Fleiri fréttir

Vill sýna börnunum upprunaleg landamæri Ísraels

Menntamálaráðherra Ísraels vill að kennslubækur sýni börnum landamæri landsins eins og þau voru fyrir árið 1967 þegar Ísrael lagði undir sig Vesturbakka Jórdanar, Gaza-ströndina, Austur-Jerúsalem og Gólan-hæðirnar. Hægrimenn hafa reiðst mjög þessari tillögu ráðherrans sem segir breytinguna nauðsynlega til að börn skilj sögu landsins.

Geislavirkar skyttur á Emirates Stadium

Leifar geislavirka efnisins pólons 210 fannst á heimavelli breska fótboltaliðsins Arsenal, á Emirates Stadium í Norður-London. Breskir leyniþjónustumenn reyna nú að rekja slóð morðingja rússneska njósnarans Litvinenkos, sem lést af völdum póloneitrunar.

Mikið mannfall uppreisnarmanna í A-Kongó

Rúmlega 150 uppreisnarmenn létust í átökum við friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Austur-Kongó í síðustu viku að því er embættismenn S.þ. greindu frá í dag. Þeir sögðu einnig að fjöldi uppreisnarmannanna hefði gefist upp í kjölfar mannfallsins. Þetta er mesta mannfall sem sést hefur í átökum friðargæsluliða í A-Kongó.

Fjórða valdaránið á 19 árum

Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Þetta er fjórða valdaránið á eyjunum síðan 1987.

Gildir einu hvort skilgreint sem borgarastyrjöld

Tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak. Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið þar verra en borgarastyrjöld. En á meðan tekist er á um hvort borgarastyrjöld geisi þar deyja fjölmargir Írakar víðsvegar um landið á degi hverjum og fyrir ættingju þeirra gildir einu hvernig átökin í Írak eru skilgreind.

Serbinn Seselj í lífshættu vegna mótmælasveltis

Serbíumenn báðu stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í dag að senda serbneska öfgaþjóðernissinnann Vojislav Seselj á sjúkrahús í Belgrad. Heilsu hans hefur hrakað gríðarlega út af mótmælasvelti. Seselj hefur verið vistaður í Haag síðan hann gaf sig fram árið 2003 en réttarhöldum yfir honum var frestað um óákveðinn tíma á föstudaginn.

Nektardansinn er skattfrjáls listviðburður

Dómstóll í Noregi úrskurðaði í dag að nektardansstaðir þyrftu ekki að greiða virðisaukaskatt af starfsemi sinni, því hún félli í flokk með listrænum viðburðum og starfsmennirnir væru listamenn. Skattstjóri í Noregi hafði stefnt skemmtistaðnum Blue Engel fyrir að neita að rukka viðskiptavini um 25% skatt á inngöngumiða.

Gates vill ekki ráðast á Íran

Bandaríkin munu ekki ráðast á Íran nema allt annað hafi verið reynt. Þetta tilkynnti Robert Gates, sem mun taka við embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna af Donald Rumsfeld, í dag. Hann segist þess fullviss að Íranar séu að smíða kjarnavopn en segir að Bandaríkin ættu fyrst að reyna diplómatískar leiðir til þrautar með milligöngu samstarfsríkja.

Hátt í 50 létust í rútuslysi í Perú

Að minnsta kosti 45 létust þegar troðfull rúta hrapaði ofan í gljúfur í Andesfjöllunum í suðurhluta Perús seint í gærkvöld. Frá þessu greindi lögregla í Perú í dag. Hún telur líklegast að bílstjóri rútunnar hafi ekið of greitt og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún steyptist ofan í 500 metra djúpt gljúfur.

Segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak

Robert Gates, tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við yfirheyrslur fyrir varnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að hann teldi ekki að Bandaríkjamenn væru á sigurbraut í Írak.

Maliki hyggst boða til ráðstefnu vegna ástandsins í Írak

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hyggst senda erindreka til nágrannaríkjanna á næstunni til þess að leita eftir samstarfi um að auka öryggi í Írak. Þá hyggst hann boða til ráðstefnu meðal ríkjanna um sama efni.

Mannskæðar árásir í Bagdad

30 hafa fallið í þremur sprengjutilræðum og einni skotárás í Írak í morgun. Árás var gerð á rútu sem var að flytja sjía-múslima í norðurhluta Bagdad. 14 týndu lífi og fjórir særðust. Stuttu síðar sprungu þrjár bílsprengjur í suðurhluta Bagdad. Þar féllu sextán manns og talið að vel á þriðja tug vegfarenda hafi særst.

Leita aðstoðar í Rússlandi

Breskir lögreglumenn hafa formlega beðið rússneska starfsfélaga sína um aðstoð við rannsókn á dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinekons. Eitrað var fyrir honum með geislavirku efni. Fyrrverandi leyniþjónustumaður í Rússlandi segir stjórnvöld í Moskvu hafa myrt Litvinenko og segist hafa mikilvægar sannanir þess efnis.

Heimildarmynd um fanga í Afganistan veldur deilum í Danmörku

Stjórnarandstaðan í Danmörku hefur farið fram á skýringar frá ríkisstjórn landsins vegna upplýsinga sem fram koma í heimildarmynd sem frumsýnd var í Kaupmannahöfn í gær. Myndin heitir Hið leynilega stríð og þar er greint frá því að danskir hermenn í Afganistan hafi í mars árið 2002 afhent Bandaríkjaher 31 stríðsfanga sem síðan hefðu verið pyntaðir.

Völdum rænt í fjórða sinn á 19 árum

Herinn á Fídji-eyjum rændi völdum í nótt og hneppti forsætisráðherra landsins í stofufangelsi. Forseti Fiji-eyja segist ekki styðja valdaránsmenn.

Rússar ekki samstarfsþýðir

Saksóknari rússneska ríkisins, Yuri Chaika, hélt í dag fréttamannafund og sagði að ef einhverjir rússneskir ríkisborgarar verði grunaðir um græsku í eitrunarmálinu svokallaða muni rússnesk lögregla yfirheyra þá og það verði réttað yfir þeim í Rússlandi. Chaika sagði ennfremur að enginn myndi verða framseldur til Bretlands.

Bandaríkin búast ekki við samkomulagi

Háttsettur embættismaður Bandaríkjastjórnar sagði fyrir stórveldafund, sem fram fer í París í dag, að ekki væri búist við því að sátt myndi nást um hugsanlegar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar Írans.

France 24 í loftið á morgun

Á morgun mun alþjóðleg frönsk fréttastöð hefja útsendingar á netinu og daginn eftir í sjónvarpi. Mun hún slást um þann hóp fólk sem horfir á CNN International, BBC World Service og ensku útgáfu Al-Jazeera. Íslensk stúlka mun starfa við ensku útgáfu stöðvarinnar.

Jólafrí setja strik í reikninginn

Varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Alexeyev, sagði í dag að sexveldahópurinn svokallaði myndi sennilega ekki hittast fyrr en árið 2007. Sagði hann það vera vegna væntanlegra jólafría embættismanna.

Durian kominn til Víetnam

Hitabeltisstormurinn Durian lenti á suðurströnd Víetnam í dag. Að minnsta kosti 46 manns létu lífið vegna hans og talið er að fleiri en 300 hafi slasast. Þúsundir húsa eru einnig talin ónýt eftir storminn. Þrír sjómenn eru einnig taldir af eftir að bát þeirra hvolfdi í aðdragand stormsins.

Hrósar Venesúela en minnist ekki einu orði á Chavez

Fulltrúi Hvíta hússins hrósaði í dag venesúelsku þjóðinni fyrir að taka þátt í lýðræðislegum forsetakosningum en minntist ekki einu orði á Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem var endurkjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Chavez er svarinn óvinur Bandaríkjamanna og líkti Bush Bandaríkjaforseta við djöfulinn í frægri ræðu í fyrra.

Pólonrannsóknir í breska sendiráðinu í Moskvu

Breskir geislunarsérfræðingar munu rannsaka hvort einhver merki um geislavirka efnið pólon 210 finnist í sendiráði Breta í Moskvu á næstu dögum. Þetta er hluti af rannsókn bresku leyniþjónustunnar á morðinu á Alexander Litvinenko sem eitrað var fyrir með geislavirku póloni.

NASA byggir á tunglinu

Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, sagðist í dag ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Stöðin verður miðstöð rannsókna á tunglinu auk þess að leggja grunninn að ferðalögum til Mars. Byggingin mun hefjast árið 2020, og munu þá tunglferðir verða tíðari, til þess að flytja megi byggingarefni til tunglsins.

Rússneskur templaraprestur brenndur inni

Rússneskur rétttrúnaðarprestur var brenndur inni ásamt þremur börnum sínum á laugardag og telja rússneskir fjölmiðlar að íkveikjan hafi verið skipulögð til að þagga niður í prestinum, sem barðist ötullega gegn ofdrykkju áfengis. Nokkrir íbúar þorpsins þar sem presturinn bjó sögðu alkóhólista hafa stolið íkonum og öðrum gripum úr kirkjunni til að eiga fyrir næsta sopa.

Flutningaskipin seglum búin

Vindknúin flutningaskip verða tíð sjón í framtíðinni samkvæmt framtíðarsýn fallhlífaframleiðandans Skysails. Þar á bæ segja menn að segl með formi fallhlífar geti sparað flutningaskipum allt að 70 þúsund krónur á dag ef vindáttin er hagstæð. Seglin eru allt að 320 fermetrar að stærð og verða sett í sölu á næsta ári.

Ekvador hallast til vinstri með nýjum forseta

Ekvador bættist í fylkingu vinstrisinnaðra Suður-Ameríkuríkja í dag þegar talningu lauk upp úr kjörkössum forsetakosninganna. Hagfræðingurinn Rafael Correa, vinur hins alræmda Hugo Chavez, forseta Venesúela, hlaut tæp 56,7% gildra atkvæða og vann óvéfengjanlegan sigur á bananakónginum hægrisinnaða Alvaro Noboa.

Valdarán virðist í uppsiglingu

Svo virðist sem valdarán sé í uppsiglingu á Fiji-eyjum. Herinn afvopnaði í dag viðbragðssveitir lögreglu og einangraði höfuðborgina. Herforingi, sem hefur hótað því að ræna völdum, segir þetta aðeins gert til að koma í veg fyrir vopnuð átök á eyjunum.

Fríverslunarviðræður eftir áramótin

Viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli Íslands og Kína var undirrituð í Peking í dag. Í gær var fyrsti áfangi íslenskrar hitaveitu tekinn í notkun í Kína. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi.

Verra en borgarastyrjöld í Írak

Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld og telur líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hússein réð ríkjum í landinu. Hann segir innrásina í Írak hafa verið mikið áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar.

Bretar endurnýja kjarnavopnabúr sitt

Bretar ætla að endurnýja allt kjarnavopnabúr sitt á næstunni, þar á meðal allan kjarnorkukafbátaflotann. Tony Blair, forsætisráðherra, sagði í dag að hinir bandarísku Trident kjarnaoddar verði áfram í vopnabúrinu en hins vegar verði kjarnaoddum fækkað um 20% og verði færri en 160 talsins og hugsanlega verði ekki keyptir nema þrír kafbátar í stað fjögurra.

Ekki öruggara að nota handfrjálsan búnað

Hættan á umferðarslysum eykst þegar fólk talar í farsíma við akstur, óháð því hvort notaður er handfrjáls búnaður eða ekki. Þetta leiðir ný rannsókn á vegum rannsóknarseturs Danmerkur í samgöngumálum í ljós en greint er frá henni á vef Jótlandspóstsins.

Dýrt spaug að kasta tertu í ráðherra

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Osló í dag fyrir að kasta rjómatertu í Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, í október í fyrra þar sem hún var að ganga inn í ráðuneyti sitt.

Íslendingur fer til Filippseyja vegna hamfara

Sólveig Þorvaldsdóttir heldur til Filippseyja í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða krossins vegna fellibylsins Durians sem gekk yfir landið aðfaranótt föstudagsins 30. nóvember.

Pinochet látinn laus gegn tryggingu

Dómstóll í Chile hefur úrskurða að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, verði látinn laus gegn tryggingu en hann var handtekinn í síðustu viku í tengslum við morð á tveimur andstæðingum hans í valdatíð Pinochets. Ákvörðun dómstólsins kemur degi eftir að Pinochet hlaut alvarlegt hjartaáfall.

Verra en borgarastyrjöld

Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Írak mun verra en borgarastyrjöld. Hann segir jafnframt líf almennra Íraka verra nú en þegar Saddam Hussein stjórnaði landinu.

Valdarán í uppsiglingu á Fiji-eyjum

Herinn á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Búið er að koma upp vegatálmum og einangra höfuðborgina. Talið er að herforinginn Frank Bainimarama ætli að ræna völdum en hann hefur hótað því segi forsætisráðherra eyjanna ekki af sér.

Samskipti Rússa og Breta versna

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði í dag að eitrunarmálið væri samskiptum Bretlands og Rússlands erfitt. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem hann hélt í Brussel í dag. „Að leggja of mikla áherslu á þetta mál er óásættanlegt og auðvitað hefur þetta slæm áhrif á samskipti okkar.“

13 metra há jólageit

Í sænska bænum Gavle er sá siður á að fyrir jólin er reist 13 metra há geit sem gerð er úr hálmi og er hún síðan aðalsmerki bæjarins á meðan jólahátíðinni stendur. Hún hefur hinsvegar aðeins lifað af tíu sinnum af þeim 40 skiptum sem þetta hefur verið gert enda kitlar marga brunavarga í puttana þegar þeir sjá geitina.

EU og Kasakstan í samstarf

Evrópusambandið samþykkti í dag samning um að hefja samstarf við Kasakstan í kjarnorkumálum en landið er þriðji stærsti framleiðandi úrans. Samningurinn kveður á um samstarf á friðsamlegri nýtingu kjarnorku á sviðum eins og öryggismálum, rannsóknum og þróunum sem og viðskiptum með kjarnaefni hvers konar.

Um 70 talibanar felldir í Helmand-héraði í gær

Talsmenn herja Atlantshafsbandlagsins í Afganistan segjast hafa fellt um 70 uppreisnarmenn úr röðum talibana í kjölfar þess að hermönnunum var gerð fyrirsát nærri bænum Musa Qala í Helmand-héraði í suðurhluta landsins í gær.

Djúpt á ástinni

Hvar myndir þú vilja gifta þig? Í kirkju, á fjallstoppi eða undir yfirborði jarðarinnar? 10 kínversk pör völdu það síðastnefnda og giftu sig í 300 metra djúpum námugöngum. "Að giftast manninum sem ég elska á vinnustað hans hefur mikla merkingu fyrir mér." sagði ein brúðurin aðspurð.

40 ára fangelsi fyrir nauðgun

Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað filippeyskri konu þann 1. nóvember síðastliðinn. Konan sagði að hún hefði verið ölvuð og að á meðan hefði maðurinn nauðgað henni en hann bar því við að kynmökin hefðu verið með hennar samþykki.

Tugir rússneskra njósnara starfa í Bretlandi -myrða og kúga

Rússneskir njósnarar, í Bretlandi, eru jafn virkir og þeir voru meðan kalda stríðið stóð sem hæst, að sögn bresku leyniþjónustunnar. Leyniþjónustan telur líklegast að launmorðingjar í þjónustu rússneskra stjórnvalda hafi myrt fyrrverandi KGB manninn Alexander Litvinov, sem lést í Lundúnum fyrir tíu dögum.

Sjá næstu 50 fréttir