekki. 17.5.2011 07:18 Gífurlegar öryggisráðstafanir á Írlandi vegna Bretadrottningar Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á Írlandi vegna opinberrar heimsóknar Elísabetar Bretadrottningar til landsins í dag. 17.5.2011 07:15 Strauss-Kahn í hinu alræmda Riker Island fangelsi Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið fluttur í fangaklefa í hinu alræmda Riker Island fangelsi í New York. Þar mun hann dvelja fram á föstudag. 17.5.2011 07:04 Fjórir fluttir á spítala eftir skinkurifrildi Ástæðurnar fyrir því að fólk fer að rífast eru margar hverjar óvenjulegar og sumar eru óskiljanlegar. Frekar óvenjulegt atvik kom upp í stórverslun í bænum Livorno á Ítalíu á dögunum þegar fjórir voru fluttir á spítala eftir rifrildi um skinku. 16.5.2011 20:00 Ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna Viðskiptajöfurinn Donald Trump tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum á næsta ári. Orðrómur hefur verið uppi síðustu mánuði um að hann ætlaði að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikaflokksins. 16.5.2011 17:36 Strauss-Kahn úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York, sakaður um gróf kynferðisbrot . Hann kemur aftur fyrir dómara hinn tuttugasta þessa mánaðar. 16.5.2011 16:46 Óvenju róstusamt á landamærum Ísraels á afmælisdaginn Fréttaskýrandi BBC í Líbanon veltir fyrir sér hvort mótmæli á landamærum Ísraels, Sýrlands og Líbanons um helgina hafi að einvherju leyti verið að undirlagi stjórnvalda í Sýrlandi og Hizbolla í Líbanon. Stofnunar Ísraelsríkis árið 1948 var minnst hinn 14. þessa mánaðar. 16.5.2011 15:34 Ótti um yfirvofandi sprengjuárás í London Óttast var að sprengjuárás væri yfirvofandi í miðborg Lundúna í morgun. Lögregluyfirvöld staðfesta þetta en nokkrum götum á svæðinu var lokað. Talið er að hótun hafi borist frá írskum aðskilnaðarsinnum þótt það hafi ekki fengist staðfest. Heimildir BBC herma að hótunin hafi borist í gærkvöldi. Engin sprengja hefur þó fundist og er almenningur hvattur til að halda áfram sínu daglega amstri, en að vera á varðbergi. 16.5.2011 13:28 Bein útsending frá síðasta geimskoti Endeavour Geimskutlan Endeavour fer í sína síðustu geimför núna klukkan eitt. Geimskutlur NASA eru núna að ljúka þjónustu sinni og nú er komið að Endeavour að fara í sína hinstu för. Leiðangursstjóri í ferðinni er Mark Kelly, en hann er eiginmaður Gabrielle Giffords, bandarísku þingkonunnar sem skotið var í höfuðið í Arizona í janúar. 16.5.2011 12:45 Vilja handtaka Gaddafí og draga fyrir rétt Saksóknari við Alþjóðlega glæpadómstóllinn í Haag vill gefa út handtökuskipun á einræðisherra Líbíu, Múammar Gaddafí og nánustu samverkamenn hans. Saksóknarinn, Luis Moreno-Ocampo, vill koma böndum á Gaddafí og einnig son hans Seif al-Islam og Abdullah al-Sanusi yfirmann leyniþjónustunnar. 16.5.2011 11:27 Rýmdu tvo skóla í Óðinsvéum vegna sprengjuhótunnar Tveir framhaldsskólar í Óðinsvéum á Fjóni í Danmörku voru rýmdir í morgun í kjölfar sprengjuhótunnar. 16.5.2011 07:59 Dularfullt hvarf styttu af Konfúsíusi veldur vangaveltum Dularfullt hvarf tæplega 10 metra háar styttu af Konfúsíusi frá Torgi hins himneska friðar í Bejing hefur valdið miklum vangaveltum. 16.5.2011 07:18 Dýragarður aflar fjár með sölu á fílataði Forráðamenn dýragarðsins í Prag í Tékklandi hafa fundið nýstárlega aðferð til fjáröflunnar. Þeir selja dósir með fílataði og seljast þær eins og heitar lummur að því er segir í fréttaskeyti frá AP fréttastofunni. 16.5.2011 06:57 Um 25 þúsund manns flýja undan flóðum Um 25 þúsund íbúa á fenjasvæðum í Luisiana ríkis í Bandaríkjunum hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 16.5.2011 06:53 Fundu 27 höfuðlaus lík í Guatemala Höfuðlaus lík 25 karla og tveggja kvenna hafa fundist við bóndabæ í Guatemala nálægt landamærunum að Mexíkó. 16.5.2011 06:51 Bretadrottning heimsækir Írland í fyrsta sinn á ferlinum Söguleg stund verður á Írlandi á morgun en þá kemur Elísabet bretadrottning í fyrsta sinn í heimsókn til landsins. 16.5.2011 06:45 Strauss-Kahn leiddur í járnum út af lögreglustöð Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var leiddur í járnum út af lögreglustöð í Harlem í New York í nótt. 16.5.2011 06:40 Lipsky stýrir AGS John Lipsky er starfandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eins og fram hefur komið var framkvæmdastjórinn, Dominique Strauss Kahn, handtekinn í gærkvöld og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hótelþernu í New York. 15.5.2011 19:44 Hver er þessi Dominique Strauss-Kahn? Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mun neita því að hafa framið kynferðisbrot gegn hótelþernu þegar að hann verður færður fyrir dómara í dag. Þetta segja verjendur hans í samtali við CNN. Hann var handtekinn í gær vegna meints brots og ákærður í morgun. 15.5.2011 15:34 Níu ára tekinn fyrir ölvunarakstur Níu ára gamall drengur í Cumbria á Englandi hefur verið handtekinn fyrir ölvunarakstur, samkvæmt lögregluskýrslum sem breska blaðið Sunday Telegraph vísar til. Blaðið segir að drengurinn hafi ekki verið nafngreindur vegna barnaverndalaga. Öndunarsýni hafi verið tekin af honum og honum hafi verið haldið um stund í gæslu lögreglunnar. 15.5.2011 15:03 Átök á Gasaströndinni Ísraelskar hersveitir hófu skothríð á hóp Palestínumanna á Gasaströndinni í morgun. Fimmtán særðust í skotárásinni, samkvæmt frásögn fréttastofu BBC af atburðarrásinni. Þá hófu Ísraelar einnig skotárásir á hópa við landamæri Sýrlands og á Gólanhæðum. Þar særðust líka nokkrir. Þá hefur líka skorist í brýnu milli Ísraelsmanna og Palestínumanna í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Adham Abu Salmiya, heilbrigðisráðherra Palestínumanna, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að allir þeir sem hefðu orðið fyrir árás á Gasaströndinni væru undir átján ára aldri. 15.5.2011 11:29 Verjandi Strauss-Kahn varar við fjölmiðlasirkus Verjandi Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar fólk við því að dæma skjólstæðing sinn of fljótt. Strauss-Kahn var handtekinn í gær. Hann er sakaður um að hafa nauðgað hótelþernu í New York í gær og hefur verið ákærður vegna málsins. 15.5.2011 11:13 AGS tjáir sig ekki um mál framkvæmdastjórans Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekkert tjá sig um mál framkvæmdastjóra sjóðsins, sem var handtekinn í gær. 15.5.2011 10:18 Vill auka loftárásir á Líbíu Æðsti yfirmaður breska hersins segir Atlantshafsbandalagið verða að auka herstyrk sinn í Líbíu með því að aflétta hömlum sem sett hafa verið á skotmörk í loftárásum. 15.5.2011 10:00 Framkvæmdastjóri AGS ákærður fyrir nauðgun Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, var handtekinn í New York í Bandaríkjunum í gærkvöld, sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í borginni. 15.5.2011 09:01 Framkvæmdastjóri AGS handtekinn vegna kynferðisbrots Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn í New York í dag. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn hótelþernu, eftir því sem fram kemur á vef The New York Times. 14.5.2011 23:51 Danir stefna á sigur í Eurovision Frændur vorir, Danir, taka Eurovision söngvakeppninni ekki af neinni léttúð þetta árið. Þeir stefna á sigur í keppninni. Fréttavefur Jyllands Posten segir að í ellefu daga hafi danska grúppan, sem heitir A Friend In London, verið í Dusseldorf, æft og talað við fjölmiðla. 14.5.2011 19:36 Dylan sakaður um að svíkja málstaðinn Söngvarinn Bob Dylan hafnar því með öllu að stjórnvöld í Kína hafi ritskoðað tónlist sem hann flutti á tónleikum þar í landi. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir það að hafa látið yfirvöld í landinu í té lista yfir þau lög sem hann flutti áður en tónleikarnir hófust. Með þessu var Dylan sakaður um að hafa svikið hippamálstaðinn sem hann varð frægur fyrir þegar byrjaði að flytja tónlist á sjöunda áratug síðustu aldar. Dylan segist ekkert hafa vitað um neina ritskoðun og hann hafi flutt alla þá tónlist sem hann hafi í upphafi ætlað sér að flytja. 14.5.2011 13:51 Taivan fagnar húnafullri pandabirnu Mikil gleði ríkir í Taívan en frægasta Panda-birna landsins, Yuan Yuan, er sögð húnafull. Talsmenn Taipei dýragarðsins segja hana sofa mikið, borða lítið og óvenjulega pirraða. Yuan Yuan var send í tæknifrjóvgun í febrúar því pandabjörninn í dýragarðinum, Tuan Tuan, sýndi henni lítinn sem engan áhuga. 14.5.2011 10:01 Telja sig hafa fundið Monu Lisu Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið gröf konunnar sem sögð er vera Mona Lisa á málverki Leonardo da Vinci. 13.5.2011 13:50 Google spáir Íslandi 12. sæti Google spáir Íslandi 12. sæti í Eurovision á morgun, en Þýskaland er líklegasti sigurvegarinn. 13.5.2011 13:33 Norðmenn í leynilegum flóttamannaflutningum Norðmenn hafa leynilega í tvö ár hjálpað stjórnarandstæðingum að komast frá Sri Lanka og veitt þeim pólitískt hæli í Noregi. Tvö ár eru liðin frá því blóðugu borgarastríði lauk í landinu. 13.5.2011 11:07 Milljarðamæringur sneri á ættingjana áður en hann dó Ættingjar bandarísks auðjöfurs fá nú loksins að njóta auðæva karlsins, 92 árum eftir að hann lést. 13.5.2011 10:53 Ashton Kutcher tekur við af Charlie Sheen Arftaki Charlie Sheen í þáttunum Two And A Half Man er fundinn. Það er enginn annar en hjartaknúsarinn Ashton Kutcher. 13.5.2011 10:12 Cameron beitir sér í máli Madeleine Lundúnalögreglan ætlar nú að beita sérþekkingu sinni við að rannsaka hvarfið á Madeleine McCann. Á dögunum voru átta ár liðin frá fæðingu stúlkunnar en hún hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007 þá þriggja ára gömul. 13.5.2011 08:33 Hefnt fyrir dauða Bin Ladens Sjötíu og þrír létust þegar tvær sprengjur sprungu í herskóla í Norðvestur Pakistan í gærkvöldi. Tugir slösuðust að auki í sprengingunum en talíbanar hafa lýst ábyrgð ódæðisins á hendur sér. Þeir segjast hafa verið að hefna fyrir drápið á Osama bin Laden í byrjun mánaðarins. Sprengjurnar sprungu þegar hópur nýliða var að stíga upp í rútur á leið í frí eftir að hafa lokið fyrstu önn við skólann. 13.5.2011 08:01 Skjálftinn á Spáni fjarri íslendingabyggð Átta manns létu lífið og um 15 þúsund misstu heimili sín í bænum Lorca á suðaustur Spáni þegar jarðskjálfti að styrkleika 5,2 á Richterskala reið þar yfir í gær. Um 86 þúsund íbúar eru í bænum. 12.5.2011 11:36 Sjá næstu 50 fréttir
Hefur borðað 25 þúsund Big Mac yfir ævina Margir Íslendingar sakna þess að geta ekki fengið sér McDonald's hamborgara hér á landi eftir að skyndabitakeðjan hætti starfsemi hér á landi. Þó einhverjir hafi borðað fleiri hundruð hamborgara frá keðjunni þá hefur eflaust enginn tærnar sem Bandaríkjamaðurinn Don Gorske hefur hælana. Því hann borðaði sinn 25 þúsundasta Big Mac í dag. 17.5.2011 21:11
Hvolpur féll af himni ofan Hvolpur féll af himni ofan í Vancouver í Kanada á dögunum eftir að örn missti hann úr klóm sínum. 17.5.2011 20:00
Þrjátíu ár fyrir þjóðarmorð Fyrrverandi yfirmaður hersins í Rwanda hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í þjóðarmorðinu árið 1994. Þá voru myrtir um 800 þúsund manns af ættbálki tútsa sem eru í minnilhuta í landinu. 17.5.2011 14:41
Refsað fyrir að þegja um kynmök í skólarútu Móðir í Ohio í Bandaríkjunum er ósátt við að 14 ára dóttur hennar skuli refsað fyrir að tilkynna ekki strax um að hún hefði séð tvö skólasystkini sín eiga kynmök í skólarútunni. Saundra Roundtree sagði Associated Press fréttastofunni að dóttir hennar hefði verið í skólaferðalagi. 17.5.2011 13:47
Hröktu sjóræningja á flótta Æ fleiri skipafélög setja nú vopn um borð í skip sín til þess að verjast árásum sjóræningja undan ströndum Afríku. Meðal þeirra er danska skipafélagið Maersk. Um síðustu helgi hröktu öryggisverðir á einu skipi félagsins sjóræningja á flótta með aðvörunarskotum. 17.5.2011 11:44
Norðmenn krafðir svara um flóttamenn Stjórnvöld á Sri Lanka hafa krafið Norðmenn skýringa á því að þeir hafa hjálpað tólf Tamílum að flýja land og veitt þeim pólitískt hæli í Noregi. Blóðugri borgarastyrjöld lauk á Sri Lanka fyrir tveim árum þegar stjórnarherinn gersigraði Tamíltígrana svokölluðu og drap alla leiðtoga þeirra. 17.5.2011 11:41
Gáfaðir eins og plankar Að planka er nýtt æði í Ástralíu. Það felst í því að menn leggjast einhversstaðar á magann og liggja þar stífir eins og plankar meðan teknar eru myndir af afrekinu. Sumir leggjast á garðbekki. 17.5.2011 10:33
Samsæriskenningar í kringum handtöku Strauss-Khan Samsæriskenningar í tengslum við handtöku Dominique Strauss-Khan forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru töluvert til umfjöllunar í frönskum fjölmiðlum í morgun. 17.5.2011 07:48
Miklar truflanir á lestarferðum á Sjálandi Miklar truflanir hafa verið á lestarkerfinu á Sjálandi í Danmörku í morgun. Margar lestanna keyra aðeins á 20 mínútna fresti í stað fimm mínútna og sumar lestir keyra alls ekki. 17.5.2011 07:18
Gífurlegar öryggisráðstafanir á Írlandi vegna Bretadrottningar Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á Írlandi vegna opinberrar heimsóknar Elísabetar Bretadrottningar til landsins í dag. 17.5.2011 07:15
Strauss-Kahn í hinu alræmda Riker Island fangelsi Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið fluttur í fangaklefa í hinu alræmda Riker Island fangelsi í New York. Þar mun hann dvelja fram á föstudag. 17.5.2011 07:04
Fjórir fluttir á spítala eftir skinkurifrildi Ástæðurnar fyrir því að fólk fer að rífast eru margar hverjar óvenjulegar og sumar eru óskiljanlegar. Frekar óvenjulegt atvik kom upp í stórverslun í bænum Livorno á Ítalíu á dögunum þegar fjórir voru fluttir á spítala eftir rifrildi um skinku. 16.5.2011 20:00
Ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna Viðskiptajöfurinn Donald Trump tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum á næsta ári. Orðrómur hefur verið uppi síðustu mánuði um að hann ætlaði að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikaflokksins. 16.5.2011 17:36
Strauss-Kahn úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York, sakaður um gróf kynferðisbrot . Hann kemur aftur fyrir dómara hinn tuttugasta þessa mánaðar. 16.5.2011 16:46
Óvenju róstusamt á landamærum Ísraels á afmælisdaginn Fréttaskýrandi BBC í Líbanon veltir fyrir sér hvort mótmæli á landamærum Ísraels, Sýrlands og Líbanons um helgina hafi að einvherju leyti verið að undirlagi stjórnvalda í Sýrlandi og Hizbolla í Líbanon. Stofnunar Ísraelsríkis árið 1948 var minnst hinn 14. þessa mánaðar. 16.5.2011 15:34
Ótti um yfirvofandi sprengjuárás í London Óttast var að sprengjuárás væri yfirvofandi í miðborg Lundúna í morgun. Lögregluyfirvöld staðfesta þetta en nokkrum götum á svæðinu var lokað. Talið er að hótun hafi borist frá írskum aðskilnaðarsinnum þótt það hafi ekki fengist staðfest. Heimildir BBC herma að hótunin hafi borist í gærkvöldi. Engin sprengja hefur þó fundist og er almenningur hvattur til að halda áfram sínu daglega amstri, en að vera á varðbergi. 16.5.2011 13:28
Bein útsending frá síðasta geimskoti Endeavour Geimskutlan Endeavour fer í sína síðustu geimför núna klukkan eitt. Geimskutlur NASA eru núna að ljúka þjónustu sinni og nú er komið að Endeavour að fara í sína hinstu för. Leiðangursstjóri í ferðinni er Mark Kelly, en hann er eiginmaður Gabrielle Giffords, bandarísku þingkonunnar sem skotið var í höfuðið í Arizona í janúar. 16.5.2011 12:45
Vilja handtaka Gaddafí og draga fyrir rétt Saksóknari við Alþjóðlega glæpadómstóllinn í Haag vill gefa út handtökuskipun á einræðisherra Líbíu, Múammar Gaddafí og nánustu samverkamenn hans. Saksóknarinn, Luis Moreno-Ocampo, vill koma böndum á Gaddafí og einnig son hans Seif al-Islam og Abdullah al-Sanusi yfirmann leyniþjónustunnar. 16.5.2011 11:27
Rýmdu tvo skóla í Óðinsvéum vegna sprengjuhótunnar Tveir framhaldsskólar í Óðinsvéum á Fjóni í Danmörku voru rýmdir í morgun í kjölfar sprengjuhótunnar. 16.5.2011 07:59
Dularfullt hvarf styttu af Konfúsíusi veldur vangaveltum Dularfullt hvarf tæplega 10 metra háar styttu af Konfúsíusi frá Torgi hins himneska friðar í Bejing hefur valdið miklum vangaveltum. 16.5.2011 07:18
Dýragarður aflar fjár með sölu á fílataði Forráðamenn dýragarðsins í Prag í Tékklandi hafa fundið nýstárlega aðferð til fjáröflunnar. Þeir selja dósir með fílataði og seljast þær eins og heitar lummur að því er segir í fréttaskeyti frá AP fréttastofunni. 16.5.2011 06:57
Um 25 þúsund manns flýja undan flóðum Um 25 þúsund íbúa á fenjasvæðum í Luisiana ríkis í Bandaríkjunum hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 16.5.2011 06:53
Fundu 27 höfuðlaus lík í Guatemala Höfuðlaus lík 25 karla og tveggja kvenna hafa fundist við bóndabæ í Guatemala nálægt landamærunum að Mexíkó. 16.5.2011 06:51
Bretadrottning heimsækir Írland í fyrsta sinn á ferlinum Söguleg stund verður á Írlandi á morgun en þá kemur Elísabet bretadrottning í fyrsta sinn í heimsókn til landsins. 16.5.2011 06:45
Strauss-Kahn leiddur í járnum út af lögreglustöð Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var leiddur í járnum út af lögreglustöð í Harlem í New York í nótt. 16.5.2011 06:40
Lipsky stýrir AGS John Lipsky er starfandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eins og fram hefur komið var framkvæmdastjórinn, Dominique Strauss Kahn, handtekinn í gærkvöld og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hótelþernu í New York. 15.5.2011 19:44
Hver er þessi Dominique Strauss-Kahn? Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mun neita því að hafa framið kynferðisbrot gegn hótelþernu þegar að hann verður færður fyrir dómara í dag. Þetta segja verjendur hans í samtali við CNN. Hann var handtekinn í gær vegna meints brots og ákærður í morgun. 15.5.2011 15:34
Níu ára tekinn fyrir ölvunarakstur Níu ára gamall drengur í Cumbria á Englandi hefur verið handtekinn fyrir ölvunarakstur, samkvæmt lögregluskýrslum sem breska blaðið Sunday Telegraph vísar til. Blaðið segir að drengurinn hafi ekki verið nafngreindur vegna barnaverndalaga. Öndunarsýni hafi verið tekin af honum og honum hafi verið haldið um stund í gæslu lögreglunnar. 15.5.2011 15:03
Átök á Gasaströndinni Ísraelskar hersveitir hófu skothríð á hóp Palestínumanna á Gasaströndinni í morgun. Fimmtán særðust í skotárásinni, samkvæmt frásögn fréttastofu BBC af atburðarrásinni. Þá hófu Ísraelar einnig skotárásir á hópa við landamæri Sýrlands og á Gólanhæðum. Þar særðust líka nokkrir. Þá hefur líka skorist í brýnu milli Ísraelsmanna og Palestínumanna í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Adham Abu Salmiya, heilbrigðisráðherra Palestínumanna, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að allir þeir sem hefðu orðið fyrir árás á Gasaströndinni væru undir átján ára aldri. 15.5.2011 11:29
Verjandi Strauss-Kahn varar við fjölmiðlasirkus Verjandi Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar fólk við því að dæma skjólstæðing sinn of fljótt. Strauss-Kahn var handtekinn í gær. Hann er sakaður um að hafa nauðgað hótelþernu í New York í gær og hefur verið ákærður vegna málsins. 15.5.2011 11:13
AGS tjáir sig ekki um mál framkvæmdastjórans Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekkert tjá sig um mál framkvæmdastjóra sjóðsins, sem var handtekinn í gær. 15.5.2011 10:18
Vill auka loftárásir á Líbíu Æðsti yfirmaður breska hersins segir Atlantshafsbandalagið verða að auka herstyrk sinn í Líbíu með því að aflétta hömlum sem sett hafa verið á skotmörk í loftárásum. 15.5.2011 10:00
Framkvæmdastjóri AGS ákærður fyrir nauðgun Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, var handtekinn í New York í Bandaríkjunum í gærkvöld, sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í borginni. 15.5.2011 09:01
Framkvæmdastjóri AGS handtekinn vegna kynferðisbrots Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn í New York í dag. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn hótelþernu, eftir því sem fram kemur á vef The New York Times. 14.5.2011 23:51
Danir stefna á sigur í Eurovision Frændur vorir, Danir, taka Eurovision söngvakeppninni ekki af neinni léttúð þetta árið. Þeir stefna á sigur í keppninni. Fréttavefur Jyllands Posten segir að í ellefu daga hafi danska grúppan, sem heitir A Friend In London, verið í Dusseldorf, æft og talað við fjölmiðla. 14.5.2011 19:36
Dylan sakaður um að svíkja málstaðinn Söngvarinn Bob Dylan hafnar því með öllu að stjórnvöld í Kína hafi ritskoðað tónlist sem hann flutti á tónleikum þar í landi. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir það að hafa látið yfirvöld í landinu í té lista yfir þau lög sem hann flutti áður en tónleikarnir hófust. Með þessu var Dylan sakaður um að hafa svikið hippamálstaðinn sem hann varð frægur fyrir þegar byrjaði að flytja tónlist á sjöunda áratug síðustu aldar. Dylan segist ekkert hafa vitað um neina ritskoðun og hann hafi flutt alla þá tónlist sem hann hafi í upphafi ætlað sér að flytja. 14.5.2011 13:51
Taivan fagnar húnafullri pandabirnu Mikil gleði ríkir í Taívan en frægasta Panda-birna landsins, Yuan Yuan, er sögð húnafull. Talsmenn Taipei dýragarðsins segja hana sofa mikið, borða lítið og óvenjulega pirraða. Yuan Yuan var send í tæknifrjóvgun í febrúar því pandabjörninn í dýragarðinum, Tuan Tuan, sýndi henni lítinn sem engan áhuga. 14.5.2011 10:01
Telja sig hafa fundið Monu Lisu Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið gröf konunnar sem sögð er vera Mona Lisa á málverki Leonardo da Vinci. 13.5.2011 13:50
Google spáir Íslandi 12. sæti Google spáir Íslandi 12. sæti í Eurovision á morgun, en Þýskaland er líklegasti sigurvegarinn. 13.5.2011 13:33
Norðmenn í leynilegum flóttamannaflutningum Norðmenn hafa leynilega í tvö ár hjálpað stjórnarandstæðingum að komast frá Sri Lanka og veitt þeim pólitískt hæli í Noregi. Tvö ár eru liðin frá því blóðugu borgarastríði lauk í landinu. 13.5.2011 11:07
Milljarðamæringur sneri á ættingjana áður en hann dó Ættingjar bandarísks auðjöfurs fá nú loksins að njóta auðæva karlsins, 92 árum eftir að hann lést. 13.5.2011 10:53
Ashton Kutcher tekur við af Charlie Sheen Arftaki Charlie Sheen í þáttunum Two And A Half Man er fundinn. Það er enginn annar en hjartaknúsarinn Ashton Kutcher. 13.5.2011 10:12
Cameron beitir sér í máli Madeleine Lundúnalögreglan ætlar nú að beita sérþekkingu sinni við að rannsaka hvarfið á Madeleine McCann. Á dögunum voru átta ár liðin frá fæðingu stúlkunnar en hún hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007 þá þriggja ára gömul. 13.5.2011 08:33
Hefnt fyrir dauða Bin Ladens Sjötíu og þrír létust þegar tvær sprengjur sprungu í herskóla í Norðvestur Pakistan í gærkvöldi. Tugir slösuðust að auki í sprengingunum en talíbanar hafa lýst ábyrgð ódæðisins á hendur sér. Þeir segjast hafa verið að hefna fyrir drápið á Osama bin Laden í byrjun mánaðarins. Sprengjurnar sprungu þegar hópur nýliða var að stíga upp í rútur á leið í frí eftir að hafa lokið fyrstu önn við skólann. 13.5.2011 08:01
Skjálftinn á Spáni fjarri íslendingabyggð Átta manns létu lífið og um 15 þúsund misstu heimili sín í bænum Lorca á suðaustur Spáni þegar jarðskjálfti að styrkleika 5,2 á Richterskala reið þar yfir í gær. Um 86 þúsund íbúar eru í bænum. 12.5.2011 11:36