Erlent

Skotárásin í Malmö: Fundu byssur hjá hinum grunaða

Frá blaðamannafundi lögreglunnar.
Frá blaðamannafundi lögreglunnar.

Sænska lögreglan hefur fundið tvö skotvopn á heimili mannsins sem grunaður er um skotárásir í Malmö síðasta árið. Maðurinn, sem er 38 ára gamall er í haldi lögreglu, en hún vill lítið gefa upp um hvernig málinu miðar. Við húsleit fundust tvær byssur og er maðurinn með leyfi fyrir þeim báðum. Ættingi mannsins segir að hann sé meðlimur í byssuklúbbi í Malmö en síðasta árið hafa fjölmargar skotárásir verið gerðar í borginni og hefur byssumaðurinn beint sjónum sínum að innflytjendum.

Einn hefur látist í árásunum og fjölmargir særst. Fórnarlambið sem lést, tvítug kona, er raunar sú eina sem ekki er af erlendum uppruna en hún var í fylgd með erlendum manni sem særðist einnig lífshættulega. Byssurnar sem fundust eru nú í rannsóknum er gert ráð fyrir að maðurinn verði í gæsluvarðhaldi uns niðurstöður koma úr þeim. Heimili mannsins í borginni er undir strangri gæslu lögreglu en unglingagengi hafa reynt að vinna skemmdir á húsinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×