Erlent

Hillary gagnrýnir kosningarnar í Búrma

Hillary segir þingkosningarnar í Búrma ólýðræðislegar.
Hillary segir þingkosningarnar í Búrma ólýðræðislegar. Mynd/AP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnir þingkosningarnar sem fara fram í Búrma í dag. Hún tekur undir með stjórnarandstæðingum sem segja kosningarnar ólýðræðislegar. Stjórnarandstæðingar fullyrða að herforingjastjórnin muni hagræða úrslitunum. Almenningur eru því hvattur til að halda sig heima og greiða ekki atkvæði í kosningum.

Kosningarnar í Búrma eru þær fyrstu í 20 ár. Í kosningum árið 1990 vann flokkur Aung San Suu Kyi stórsigur, en herforingjastjórnin neitaði að láta af völdum og hneppti Suu Kyi í stofufangelsi, sem hún situr í enn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×