Erlent

Týndist við leit að Örkinni hans Nóa

Óli Tynes skrifar
Þessi risastóra eftirlíking af Örkinni er opin ferðamönnum í Hollandi.
Þessi risastóra eftirlíking af Örkinni er opin ferðamönnum í Hollandi.
Skoskur landkönnuður sem fór að leita að Örkinni hans Nóa á Ararat fjalli í Tyrklandi er týndur. Donald McKenzie hefur farið í allmarga aðra leiðangra í leit að Örkinni, en að þessu sinni var hann einn síns liðs. Ekki hefur heryst frá honum síðan í september og hann mætti ekki til fyrirfram ákveðins fundar við gamlan vin sem býr við fjallsræturnar. McKenzie hafði tvo gemsa meðferðis en svarar nú í hvorugan.

Þessi nýjasta ferð Skotans á fjallið var ákveðin eftir að tyrknesk-kínverslur leiðangur skýrði frá því að hann hefði grafið sér leið inn í gríðarstórt timburmannvirki á Ararat. Menntamálaráðuneyti landanna tveggja sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að fundurinn væri talinn mjög mikilvægur. Ekki er ljóst hvort McKenzie ætlaði á nákvæmlega þennan stað. Landkönnuðurinn er rúmlega fertugur.

Í Gamla Testamentinu segir að Nói hafi byggt Örkina að skipan Guðs til þess að bjarga fjölskyldu sinni og dýrum jarðar frá syndaflóðinu. Þegar flóðið kom fóru allir fjallstindar undir vatn og allt líf dó út. Þegar flóðið sjatnaði er sagt að örkin hafi tekið niðri á Ararat fjalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×