Erlent

Námumaður hljóp maraþon

Einn námumanna Þrjátíu og þriggja sem sátu fastir í námu í Chile eins og frægt er orðið, tók sig til og hljóp í New York maraþoninu um helgina. Hinn 34 ára gamli Edison Pena hljóp kílómetrana 42 á fimm klukkustundum og 50 mínútum en frægt var þegar hann sagðist hafa haldið heilsunni í námunni með því að skokka um göngin á hverjum degi.

Þá mun hann einnig hafa stytt félögum sínum í námunni stundirnar með því að syngja lög eftir Elvis Prestley. Koma hans til Bandaríkjanna hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar elt Pena á röndum en þetta er í fyrsta sinn sem hann ferðast utan heimalandsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×