Fleiri fréttir

Bílasalar sem kunna ekki að keyra

Bílasalar sem kunna ekki að keyra yrðu líklega ekki eftirsóttir hér á landi. Í Saudi-Arabíu er hinsvegar talsvert af þeim. Þessir bílasalar eru konur. Og þær selja bílana konum sem ekki mega keyra þá.

Mannfall Bandaríkjanna í Írak nálgast þriðja þúsundið

Þrír bandarískir hermenn féllu í tveim sprengjuárásum, í Írak, í dag og er nú mannfall Bandaríkjanna í Írak nálgast nú þriðja þúsundið. Með þessu hafa tvöþúsund áttahundruð og níutíu hermenn fallið í landinu.

Pútin vildi að Blair þaggaði niður í njósnara

Rússar reiddust mjög og kvörtuðu yfir því við bresku ríkisstjórnina, að bréf sem KGB njósnarinn Alexander Litvinenko skrifaði á banabeði sínum skyldi gert opinbert eftir að hann lést. Í bréfinu sakaði Litvinenko Vladimir Putin um að hafa myrt sig.

Íranar þakka Rússum

Íranar fögnuðu því í dag að Rússar skuli vera andvígir þeim hörðu refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið vilja beita landið vegna kjarnorkuáætlunar þess.

Pinochet veittar nábjargirnar

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er við dauðans dyr eftir alvarlegt hjartaáfall sem hann fékk í gær. Að sögn AP-fréttastofunnar hefur prestur veitt honum hinsta sakramentið.

Chavez sagður öruggur um sigur

Allt bendir til að Hugo Chavez verði endurkjörinn forseti Venesúela þegar landsmenn ganga að kjörborðinu í dag.

Rumsfeld hafði efasemdir

Nokkrum dögum áður en Donald Rumsfeld, fyrrverandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér embætti hafði hann lagt til meiriháttar breytingar á stefnunni í Írak við forsetaembættið.

Scaramella hinn hressasti

Mario Scaramella, trúnaðarvini KGB-mannsins sáluga, Alexander Litvinenko, heilsast vel þrátt fyrir að geislavirka efnið pólóníum 210 hafi fundist í líkama hans.

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Í Cheyenne fjalli í Kólóradó, í Bandaríkjunum, er stjórnstöð bandaríska flughersins. Þaðan er auðvitað mikið um fjarskipti og meðal annars hefur herinn sérstaka tíðni sem hann notar til þess að láta æðstu embættismenn vita ef eitthvað er í uppsiglingu.

Mótmælin halda áfram

Mótmælendur í miðborg Beirútar, höfuðborgar Líbanons, láta engan bilbug á sér finna en þeir eyddu annarri í nótt í tjaldborg við stjórnarráðið til að þrýsta á ríkisstjórnina að segja af sér.

Rumsfeld lagði til stórfelldar breytingar í Írak

Donald Rumsfeld, lagði til meiriháttar breytingar á stefnunni í Írak rétt áður en hann lét af embætti, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Hann sagði ljóst að það sem Bandaríkin væru að gera í Írak gengi ekki nógu vel.

Harðir skotbardagar milli Palestínumanna á Gaza

Hundruð palestinskra lögreglumanna háðu í dag margra klukkustunda skotbardaga við hóp palestínumanna þegar þeir reyndu að handtaka meðlimi stórrar fjölskyldu sem eru sakaðir um eiturlyfja- og vopnasmygl, og að stela landi í eigu hins opinbera.

Ræddu brotthvarf danskra hermanna frá Írak

Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur átti í dag fund með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og ræddu þeir um möguleikann á að danskir hermenn hyrfu frá landinu á næsta ári. Al-Maliki hefur sagt að Írakar verði reiðubúnir til þess að taka sjálfir við öryggisgæslu í landi sínu árið 2007.

Sótt að Rauða hverfinu

Borgarstjórnin í Amsterdam hefur fyrirskipað að þriðjungi allra vændishúsa í Rauða hverfinu svonefnda skuli lokað svo að stemma megi stigu við fjölgun glæpa í borginni.

Laug til um krabbamein

Einstæð móðir frá Wisconsin í Bandaríkjunum á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist fyrir að skrökva að vinum og samstarfsmönnum að hún væri með ólæknandi krabbamein.

Dýrt að fara í vinnuna á Range Rover

Breska samgönguráðuneytið íhugar að hækka gjöld á þá sem aka bílum sínum í höfuðborg landins. Þeir þurfa þegar að borga fyrir að aka í miðborginni, en það gæti hækkað verulega á næstu árum.

Tvennir síamstvíburar skildir að

Það er ekki á hverjum degi sem síamstvíburar eru skildir að, hvað þá tvennir. Það gerðist þó í vikunni þegar læknar í Kína gerðu skurðaðgerð á 28 daga gömlum systrum frá Fujian-héraði sem voru samvaxnar á búknum. Um svipað leyti hófu sádiarabískir læknar að skilja að írösku systurnar Fatimu og Zöhru en þær eru tíu mánaða gamlar.

Castro hvergi sjáanlegur

Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna.

Tæplega hundrað liggja í valnum

Óttast er að hátt í hundrað manns hafi farist þegar enn ein bílsprengjuárásin var gerð á sjíahverfi í Bagdad í dag. Síðastliðinn mánuður var sá mannskæðasti í Írak frá því að ráðist var inn í landið.

Mannskæð árás í Bagdad

Að minnsta kosti 43 liggja í valnum eftir að þrjár bílsprengjur sprungu nánast samtímis í miðborg Bagdad fyrr í dag. Bílunum sem sprengjunum hafði verið komið fyrir í var lagt við götumarkað sem sjía-múslimar sækja helst.

Engin geislun þar sem Gaidar var

Engin geislun hefur fundist á stöðum sem rússneski stjórnmálamaðurinn Yegor Gaidar heimsótti á Írlandi, áður en hann missti meðvitund í Maynooth háskólanum, þar sem hann var að kynna nýja bók sína. Írskur blaðamaður sem er fyrrverandi fréttaritari í Moskvu, segir að aðstoðarmenn Gaidars hafi tjáð sér að hann hafi verið orðinn veikur fyrir komuna til Írlands.

Castro lét ekki sjá sig

Mikilli hersýningu í tilefni af áttatíu ára afmæli Fidels Castro, er nú lokið á Kúbu án þess að leiðtoginn léti sjá sig. Með réttu eða röngu var litið á það sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð, hvort hann myndi mæta eða ekki.

Finnair þota kyrrsett vegna geislavirkni

Rússnesk yfirvöld hafa kyrrsett flugvél frá Finnska flugfélasginu Finnair, eftir að geislun mældist þar um borð. Vélin átti að fara frá Moskvu til Helsinki.

Mannskæð umferðarslys á Indlandi

Þrjátíu og þrír létu lífið og fimmtán slösuðust þegar 150 ára gömul brú sem verið var að rífa, hrundi ofan á járnbrautarlest sem keyrði fyrir neðan hana, á Indlandi í dag.

Sex hundruð taldir af

Nánast engar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi í eðjunni við rætur eldfjallsins Mayon á Filippseyjum en miklar aurskriður féllu úr því í fyrrinótt í kjölfar fellibyls sem gekk yfir eyjarnar.

Castro ennþá veikur

Hátíðarhöldum í tilefni áttræðisafmælis Fídels Castro Kúbuleiðtoga lýkur í dag með mikilli hersýningu í höfuðborginni Havana. Margt fyrirmenna er samankomið á Kúbu í tilefni afmælisins, þar á meðal Evo Morales og Daniel Ortega, forseta Bólivíu og Níkaragva, en sjálft afmælisbarnið hefur hins vegar enn ekki látið sjá sig.

Pólóníum finnst í konu Litvinenkos

Leifar af geislavirka efninu pólóníum 210 hafa fundist í Marinu Litvinenko, eiginkonu Alexanders Litvinenko, fyrrverandi KGB-njósnara sem lést úr eitrun í síðustu viku.

Bandaríkin reyna að stilla til friðar í Sómalíu

Bandaríkin hafa beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að styrkja stjórnina í Sómalíu með herliði frá Afríkubandalaginu sem myndi ekki innihalda hermenn frá nágrannaríkjum eins og Eþíópíu. Tillaga sem Bandaríkjamenn hafa gert leggur líka til að slakað verði á vopnasölubanninu sem Sómalía býr við svo að friðargæsluliðar geti komið með vopn til landsins og styrkt her þess.

Röntgentæki á flugvöllum framtíðarinnar

Alþjóðlegi flugvöllurinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum mun nú taka upp gegnumlýsingartæki sem nota á á farþega. Grunsamlegir farþegar verða þá beðnir um að standa fyrir framan það á meðan mynd er tekin af þeim og sést þá allt sem undir fötum manns er.

Smokkur sem er spreyjað á

Þýskir kynfræðslukennarar áætla að þróa smokk sem verður spreyjað á kynfæri karlmanna og á hann að passa á allar stærðir þeirra. Jan Vinzenz Krause frá þýsku Smokkastofnununni, sem er ráðgefandi aðili um notkun smokka, sagði að varan ætti að hjálpa fólki að lifa einfaldara og öruggara kynlífi.

Calderon orðinn forseti Mexíkó

Felipe Calderon var vígður í embætti sem forseti Mexíkó í dag. Athöfnin fór fram í þinghúsinu en stjórnarandstöðuþingmenn höfðu tekið sér stöðu í húsinu nokkrum dögum áður og klukkutíma fyrir athöfnina tóku þeir völdin og lokuðu hurðinni inn í þingsalinn. Calderon fór þá inn bakdyramegin ásamt fráfarandi forseta og var vígður á fáeinum mínútum og hljóp síðan aftur út.

Lögreglumenn handteknir á Spáni

Yfirvöld á Spáni hafa handtekið sjö manns, þarf af fjóra lögregluþjóna, í úthverfi Madrídar vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í sölu á sprengiefnum eins og þeim sem notuð voru í sprengjuárásinni á lestarkerfi Spánverja í mars 2004. Mennirnir eru einnig grunaðir um að selja eiturlyf.

Scaramella ekki í lífshættu

Mario Scaramella, ítalski öryggissérfræðingurinn sem fundaði með Alexander Litvinenko daginn sem hann veiktist, fékk mun minni skammt af geislavirka efninu pólóníum í sig en Litvinenko og hefur efnið engin áhrif haft á heilsu Scaramella. Sjúkrahús í Lundúnum þar sem Scaramella var prófaður sagði þetta í tilkynningu nú fyrir skömmu.

South Park er heimspekilegur þáttur?

Nýlega var gefin út heimspekibók sem fjallar um South Park sjónvarpsþættina. Hún er hins vegar ekki að gera lítið úr þáttunum heldur fjallar bókin um að South Park þættirnir séu í raun og veru mjög í ætt við heimspeki kunnra fræðimanna eins og John Stuart Mills, sem skrifaði Frelsið, og Sókratesar.

Evrópusambandið og Rússar ræðast við

Búist er við því að stórveldafundur verði í næstu viku þar sem rætt verður um hvernig þær refsiaðgerðir sem á að setja á Íran verði en þetta sögðu utanríkisráðherrar Rússlands og Evrópusambandsins, Sergey Lavrov og Javier Solana, í dag. Rússar hafa gefið til kynna að þeir séu því fylgjandi að settar verði þvinganir á Íran til þess að koma í veg fyrir að þeir þrói kjarnavopn.

Pólóníum í ættingja Litvinenkos

Leifar af geislavirka efninu pólóníum hafa fundist í kvenkyns ættingja Alexander Litvinenko, hinum fyrrverandi rússneska njósnara, sem var myrtur í síðasta mánuði. Hún er þó ekki talin vera í bráðri hættu þar sem magnið sem í henni fannst var það lítið og var hún ekki lögð inn á sjúkrahús.

SÞ að sjá um kosningar í Nepal

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna brást fljótt við hjálparbeiðni frá stjórnvöldum og uppreisnarmönnum í Nepal um að samtökin myndu taka að sér að sjá um væntanlegar kosningar þar í landi sem og umsjón með herjum og vopnum beggja aðila.

Rússar og Aserar deila

Forseti Asera, Ilham Aliyev, sagði í dag að Aserbaídsjan myndi draga mikið úr olíuflutningum sínum í gegnum rússneskt landsvæði vegna þess að Rússar ætla sér að minnka það gas sem Aserbaídsjan fær frá þeim. Tilkynningin frá Rússum kom stuttu eftir að Aserar ákváðu að auka gasframleiðslu sína til þess að mæta aukinni gasþörf í Georgíu eftir að Rússar minnkuðu sendingar sínar þangað.

Á fimmta hundrað manns taldir af

Óttast er að yfir 400 manns hafi farist þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar í gær. Við rætur eldfjallsins Mayon lentu heilu þorpin undir miklum aur- og grjótskriðum.

Hundruð þúsunda mótmæltu

Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll.

Glæpamenn vegna heilagalla

Líffræðilegur galli í blóðflæði í heilanum, frekar en andlegt ástand, gæti útskýrt af hverju sumt fólk verður glæpasjúkt. Vísindamenn frá Kings College í London fylgdust með viðbrögðum sex síbrotamanna, sem höfðu framið morð, nauðganir og alvarlegar líkamsárásir, á meðan þeim voru sýndar myndir af hræddum andlitum.

4 milljarðar í skaðabætur

Rómversk-kaþólska kirkjan í Los Angeles, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum, hefur sæst á að borga 60 milljónir dollara, eða um 4 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur í alls 45 kynferðisafbrotamálum sem höfðuð voru gegn prestum hennar.

Sjá næstu 50 fréttir