Erlent

Fimmtungur Breta heima í fríinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breskir ferðamálafrömuðir sjá fram á að fimmti hver Breti verji frídögum ársins 2010 heima hjá sér en það eru tvöfalt fleiri en sátu heima á þessu ári. Þetta byggja þeir á könnun ferðasíðunnar travelsupermarket.com sem náði til 2.000 manns. Þeir Bretar sem hyggjast ferðast í fríinu ætla hins vegar flestir til Tyrklands, Egyptalands og Marokkó auk þess sem Suður-Afríka verður að líkindum vinsæll áfangastaður vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem þar fer fram næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×