Erlent

Vill láta hætta að leita í túrbönum

Óli Tynes skrifar
Barack Obama veit svosem hvernig er að vera með túrban. Hann er þarna í heimsókn í Indónesíu.
Barack Obama veit svosem hvernig er að vera með túrban. Hann er þarna í heimsókn í Indónesíu.

Indverskur þingmaður bað Barack Obama að sjá til þess að hætt væri að leita í túrbönum sikka sem ferðast með flugi til og frá Bandaríkjunum. Sikkar verða að hlýða ströngun reglum um klæðaburð. Þeir verða til dæmis að bera túrbana, sverð, sérstök undirföt og sérstakt armband.

Harsimrat Badal sagði að síkkar sættu sig alveg við að fara ekki með sverð sín í flug. Hinsvegar sé niðurlægjandi fyrir þá að þurfa að taka túrbana sína niður eða þá að það sé potað og klipið í þá. Hún taldi að með hátækni gegnumlýsingartækjum sem nú eru til á flugvöllum sé það óþarfi. Forsetinn lofaði að kanna málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×