Fleiri fréttir Lindsey Lohan aftur dæmd í fangelsi Leikkonan unga Lindsay Lohan var í gær dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að stela gullhálsfesti. Stjarnan, sem býr í Kalíforníu, þarf þó væntanlega ekki að afplána dóminn í einum af hinum alræmdu fangelsum ríkisins heldur gefst henni kostur á að vera í stofufangelsi heima hjá sér. 12.5.2011 08:45 Hefðu viljað ná Osama lifandi Osama bin Laden hefði verið tekinn lifandi svo hægt hefði verið að rétta yfir honum, ef þess hefði verið nokkur kostur. 12.5.2011 08:06 Þúsundir gistu utandyra í Lorca Þúsundir íbúa á Suður Spáni gistu utandyra í nótt af ótta við frekari jarðskjálfta á svæðinu. Í gærkvöldi reið fremur lítill skjálfti yfir sem hafði þó þær afleiðingar að nokkrar byggingar hrundu í bænum Lorca og tíu manns létust. 12.5.2011 07:07 Bandaríkin sýna áhuga Bandaríkin sýna starfi Norðurskautsráðsins óvenju mikinn áhuga núna, þegar Hillary Clinton utanríkisráðherra og Ken Salazar innanríkisráðherra mæta til Grænlands á fund ráðsins í dag. 11.5.2011 23:30 Assange fékk friðarverðlaun Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, fékk í gær gullmedalíu Friðarstofnunarinnar í Sidney. Assange er sá fjórði sem hlotnast þessi heiður í fjórtán ára sögu verðlaunanna en þau eru tengd háskólanum í borginni og studd af borgaryfirvöldum. Assange er enn að berjast gegn framsali frá Bretlandi til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. 11.5.2011 13:17 Þúsundir flýja Róm vegna jarðskjálfta Bílastraumur hefur verið frá Róm í dag af ótta við að þar verði risastór jarðskjálfti. Sá ótti er byggður á spádómi jarðskjálftafræðingsins Raffaele Bendandi sem lést árið 1979. 11.5.2011 11:49 Kanar fá eiginkonur Osamas Líklegt er talið að Bandaríkjamenn fái að yfirheyra eiginkonur Osama bin Ladens, að sögn bresku Sky fréttastofunnar. Opinberlega segja Pakistanar að engin ákvörðun hafi verið tekin ennþá. 11.5.2011 10:53 Konungur sáttur við forsætisráðherra Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að fela ekki Haraldi konungi að sæma norska hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna um síðustu helgi. Mjög sterk viðbrögð urðu við því þegar norska Dagbladet skýrði frá því að ríkisstjórnin hefði hafnað aðkomu konungs. 11.5.2011 10:50 Verkfall í Grikklandi Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað til verkfalls í dag sem búist er við að lami landið að miklu leyti. Félögin vilja með þessu mótmæla niðurskurðar- og sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar en landið glímir við mikinn fjárhagsvanda og nýtur aðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rétta úr kútnum. 11.5.2011 10:45 Þriðjungur stjórnar FIFA í spillingarmálum Vaxandi þrýstingur er á Alþjóða knattspyrnusambandið um að rannsaka ásakanir um spillingu innan þess. Fyrrverandi formaður breska knattspyrnusambandsins Triesman lávarður bar vitni fyrir íþróttanefnd breska þingsins í gær. 11.5.2011 10:44 Bandaríkjamenn taka upp símaviðvörunarkerfi Bandaríkjamenn taka á næstunni í notkun nýtt kerfi sem gerir yfirvöldum kleift að senda almenningi smáskilaboð í farsíma til þess að vara þá við bráðri hættu. Kerfið verður fyrst tekið í gagnið í New York og í höfuðborginni Washington. 11.5.2011 08:30 Sarah súr yfir að fá ekki að mæta í brúðkaupið Hertogaynjan af York, Sarah Ferguson, sem eitt sinn var gift Andrew Bretaprinsi, segir það hafa verið erfiða lífsreynslu að vera ekki boðið í brúðkaup Vilhjálms Prins og Katrínar. 11.5.2011 08:12 Synir Osama gagnrýna drápið á föður sínum Synir hryðjuverkaleiðtogans Osama Bin Laden gagnrýna bandarísk yfirvöld harðlega í yfirlýsingu sem þeir sendu stórblaðinu New York Times. 11.5.2011 08:10 Forsetafrúin er feykistælt Michelle Obama er orðin fyrirmynd Bandaríkjamanna á öllum aldri sem vilja líta vel út. Hún lagði raunar upp með það verkefni að minnka offitu meðal barna, en það hefur hlaðið utan á sig, ef svo má að orði komast í frétt sem fjallar um fitu. 10.5.2011 14:56 Móðgaði Harald konung Talsvert uppnám hefur orðið í Noregi eftir að norska Dagbladet hélt því fram að Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefði komið í veg fyrir að Haraldur konungur sæmdi hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna síðastliðinn sunnudag. 10.5.2011 11:19 Hertogahjónin farin í brúðkaupsferð Hertogahjónin af Cambridge, þau Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans, eru farin í brúðkaupsferð, nú þegar 10 dagar eru liðnir frá brúðkaupi þeirra í Westminister Abbey. Daily Telegraph segir að konungshirðin hafi staðfest að þau hefðu lagt af stað í ferðina en ekkert hefur fengist staðfest um það hvert þau fóru. Óstaðfestar heimildir herma að þau hafi farið til Sikileyja en aðrar heimildir segja að þau hafi farið á Indlandshaf. 10.5.2011 09:47 Íbúar í Runavík komnir heim á ný Enn logar um borð í togaranum Athenu en gríðarmikill eldur kom upp í skipinu í gær í höfninni í Runavík. Eldurinn í gærkvöldi var þó mun minni en áður að sögn færeyska útvarpsins og ætluðu menn að hefja aðgerðir til þess að kæla skipið. 10.5.2011 09:08 Leynisamningur gaf Bandaríkjamönnum leyfi til að ná Osama Bandarískir hermenn höfðu leyfi frá pakistönskum yfirvöldum til þess að ráðast inn í landið og ná í Osama Bin Laden. 10.5.2011 09:03 Schwarzenegger skilinn við Maríu Kvikmyndastjarnan og fyrrverandi ríkisstjóri Kalíforníu, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans Maria Shriver, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng. Arnold og Maria, sem tilheyrir Kennedy fjölskyldunni margfrægu, tilkynntu þetta í gærkvöldi. 10.5.2011 08:26 Uppreisnarmenn með yfirhöndina í Misrata Uppreisnarmenn í Líbísku borginni Misrata segjast hafa náð að hrekja hermenn Gaddafís einræðisherra frá úthverfum borgarinnar. Borgin er sú eina í vesturhluta landsins sem lýtur stjórn uppreisnarmanna og hafa menn Gaddafís setið um hana í tvo mánuði. 10.5.2011 08:24 Pakistanar hefja rannsókn á veru Osama í landinu Pakistanar ætla að hefja opinbera rannsókn á því hvernig stóð á því að hryðjuverkaleiðtoganum Osama Bin Laden tókst að dvelja í borginni Abbottabad í sex ár án þess að yfirvöld kæmust á snoðir um það. Forsætisráðherra landsins lýsti þessu yfir í þinghúsinu í Islamabad í dag. 9.5.2011 16:05 Togarinn logar stafnanna á milli Togarinn Athena logar stafnanna milli í Runavik í Færeyjum og er talið að hann sé gjörónýtur. Margar öflugar sprengingar hafa orðið í skipinu frá því kviknaði í því í gærkvöldi og voru 1500 íbúar bæjarins fluttir þaðan í öryggisskyni. 9.5.2011 14:04 Silvio loks á sakamannabekk Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu kom fyrir rétt í Milano í dag. Það er í fyrsta skipti sem hann kemur í dómssal í þeim fjölmörgu málum sem reynt hefur verið að höfða gegn honum undanfarin misseri. 9.5.2011 12:58 Þorp rýmt vegna elds í togara Fimmtánhundruð íbúar hafa verið fluttir frá færeyska bænum Runavik þar sem risatogari liggur brennandi við bryggjuna. Yfirvöld óttast að skipið kunni að springa í loft upp auk þess sem eitraðan reyk leggur frá því. Togarinn Athena er hin mesta óhappafleyta. 9.5.2011 11:03 Fannst á lífi eftir sjö vikur í óbyggðum Veiðimenn í Nevada í Bandaríkjunum fundu í gær kanadíska konu á lífi en hennar hefur verið saknað í sjö vikur. Konan er að ná sér á spítala en björgunarsveitir leita enn að manni hennar sem var með í för. 9.5.2011 10:54 Enginn skipti sér af báti flóttamanna -61 fórst Sextíu og einn flóttamaður lét lífið um borð í báti sem var að reyna að komast frá Líbíu til ítölsku eyjarinnar Lampedusa í mars síðastliðnum. 9.5.2011 09:43 Obama krefst skýringa frá Pakistönum Barack Obama vill að Pakistanar rannsaki hvernig alræmdasti hryðjuverkaleiðtogi heims gat búið velsældarlífi í friðsælu úthverfi í landinu án þess að nokkur yrði hans var. 9.5.2011 08:38 Ítalskir hermenn í rusli Ítalskir hermenn hafa verið sendir til borgarinnar Napólí í óvenjulegum erindagjörðum, en þeir eiga að takast á við gríðarlegt magn af rusli sem safnast hefur saman á götum borgarinnar. 9.5.2011 08:34 Umkringja úthverfi í Damaskus Mikil skothríð hefur heyrst síðustu tímana í úthverfi Damaskus í Sýrlandi en talsmenn mannréttindasamtaka í landinu segja að herinn hafi umkringt hverfið. 9.5.2011 08:33 Venja á börn af pela fyrir 1 árs Börn sem drekka úr pela til tveggja ára aldurs og lengur eru í meiri hættu á að eiga við offitu að stríða áður en skólaaldri er náð. 9.5.2011 04:00 Fylltist þunglyndi og sjálfsvígshugsunum vegna Maddie Kate McCann segist hafa fyllst þunglyndi og sjálfsvígshugsunum eftir að dóttur hennar, Madeleine McCann, var rænt af hótelherbergi í Portúgal. Fjögur ár eru síðan að Maddie litlu, eins og hún var kölluð, var rænt og enn er ekkert vitað um afdrif hennar. Kate McCann hefur nú gefið út bók um hvarfið. Þar lýsir hún meðal annars tilfinningum sínum þegar að rannsókn málsins fór af stað. Hún segir að það hafi valdið sér sársauka að hafa verið álitin vera köld og tilfinningalaus manneskja, vegna þess hvernig hún kom fyrir í viðtölum við fjölmiðla. 8.5.2011 14:44 Um 400 flóttamönnum frá Líbíu bjargað Strandgæslan á Ítalíu bjargaði 400 flóttamönnum frá Líbíu í morgun eftir að fiskibátur sem þeir voru á steytti á skeri við smáeyjuna Lampedusa. 8.5.2011 14:22 Bin Laden var virkur við stjórn al-Qaida Osama Bin Laden var virkur við stjórn hryðjuverkasamtakanna al-Kaida allt til dauðadags. Bandaríska leyniþjónustan telur að hann hafi stjórnað samtökum sínum úr neðanjarðarbyrgi sínu í Pakistan. 8.5.2011 12:13 Sautján létust í fangaóeirðum Sautján létust þegar hópur fanga reyndi að brjóta sér leið út úr fangelsi í Írak í morgun. Meðal þeirra sem féllu voru sex lögreglumenn. Sagt er að fangarnir hafi tengsl við Al Qaeda hryðjuverkasamtökin. 8.5.2011 09:45 Mestu leyniþjónustugögn sem hafa verið birt Varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum birti í dag fimm myndskeið af Osama Bin Laden. Leyniþjónustumenn lögðu hald á myndskeiðin þegar þeir réðust inn á heimili hans í byrjun vikunnar og felldu hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að um sé að ræða mestu leyniþjónustugögn sem þau hafi nokkurn tímann komist yfir. 7.5.2011 17:21 Norsk flugvél nauðlenti vegna slagsmála Norsk flugvél sem var á leiðinni frá Osló í Noregi til Kýpur lenti óvænt á Kaupmannahafnarflugvelli í morgun vegna þess að slagsmál upphófust í vélinni þegar að hún var í sænskri lofthelgi. Þrír menn voru handteknir og eru nú í gæsluvarðhaldi auka einnar konu. Flugvélin var í Kaupmannahöfn í um það bil 30 mínútur þar til hún fór á flug. Einn af mönnunum þremur hefur auk þess verið kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni, en hann sparkaði hurð í lögreglumanninn. 7.5.2011 16:24 Sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar Talibanar hafa gert sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar í Afganistan í dag. Árásirnar hafa meðal annars beinst að skrifstofum héraðsstjórans, leyniþjónustu Afganistans og lögreglustöðinni. Alls hafa 23 særst í árásunum, þar á meðal þrír lögreglumenn. Einungis fáeinir klukkutímar eru síðan að Talibanar hétu því að falli Osama Bin Ladens yrði hefnt. 7.5.2011 14:51 Katrín keypti í matinn fyrir prinsinn Þótt Katrín Middleton sé nú orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni er hún síður en svo hætt að lifa lífi almúgamanneskjunnar. Daily Mail birti í dag myndir af Katrínu þar sem hún mætti hversdagslega klædd til að kaupa í matinn fyrir sig og bónda sinn í versluninni Waitrose skammt frá búgarðinum þar sem þau hjónin dvelja um þessar mundir. Daily Mail segir að Katrín hafi þó skorið sig úr mannfjöldanum að því leyti að þrír lífverðir fylgdu henni um hvert fótmál. 7.5.2011 14:23 Nítján tróðu sér í einn bíl Hækkandi bensínverð hefur haft áhrif víða í heiminum og dæmi eru um að fólk hópist saman í bíla til að spara peninga. Í Þýskalandi gekk hópur Rúmena þó skrefinu lengra. Þýska lögreglan stöðvaði fólksbíl frá Rúmeníu því átján manns voru í bílnum auk 7.5.2011 12:59 Hitti kærustuna óvænt á blindu stefnumóti Kanadískur maður sem hafði skipulagt blint stefnumót með konu á Netinu fékk óvænt áfall - þegar konan reyndist vera kærastan hans. 7.5.2011 10:58 Mikil átök í Sýrlandi - ESB samþykkir viðskiptaþvinganir Óróinn í Sýrlandi heldur áfram en fjölmenn mótmæli voru víðsvegar um landið að loknum föstudagsbænum í dag. Óljóst er hve margir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita ríkisstjórnarinnar en mannréttindasamtök segja að um tuttugu manns hafi fallið í dag. Rúmlega 500 hafa verið drepnir frá því mótmælin hófust fyrir sjö vikum. 6.5.2011 18:17 Forsprakki Hells Angels dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán Leif Kristiansen, forsprakki Hells Angels í Noregi, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í 4 ár og 9 mánuði. Leif var dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán. Aftenposten greinir frá því í dag að Leif hafi neitað sök við réttarhöldin. Hann sagðist þar vera sjálfstætt starfandi húðflúrari og hefði engin tengsl við glæpastarfsemi. Kærði íslensk yfirvöld Leif Ivar kom til Íslands, ásamt lögmanni sínum, þann 8. febrúar á síðasta ári en var þá handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi þar til honum var vísað úr landi daginn eftir. Leif Ivar kærði ákvörðunina til dóms- og mannréttindaráðuneytisins. Lögmaður hans sagði í samtali við Vísi í fyrra að honum væri brugðið við handtökuna enda væri hún tilefnislaus, Leif Ivar hafi aldrei brotið lög á Íslandi þótt hann sé á sakaskrá í Noregi. Íslenski vélhjólaklúbburinn MC Iceland fékk inngöngu í Hells Angels fyrr á þessu ári og heitir nú Hells Angels MC Iceland. 6.5.2011 15:39 Fundu dóp, vopn og þýfi í Köge Viðamikilli aðgerð dönsku lögreglunnar í bænum Köge á Sjálandi er lokið. Í aðgerðinni fannst töluvert af dópi, vopnum og þýfi og einn tvítugur karlmaður var handtekinn. 6.5.2011 10:43 Elvis ekki lengur í hópi vinsælla skírnarnafna vestan hafs Nafnið Elvis er fallið af listanum yfir þúsund vinsælustu skírnarnöfnin í Bandaríkjunum. Þetta hefur ekki gerst síðan árið 1954 6.5.2011 07:48 Samkynheigð pör í Brasilíu fá sömu réttindi og önnur hjón Hæstiréttur Brasilíu hefur úrskurðað að samkynhneigð pör í landinu skulu njóta sömu réttinda og önnur hjón. Úrskurður þessi var samþykktur samhljóma af öllum 10 dómurum réttarins. 6.5.2011 07:46 Sjá næstu 50 fréttir
Lindsey Lohan aftur dæmd í fangelsi Leikkonan unga Lindsay Lohan var í gær dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að stela gullhálsfesti. Stjarnan, sem býr í Kalíforníu, þarf þó væntanlega ekki að afplána dóminn í einum af hinum alræmdu fangelsum ríkisins heldur gefst henni kostur á að vera í stofufangelsi heima hjá sér. 12.5.2011 08:45
Hefðu viljað ná Osama lifandi Osama bin Laden hefði verið tekinn lifandi svo hægt hefði verið að rétta yfir honum, ef þess hefði verið nokkur kostur. 12.5.2011 08:06
Þúsundir gistu utandyra í Lorca Þúsundir íbúa á Suður Spáni gistu utandyra í nótt af ótta við frekari jarðskjálfta á svæðinu. Í gærkvöldi reið fremur lítill skjálfti yfir sem hafði þó þær afleiðingar að nokkrar byggingar hrundu í bænum Lorca og tíu manns létust. 12.5.2011 07:07
Bandaríkin sýna áhuga Bandaríkin sýna starfi Norðurskautsráðsins óvenju mikinn áhuga núna, þegar Hillary Clinton utanríkisráðherra og Ken Salazar innanríkisráðherra mæta til Grænlands á fund ráðsins í dag. 11.5.2011 23:30
Assange fékk friðarverðlaun Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, fékk í gær gullmedalíu Friðarstofnunarinnar í Sidney. Assange er sá fjórði sem hlotnast þessi heiður í fjórtán ára sögu verðlaunanna en þau eru tengd háskólanum í borginni og studd af borgaryfirvöldum. Assange er enn að berjast gegn framsali frá Bretlandi til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. 11.5.2011 13:17
Þúsundir flýja Róm vegna jarðskjálfta Bílastraumur hefur verið frá Róm í dag af ótta við að þar verði risastór jarðskjálfti. Sá ótti er byggður á spádómi jarðskjálftafræðingsins Raffaele Bendandi sem lést árið 1979. 11.5.2011 11:49
Kanar fá eiginkonur Osamas Líklegt er talið að Bandaríkjamenn fái að yfirheyra eiginkonur Osama bin Ladens, að sögn bresku Sky fréttastofunnar. Opinberlega segja Pakistanar að engin ákvörðun hafi verið tekin ennþá. 11.5.2011 10:53
Konungur sáttur við forsætisráðherra Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að fela ekki Haraldi konungi að sæma norska hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna um síðustu helgi. Mjög sterk viðbrögð urðu við því þegar norska Dagbladet skýrði frá því að ríkisstjórnin hefði hafnað aðkomu konungs. 11.5.2011 10:50
Verkfall í Grikklandi Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað til verkfalls í dag sem búist er við að lami landið að miklu leyti. Félögin vilja með þessu mótmæla niðurskurðar- og sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar en landið glímir við mikinn fjárhagsvanda og nýtur aðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að rétta úr kútnum. 11.5.2011 10:45
Þriðjungur stjórnar FIFA í spillingarmálum Vaxandi þrýstingur er á Alþjóða knattspyrnusambandið um að rannsaka ásakanir um spillingu innan þess. Fyrrverandi formaður breska knattspyrnusambandsins Triesman lávarður bar vitni fyrir íþróttanefnd breska þingsins í gær. 11.5.2011 10:44
Bandaríkjamenn taka upp símaviðvörunarkerfi Bandaríkjamenn taka á næstunni í notkun nýtt kerfi sem gerir yfirvöldum kleift að senda almenningi smáskilaboð í farsíma til þess að vara þá við bráðri hættu. Kerfið verður fyrst tekið í gagnið í New York og í höfuðborginni Washington. 11.5.2011 08:30
Sarah súr yfir að fá ekki að mæta í brúðkaupið Hertogaynjan af York, Sarah Ferguson, sem eitt sinn var gift Andrew Bretaprinsi, segir það hafa verið erfiða lífsreynslu að vera ekki boðið í brúðkaup Vilhjálms Prins og Katrínar. 11.5.2011 08:12
Synir Osama gagnrýna drápið á föður sínum Synir hryðjuverkaleiðtogans Osama Bin Laden gagnrýna bandarísk yfirvöld harðlega í yfirlýsingu sem þeir sendu stórblaðinu New York Times. 11.5.2011 08:10
Forsetafrúin er feykistælt Michelle Obama er orðin fyrirmynd Bandaríkjamanna á öllum aldri sem vilja líta vel út. Hún lagði raunar upp með það verkefni að minnka offitu meðal barna, en það hefur hlaðið utan á sig, ef svo má að orði komast í frétt sem fjallar um fitu. 10.5.2011 14:56
Móðgaði Harald konung Talsvert uppnám hefur orðið í Noregi eftir að norska Dagbladet hélt því fram að Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefði komið í veg fyrir að Haraldur konungur sæmdi hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna síðastliðinn sunnudag. 10.5.2011 11:19
Hertogahjónin farin í brúðkaupsferð Hertogahjónin af Cambridge, þau Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans, eru farin í brúðkaupsferð, nú þegar 10 dagar eru liðnir frá brúðkaupi þeirra í Westminister Abbey. Daily Telegraph segir að konungshirðin hafi staðfest að þau hefðu lagt af stað í ferðina en ekkert hefur fengist staðfest um það hvert þau fóru. Óstaðfestar heimildir herma að þau hafi farið til Sikileyja en aðrar heimildir segja að þau hafi farið á Indlandshaf. 10.5.2011 09:47
Íbúar í Runavík komnir heim á ný Enn logar um borð í togaranum Athenu en gríðarmikill eldur kom upp í skipinu í gær í höfninni í Runavík. Eldurinn í gærkvöldi var þó mun minni en áður að sögn færeyska útvarpsins og ætluðu menn að hefja aðgerðir til þess að kæla skipið. 10.5.2011 09:08
Leynisamningur gaf Bandaríkjamönnum leyfi til að ná Osama Bandarískir hermenn höfðu leyfi frá pakistönskum yfirvöldum til þess að ráðast inn í landið og ná í Osama Bin Laden. 10.5.2011 09:03
Schwarzenegger skilinn við Maríu Kvikmyndastjarnan og fyrrverandi ríkisstjóri Kalíforníu, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans Maria Shriver, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng. Arnold og Maria, sem tilheyrir Kennedy fjölskyldunni margfrægu, tilkynntu þetta í gærkvöldi. 10.5.2011 08:26
Uppreisnarmenn með yfirhöndina í Misrata Uppreisnarmenn í Líbísku borginni Misrata segjast hafa náð að hrekja hermenn Gaddafís einræðisherra frá úthverfum borgarinnar. Borgin er sú eina í vesturhluta landsins sem lýtur stjórn uppreisnarmanna og hafa menn Gaddafís setið um hana í tvo mánuði. 10.5.2011 08:24
Pakistanar hefja rannsókn á veru Osama í landinu Pakistanar ætla að hefja opinbera rannsókn á því hvernig stóð á því að hryðjuverkaleiðtoganum Osama Bin Laden tókst að dvelja í borginni Abbottabad í sex ár án þess að yfirvöld kæmust á snoðir um það. Forsætisráðherra landsins lýsti þessu yfir í þinghúsinu í Islamabad í dag. 9.5.2011 16:05
Togarinn logar stafnanna á milli Togarinn Athena logar stafnanna milli í Runavik í Færeyjum og er talið að hann sé gjörónýtur. Margar öflugar sprengingar hafa orðið í skipinu frá því kviknaði í því í gærkvöldi og voru 1500 íbúar bæjarins fluttir þaðan í öryggisskyni. 9.5.2011 14:04
Silvio loks á sakamannabekk Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu kom fyrir rétt í Milano í dag. Það er í fyrsta skipti sem hann kemur í dómssal í þeim fjölmörgu málum sem reynt hefur verið að höfða gegn honum undanfarin misseri. 9.5.2011 12:58
Þorp rýmt vegna elds í togara Fimmtánhundruð íbúar hafa verið fluttir frá færeyska bænum Runavik þar sem risatogari liggur brennandi við bryggjuna. Yfirvöld óttast að skipið kunni að springa í loft upp auk þess sem eitraðan reyk leggur frá því. Togarinn Athena er hin mesta óhappafleyta. 9.5.2011 11:03
Fannst á lífi eftir sjö vikur í óbyggðum Veiðimenn í Nevada í Bandaríkjunum fundu í gær kanadíska konu á lífi en hennar hefur verið saknað í sjö vikur. Konan er að ná sér á spítala en björgunarsveitir leita enn að manni hennar sem var með í för. 9.5.2011 10:54
Enginn skipti sér af báti flóttamanna -61 fórst Sextíu og einn flóttamaður lét lífið um borð í báti sem var að reyna að komast frá Líbíu til ítölsku eyjarinnar Lampedusa í mars síðastliðnum. 9.5.2011 09:43
Obama krefst skýringa frá Pakistönum Barack Obama vill að Pakistanar rannsaki hvernig alræmdasti hryðjuverkaleiðtogi heims gat búið velsældarlífi í friðsælu úthverfi í landinu án þess að nokkur yrði hans var. 9.5.2011 08:38
Ítalskir hermenn í rusli Ítalskir hermenn hafa verið sendir til borgarinnar Napólí í óvenjulegum erindagjörðum, en þeir eiga að takast á við gríðarlegt magn af rusli sem safnast hefur saman á götum borgarinnar. 9.5.2011 08:34
Umkringja úthverfi í Damaskus Mikil skothríð hefur heyrst síðustu tímana í úthverfi Damaskus í Sýrlandi en talsmenn mannréttindasamtaka í landinu segja að herinn hafi umkringt hverfið. 9.5.2011 08:33
Venja á börn af pela fyrir 1 árs Börn sem drekka úr pela til tveggja ára aldurs og lengur eru í meiri hættu á að eiga við offitu að stríða áður en skólaaldri er náð. 9.5.2011 04:00
Fylltist þunglyndi og sjálfsvígshugsunum vegna Maddie Kate McCann segist hafa fyllst þunglyndi og sjálfsvígshugsunum eftir að dóttur hennar, Madeleine McCann, var rænt af hótelherbergi í Portúgal. Fjögur ár eru síðan að Maddie litlu, eins og hún var kölluð, var rænt og enn er ekkert vitað um afdrif hennar. Kate McCann hefur nú gefið út bók um hvarfið. Þar lýsir hún meðal annars tilfinningum sínum þegar að rannsókn málsins fór af stað. Hún segir að það hafi valdið sér sársauka að hafa verið álitin vera köld og tilfinningalaus manneskja, vegna þess hvernig hún kom fyrir í viðtölum við fjölmiðla. 8.5.2011 14:44
Um 400 flóttamönnum frá Líbíu bjargað Strandgæslan á Ítalíu bjargaði 400 flóttamönnum frá Líbíu í morgun eftir að fiskibátur sem þeir voru á steytti á skeri við smáeyjuna Lampedusa. 8.5.2011 14:22
Bin Laden var virkur við stjórn al-Qaida Osama Bin Laden var virkur við stjórn hryðjuverkasamtakanna al-Kaida allt til dauðadags. Bandaríska leyniþjónustan telur að hann hafi stjórnað samtökum sínum úr neðanjarðarbyrgi sínu í Pakistan. 8.5.2011 12:13
Sautján létust í fangaóeirðum Sautján létust þegar hópur fanga reyndi að brjóta sér leið út úr fangelsi í Írak í morgun. Meðal þeirra sem féllu voru sex lögreglumenn. Sagt er að fangarnir hafi tengsl við Al Qaeda hryðjuverkasamtökin. 8.5.2011 09:45
Mestu leyniþjónustugögn sem hafa verið birt Varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum birti í dag fimm myndskeið af Osama Bin Laden. Leyniþjónustumenn lögðu hald á myndskeiðin þegar þeir réðust inn á heimili hans í byrjun vikunnar og felldu hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að um sé að ræða mestu leyniþjónustugögn sem þau hafi nokkurn tímann komist yfir. 7.5.2011 17:21
Norsk flugvél nauðlenti vegna slagsmála Norsk flugvél sem var á leiðinni frá Osló í Noregi til Kýpur lenti óvænt á Kaupmannahafnarflugvelli í morgun vegna þess að slagsmál upphófust í vélinni þegar að hún var í sænskri lofthelgi. Þrír menn voru handteknir og eru nú í gæsluvarðhaldi auka einnar konu. Flugvélin var í Kaupmannahöfn í um það bil 30 mínútur þar til hún fór á flug. Einn af mönnunum þremur hefur auk þess verið kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni, en hann sparkaði hurð í lögreglumanninn. 7.5.2011 16:24
Sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar Talibanar hafa gert sex sjálfsmorðsárásir í Kandahar í Afganistan í dag. Árásirnar hafa meðal annars beinst að skrifstofum héraðsstjórans, leyniþjónustu Afganistans og lögreglustöðinni. Alls hafa 23 særst í árásunum, þar á meðal þrír lögreglumenn. Einungis fáeinir klukkutímar eru síðan að Talibanar hétu því að falli Osama Bin Ladens yrði hefnt. 7.5.2011 14:51
Katrín keypti í matinn fyrir prinsinn Þótt Katrín Middleton sé nú orðin hluti af bresku konungsfjölskyldunni er hún síður en svo hætt að lifa lífi almúgamanneskjunnar. Daily Mail birti í dag myndir af Katrínu þar sem hún mætti hversdagslega klædd til að kaupa í matinn fyrir sig og bónda sinn í versluninni Waitrose skammt frá búgarðinum þar sem þau hjónin dvelja um þessar mundir. Daily Mail segir að Katrín hafi þó skorið sig úr mannfjöldanum að því leyti að þrír lífverðir fylgdu henni um hvert fótmál. 7.5.2011 14:23
Nítján tróðu sér í einn bíl Hækkandi bensínverð hefur haft áhrif víða í heiminum og dæmi eru um að fólk hópist saman í bíla til að spara peninga. Í Þýskalandi gekk hópur Rúmena þó skrefinu lengra. Þýska lögreglan stöðvaði fólksbíl frá Rúmeníu því átján manns voru í bílnum auk 7.5.2011 12:59
Hitti kærustuna óvænt á blindu stefnumóti Kanadískur maður sem hafði skipulagt blint stefnumót með konu á Netinu fékk óvænt áfall - þegar konan reyndist vera kærastan hans. 7.5.2011 10:58
Mikil átök í Sýrlandi - ESB samþykkir viðskiptaþvinganir Óróinn í Sýrlandi heldur áfram en fjölmenn mótmæli voru víðsvegar um landið að loknum föstudagsbænum í dag. Óljóst er hve margir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita ríkisstjórnarinnar en mannréttindasamtök segja að um tuttugu manns hafi fallið í dag. Rúmlega 500 hafa verið drepnir frá því mótmælin hófust fyrir sjö vikum. 6.5.2011 18:17
Forsprakki Hells Angels dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán Leif Kristiansen, forsprakki Hells Angels í Noregi, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í 4 ár og 9 mánuði. Leif var dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán. Aftenposten greinir frá því í dag að Leif hafi neitað sök við réttarhöldin. Hann sagðist þar vera sjálfstætt starfandi húðflúrari og hefði engin tengsl við glæpastarfsemi. Kærði íslensk yfirvöld Leif Ivar kom til Íslands, ásamt lögmanni sínum, þann 8. febrúar á síðasta ári en var þá handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi þar til honum var vísað úr landi daginn eftir. Leif Ivar kærði ákvörðunina til dóms- og mannréttindaráðuneytisins. Lögmaður hans sagði í samtali við Vísi í fyrra að honum væri brugðið við handtökuna enda væri hún tilefnislaus, Leif Ivar hafi aldrei brotið lög á Íslandi þótt hann sé á sakaskrá í Noregi. Íslenski vélhjólaklúbburinn MC Iceland fékk inngöngu í Hells Angels fyrr á þessu ári og heitir nú Hells Angels MC Iceland. 6.5.2011 15:39
Fundu dóp, vopn og þýfi í Köge Viðamikilli aðgerð dönsku lögreglunnar í bænum Köge á Sjálandi er lokið. Í aðgerðinni fannst töluvert af dópi, vopnum og þýfi og einn tvítugur karlmaður var handtekinn. 6.5.2011 10:43
Elvis ekki lengur í hópi vinsælla skírnarnafna vestan hafs Nafnið Elvis er fallið af listanum yfir þúsund vinsælustu skírnarnöfnin í Bandaríkjunum. Þetta hefur ekki gerst síðan árið 1954 6.5.2011 07:48
Samkynheigð pör í Brasilíu fá sömu réttindi og önnur hjón Hæstiréttur Brasilíu hefur úrskurðað að samkynhneigð pör í landinu skulu njóta sömu réttinda og önnur hjón. Úrskurður þessi var samþykktur samhljóma af öllum 10 dómurum réttarins. 6.5.2011 07:46