Erlent

Indland semji um frið við Pakistan

Mynd/AP

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sem er í opinberri heimsókn á Indlandi þessa dagana lagði á það áherslu í gær að Indverjar næðu friðarsamkomulagi við Pakistan, ríki sem hann sagði að væri ekki að gera nóg til að uppræta hryðjuverkahópa innan landamæra sinna. Obama er snúinni stöðu, því hann er að reyna að efla tengslin við Indland en efnahagslegt mikilvægi ríkisins hefur aukist, á sama tíma og Bandaríkin styðja Pakistan með milljörðum dollara, meðal annars með það fyrir augum að tryggja frið í Afganistan.

Obama svaraði spurningum skólabarna í heimsókn sinni og fram kom í svörum hans að ríkisstjórn hans þyrfti að gera breytingar á stefnu sinni í kjölfar slæmrar útreiðar Demókrataflokksins í þingkosningunum í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×