Fleiri fréttir

Vill láta hætta að leita í túrbönum

Indverskur þingmaður bað Barack Obama að sjá til þess að hætt væri að leita í túrbönum sikka sem ferðast með flugi til og frá Bandaríkjunum.

Gullfiskar í fremstu víglínu

Þúsundir þungvopnaðra lögreglu- og hermanna munu leggja lífið að veði til þess að vernda leiðtoga iðnveldanna tuttugu á fundi þeirra í Seoul í Suður-Kóreu í þessari viku.

Týndist við leit að Örkinni hans Nóa

Skoskur landkönnuður sem fór að leita að Örkinni hans Nóa á Ararat fjalli í Tyrklandi er týndur. Donald McKenzie hefur farið í allmarga aðra leiðangra í leit að Örkinni, en að þessu sinni var hann einn síns liðs.

Böndin berast að hinum handtekna í Malmö

Sænska blaðið Expressen segir í dag að tæknideild lögreglunnar hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu að skammbyssa sem lagt var hald á hjá 38 ára gömlum manni hafi verið notuð við skotárásir á innflytjendur í Malmö.

Déjá vu fyrir Joe Biden

Bandaríkjamenn hafa harmað þá ákvörðun Ísraela að byggja yfir eittþúsund ný heimili á Vesturbakkanum.

Hætt við mosku í Tromsö

Miðstöð múslima í Tromsö í Noregi hefur hætt við að reisa mosku í bænum með fjárframlögum frá Saudi-Arabíu. Talsmaður miðstöðvarinnar segir að norska utanríkisráðuneytið samþykki ekki þessa fjármögnun.

Bush sér ekki eftir neinu

George Bush yngri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti varði í gær sínar umdeildustu ákvarðanir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC.

Herforingjar lýsa yfir sigri í Búrma - átök brjótast út

Herforingjastjórnin í Búrma hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem fram fóru í landinu um helgina, þeim fyrstu í tuttugu ár. Herforingjarnir segja að stærsti stjórnarflokkurinn hafi fengið yfir 80 prósent atkvæða en leiðtogar víða um heim hafa fordæmt kosningarnar og sagt þær ómarktækar.

Castro boðar til aðalfundar Flokksins

Forseti Kúbu, Raoul Castro hefur fyrirskipað að aðalfundur kommúnistaflokksins verði haldinn í apríl á næsta ári, til þess að ræða efnahagsvandræðin sem kúbverjar glíma við nú um stundir. Aðalfundinn á samkvæmt lögum að halda á fimm ára fresti en eldri bróðir Raous, Fidel Castro, frestaði honum ítrekað svo fundurinn hefur ekki verið haldinn í fjórtán ár.

Þúsundir manna flýja

Þúsundir flúðu heimili sín undan rótum eldfjallsins Merapi í Indónesíu í gær. Opinber viðvörun var gefin út um að eldfjallið gæti gosið aftur hvenær sem væri og fjölmenntu íbúar inn í rútur, lestir og bíla til að flýja í kjölfarið.

Þúsundir hafa flúið frá Búrma

Að minnsta kosti tíu þúsund manns hafa flúið yfir landamærin til Taílands vegna bardaga milli stjórnarhers Búrma og uppreisnarhers karena.

Vill að NATO stefni á brottför

Bandarísk hermálayfirvöld hvetja Atlantshafs­bandalagið til að fallast á tímaáætlun Hamids Karzai Afganistansforseta.

Landið fái sæti í öryggisráði SÞ

Barack Obama Bandaríkjaforseti styður óskir Indlands um að fá varanlegt sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kom þetta fram í ræðu sem Obama flutti á indverska þinginu.

Putin á 320 kílómetra hraða

Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands gerir ýmislegt sér til gamans. Nýjasta uppátæki hans var að keyra Formúlu 1 kappakstursbíl í Sankti Pétursborg.

Nautum hleypt á graða Breta

Með illu skal illt út reka. Þetta er niðurstaða bæjarstjórnarinnar í breska smábænum Puttenham. Íbúar þar eru um 2500 talsins og bærinn er klukkustundar akstur frá Lundúnum.

Lítil vinna en launuð vel

Íraskir þingmenn hafa nú fengið greiddan árlegan þingfararstyrk að upphæð um 10 milljónir króna. Þeir fá auk þess tvær og hálfa milljón króna á mánuði í laun og frítt uppihald á besta hótelinu í Bagdad.

Borgarstjóri forðar dætrum sínum úr landi

Hinn eitt sinn voldugi borgarstjóri í Moskvu Yuri Luzhkov hefur ákveðið að senda tvær ungar dætur sínar til Lundúna til þess að tryggja öryggi þeirra. Dmitry Medvedev forseti Rússlands rak Luzhkov úr embætti í september síðasliðnum.

Sylvía yfirgefur aldrei Karl Gústaf

Sérfræðingur sænska ríkissjónvarpsins í málefnum konungsfjölskyldunnar segir að Sylvia drottning muni aldrei yfirgefa Karl Gústaf þrátt fyrir sögusagnir um framhjáhald og villt líferni.

Fyrsta litaða borgin í Evrópu

Borgin Leichester í Mið-Englandi verður á næsta ári fyrsta borgin í Evrópu þar sem hvítir innfæddir menn verða í minnihluta. Íbúar eru um 300 þúsund talsins og flestir íbúanna frá Pakistan, Indlandi, Afganistan og Afríku. Leicester hefur verið talin dæmi um vel heppnaða aðlögun innflytjenda.

Skotárásin í Malmö: Fundu byssur hjá hinum grunaða

Sænska lögreglan hefur fundið tvö skotvopn á heimili mannsins sem grunaður er um skotárásir í Malmö síðasta árið. Maðurinn, sem er 38 ára gamall er í haldi lögreglu, en hún vill lítið gefa upp um hvernig málinu miðar. Við húsleit fundust tvær byssur og er maðurinn með leyfi fyrir þeim báðum. Ættingi mannsins segir að hann sé meðlimur í byssuklúbbi í Malmö en síðasta árið hafa fjölmargar skotárásir verið gerðar í borginni og hefur byssumaðurinn beint sjónum sínum að innflytjendum.

Vesturlönd gefa lítið fyrir kosningarnar í Búrma

Helstu leiðtogar á vesturlöndum gefa lítið fyrir fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Búrma í tvo áratugi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. Barack Obama Bandaríkjaforseti er á ferð um Asíu og hann sagði í gær að kosningarnar hefðu ekki mætt kröfum alþjóðasamfélagsins.

Námumaður hljóp maraþon

Einn námumanna Þrjátíu og þriggja sem sátu fastir í námu í Chile eins og frægt er orðið, tók sig til og hljóp í New York maraþoninu um helgina. Hinn 34 ára gamli Edison Pena hljóp kílómetrana 42 á fimm klukkustundum og 50 mínútum en frægt var þegar hann sagðist hafa haldið heilsunni í námunni með því að skokka um göngin á hverjum degi.

Súdan gæti losnað af hryðjuverkalista

Bandaríkjastjórn hefur gert stjórnvöldum í Súdan tilboð um að ríkið verði fjarlægt af lista ríkja sem styðja við hryðjuverkahópa. Súdan losnar við stimpilinn ef yfirvöld tryggja að kosningar sem fara eiga fram í landinu í janúar á næsta ári verða gagnsæjar og lausar við spillingu.

Olíusmit í hreyflum Airbus A380

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar að kyrrsetja Airbus A380 risaþotur félagsins í þrjá daga til viðbótar en smávægilegir gallar hafa fundist í hreyflum vélanna. Hreyfill Airbus þotu sprakk í loft upp á dögunum yfir Singapore svo flugmennirnir þurftu að nauðlenda. Í kjölfarið fóru allar vélar sömu gerðar í ítarlega skoðun og segir forstjóri félagsins að í þreur vélum af sex hafi fundist olíusmit þar sem ekkert slíkt ætti að vera í svo nýjum hreyflum, en þeir eru tveggja ára gamlir.

Sósíalistar fengu gott fylgi

Frambjóðendum Sósíalistaflokksins í sveitarstjórnarkosningum á Grikklandi í gær virtist ætla að ganga vel, ef marka má fyrstu tölur. Þar með minnka likur á því að George Papandreou forsætisráðherra boði til þingkosninga.

Segist munu leiðrétta stefnuna

Barack Obama Bandaríkjaforseti segist þurfa að leiðrétta stefnu sína heima fyrir vegna kosningaúrslita, þar sem andstæðingar hans náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins.

Gagnrýndi stjórn sósíalista á Spáni

Mikill mannfjöldi fylgdist með Benedikt XVI. páfa þegar hann vígði hina sérstæðu kirkju, Sagrada familia, sem setur svip sinn á Barcelona á Spáni. Þegar páfi kom til kirkjunnar í gær biðu þar um 200 samkynhneigðir sem efndu til kossamótmæla gegn stefnu kaþólsku kirkjunnar, sem lítur samkynhneigð óhýru auga.

Byssumanninum lýst sem einfara

Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Malmö í Svíþjóð, grunaður um að hafa staðið á bakvið átta skotárásir á innflytjendur þar í borg. Maðurinn, sem er 38 ára gamall, var handtekinn í íbúð sinni í miðbæ Malmö um klukkan sex síðdegis í gær.

Berlusconi segi af sér

Gianfranco Fini, forseti ítalska þingsins, vill að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segi af sér embætti. Fini er einn af stofnendum Frelsisflokks Berlusconi, en hann sagði skilið við flokkinn í sumar. Nokkrir þingmenn gerðu slíkt hið sama og við það veiktist pólitísk staða Berlusconi mikið. Ríkisstjórn hans hefur ekki lengur þingmeirihluta.

Elísabet drottning komin á Facebook

Elísabet II, drottning Breta, hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Þetta gerir hún einkum fyrir tilstuðlan prinsessanna Beatrice og Eugenie sem eru dætur Andrews prins og Söruh Ferguson hertogaynju af York. Ár er frá því að drottningin hóf að nota Twitter en um jólin verða liðin þrjú ár frá því að hún opnaði sína eigin konunglegu síðu á myndbandavefnum YouTube.

Byssumaðurinn neitar sök

Maðurinn sem sænska lögreglan handtók í gær og er grunaður um að hafa skotið á fjölda innflytjenda að undanförnu neitar sök. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins en lögregla boðaði til boðaði til blaðamannafundar í hádeginu vegna málsins.

Hillary gagnrýnir kosningarnar í Búrma

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnir þingkosningarnar sem fara fram í Búrma í dag. Hún tekur undir með stjórnarandstæðingum sem segja kosningarnar ólýðræðislegar. Stjórnarandstæðingar fullyrða að herforingjastjórnin muni hagræða úrslitunum. Almenningur eru því hvattur til að halda sig heima og greiða ekki atkvæði í kosningum.

Reyndu að ræna formúlukappa

Heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstrinum, Englendingurinn Jenson Button, slapp úr klóm glæpamanna í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Sex vopnaðir menn gerðu tilraun til að stöðva bifreið Buttons þegar hann var á leið heim á hótel eftir æfingu fyrir Brasilíukappaksturinn. Formúlukappinn var í lögreglufylgd og komst óskaddaður heim á hótel.

Meintur byssumaður í Malmö handtekinn

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður um að að bera ábyrgð á allt að 19 skotárásum að undanförnu. Þetta kemur fram á fréttavef TV 2 í Danmörku. Lögreglan verst allra frétta en boðað hefur verið blaðamannfundar síðar í dag. Byssumaðurinn hefur valdið miklum ótta meðal innflytjenda í Malmö en fram kemur á fréttavef Aftonbladet í Svíþjóð að maðurinn sé 38 ára.

Indland semji um frið við Pakistan

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sem er í opinberri heimsókn á Indlandi þessa dagana lagði á það áherslu í gær að Indverjar næðu friðarsamkomulagi við Pakistan, ríki sem hann sagði að væri ekki að gera nóg til að uppræta hryðjuverkahópa innan landamæra sinna. Obama er snúinni stöðu, því hann er að reyna að efla tengslin við Indland en efnahagslegt mikilvægi ríkisins hefur aukist, á sama tíma og Bandaríkin styðja Pakistan með milljörðum dollara, meðal annars með það fyrir augum að tryggja frið í Afganistan.

Ríkir sjóræningjar

Talið er að sómalskir sjóræningjar hafi fengið greiddar 12,3 milljónir dollara eða rúma 1,4 milljarða króna í lausnargjald fyrir tvö flutningaskip. Um er ræða skip frá Suður-Kóreu og Singapúr. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að aldrei áður hafi sjóræningjar fengið svo háa upphæð greidda í lausnargjald.

Almenningur verði á varðbergi

Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út viðvörun vegna sprengjubúnaðar líkt og komið var nýverið fyrir í fraktflugvélum sem voru á leið til Bandaríkjanna. Interpol hvetur almenning til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegri ógn.

Gengu í skrokk á rússneskum blaðamanni

Rússneskur blaðamaður liggur þungt haldinn eftir fólskulega árás, sem talin er tengjast störfum hans. Tveir svartklæddir menn sátu fyrir Oleg Kashin, blaðamanni á Kommersant dagblaðinu, þegar hann kom heim til sín í Moskvu upp úr miðnætti í nótt. Þeir gengu í skrokk á honum og skildu hann síðan eftir illa brotinn í blóði sínu.

Lily Allen fékk blóðeitrun

Breska söngkonan Lily Allen hefur verið flutt á sjúkrahús til meðferðar vegna blóðeitrunar. Nokkrir dagar eru síðan hún missti fóstur. Í fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hennar kemur fram að líðan söngkonunnar sé eftir atvikum góð.

Ströng öryggisgæsla vegna heimsóknar páfa

Spænska lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna heimsóknar Benedikts 16. páfa til landsins. Tveggja daga opinber heimsókn hans á Spáni hófst í morgun þegar hann heimsótti miðaldadómkirkjuna í Santiago de Compostela. Þetta er í annað sinn sem Benedikt páfi heimsækir Spán.

Lögreglumenn særðir eftir sprengjuárás í Belfast

Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengjuárás á Norður Írlandi í nótt. Lögregla var kölluð út vegna innbrots hjá veðmangara í vesturhluta höfuðborgarinnar Belfast en þegar lögreglumennirnir komu á vettvang var sprengju kastað að þeim. Þeir voru í framhaldinu fluttir á sjúkrahús og er einn mannanna talsvert særður. Hann undirgengst skurðaðgerð síðar í dag.

Fjórir látnir á Haítí

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í gær. Björgunarfólk á vegum Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka óttuðust mjög að fellibylurinn myndi valda íbúum Haítí enn meiri vandræðum og auka á kólerufaraldurinn sem þar hefur geysað að undanförnu. Eyðileggingin varð aftur á móti minni en margir áttu von á. Rúm ein milljón íbúa landsins eru enn án húsnæðis eftir jarðskjáltann í janúar.

Ísland hefur fjölmargt að bjóða ESB

Aðild Íslands að Evrópu­sambandinu (ESB) gæti komið sér vel fyrir sambandið, sérstaklega hvað varðar aðkomu að norðurheimskautssvæðinu. Þetta verður meðal þess sem mun koma fram í árlegri áfangaskýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem kemur út í næstu viku, en kaflar úr henni hafa þegar lekið í fjölmiðla.

Sjá næstu 50 fréttir