Erlent

Segist munu leiðrétta stefnuna

Obama og Singh Forsetar Bandaríkjanna og Indlands hittust í gær.
nordicphotos/AFP
Obama og Singh Forsetar Bandaríkjanna og Indlands hittust í gær. nordicphotos/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti segist þurfa að leiðrétta stefnu sína heima fyrir vegna kosningaúrslita, þar sem andstæðingar hans náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins.

Hann tók þó ekki fram hvernig hann ætli að leiðrétta stefnuna.

Þetta sagði hann á Indlandi, þar sem hann hóf tíu daga Asíuferð sína á laugardag.

Þar hitti hann í gær Manmohan Singh forsætisráðherra, sem tók á móti honum á flugvellinum í Nýju-Delí. Fyrr um daginn, þegar Obama var í Mumbaí, ræddi hann við háskólanema, sem sögðust óánægðir með að hann skuli ekki líta á Pakistan sem hryðjuverkaríki.

Mikill fjandskapur hefur lengi ríkt milli Indlands og Pakistan, og hafa Indverjar meðal annars sakað pakistönsk stjórnvöld um að styðja við hryðjuverkamenn sem hafa gert árásir á Indlandi.

Obama sagðist vonast til þess að smám saman takist að byggja upp gagnkvæmt traust milli ríkjanna. „Það mun ekki gerast á morgun,“ bætti hann þó við. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×