Erlent

Fjöldamorð í Finnlandi: Morðinginn framdi sjálfsmorð

Mynd af árásarmanninum.
Mynd af árásarmanninum. MYND/AP
Lögreglan í Finnlandi fann í dag lík af manni sem talinn er vera sá sem hóf skothríð í matvöruverslun í bænum Esbo. Fimm liggja í valnum eftir manninn, þar á meðal fyrrverandi kona hans. Maðurinn er frá Balkanskaga og var ólöglegur í landinu að sögn lögreglu. Hann fannst í íbúð sinni og virðist hafa framið sjálfsmorð. Fjórir létust í skotárásinni í versluninni og áður hafði maðurinn einnig myrt eiginkonu sína fyrrverandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×