Fleiri fréttir

Hundruðir yfirgefa heimili sín

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að stífla gaf sig í bænum Duernkrut í Austurríki. En stíflan er í ánni March sem er við landamæri Austurríkis og Slóvakíu. Stíflan gaf sig í nótt eftir mikla vatnavexti. Vatn umlykur um helming bæjarins Duernkurt en fjöldi manna vinnur að björgunarstarfi.

Hvetja Íraka til að mynda starfhæfa ríkisstjórn

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvöttu Íraka til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem fyrst en þau eru nú stödd í Írak. Andstaða gegn Íraksstríðinu magnast í Bandaríkjunum.

Tuttugu manns fórust í sprengingu í Kína

Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og níu er saknað eftir að sprenging varð í sprengiefnaverksmiðju í Kína. Tugir björgunarsveitarmanna reyna nú að ná til þeirra sem enn eru inni í rústum hússins. Verksmiðjan er í borginni Zhaoyuan í austurhluta Kína.

Jóhannesar Páls páfa minnst

Tugir þúsunda manna söfnuðust saman við Vatíkanið í Róm í gærkvöldi til að minnast þess að ár er liðið frá því Jóhannes Páll páfi annar féll frá. Fólkið kveikti á kertum og bað fyrir páfa.

Erfitt gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Taílandi

Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa ríkisstjórn í Taílandi en þingkosningar fóru fram í landinu í gær. Stjórnarandstaðan í landinu og fylgismenn hennar skiluðu auðu í kosningunum til að leggja áherslu á óánægju sína.

Pandabirnir fá nýtt heimili

Þrír árs gamlir pandabirnir voru fluttir í ný heimkynni í gær. Birnirnir hafa hingað til dvalið í sérstakri miðstöð en eru nú fluttir í dýragarð í Sjanghæ.

Plönturækt í geimnum?

Er hægt að rækta grænmeti og plöntur í geimnum? Þessari spurningu reynir nú hópur vísindamanna í Þrándheimi í Noregi að svara.

Benedikt páfi minnist hugrekkis forvera síns

Benedikt páfi minntist Jóhannesar Páls annars, forvera síns, sem hugrakks manns og verðugs leiðtoga kaþólsku kirkjunnar þegar hann ávarpaði tugþúsundir manna á Péturstorginu í dag, en eitt ár er liðið í dag frá andláti Jóhannesar. Benedikt sagði Jóhannes hafa verið Guðs mann allt fram í andlátið.

17 mánaða barn myrt

Tveir menn og ein kona eru nú í haldi ítölsku lögreglunnar, grunuð um að hafa rænt 17 mánaða gömlu sveinbarni af heimili þess í síðasta mánuði. Lík barnsins fannst við árbakka á Norður-Ítalíu í gær.

Stefnt að því að semja við Írana

Stefna bandarískra stjórnvalda er að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana en Bandaríkjaforseti hefur þó ekki útilokað aðrar leiðir. Þetta segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir stöðu mála í deilunni við Írana allt aðra en þegar ákveðið var að ráðst inn Írak.

Ferjan var ekki skemmtiferðaskip

Ferja sem fór á hliðina undan strönd Bahrain á fimmtudagskvöldið, með þeim afleiðingum að 58 manns drukknuðu, mátti ekki flytja farþegar um lengri veg.

Snurða hlaupin á þráðinn

Talið er að snurða hafi þegar hlaupið á þráðinn í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Kadima-flokksins og Verkamannaflokksins í Ísrael. Formlega viðræður hefjast ekki fyrr en í lok vikunnar þegar forseti landsins hefur ákveðið hvaða flokkur fær umboð til stjórnarmyndunar.

Komið í veg fyrir sjálfsvígsárás

Svo virðist sem ísraelska lögreglan hafið komið í veg fyrir sjálfsvígssprengjuárás í bænum Beit Shean í norðurhluta landsins í dag. Lögregla stöðvaði bílferð tveggja manna og handtók þá eftir að upplýsingar bárust um að árásarmenn með sprengjubelti um sig miðja væru á leið til borgarinnar.

Bandarísk þyrla skotin niður

Bandarísk herþyrla er talin hafa verið skotin niður í Írak í gær og eru tveir flugmenn hennar taldir af. Þeir bætast í hóp ríflega 2.300 bandarískra hermanna sem hafa fallið í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir rétt rúmum þremur árum. Athygli vekur að þessi atburður skuli eiga sér stað einmitt þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í opinberri heimsókn í Írak.

Sprengjuhótun í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn girti í gær af svæðið í kringum kaffihúsið Café Rust á Nørrebro eftir nafnlaust símtal þar sem varað var við að sprengja myndi springa á kaffihúsinu klukkan tíu um kvöldið. Eftir ítarlega leit í húsinu þar sem ekkert grunsamlegt fannst var opnað aftur rétt um miðnætti. Ekki er vitað um hver ber ábyrgð á viðvöruninni en það var dönskumælandi maður sem hringdi inn.

Ár frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars

Kaþólikkar um allan heim minnsta þess í dag að ár er liðið frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars. Pílagrímar hvaðanæva úr heiminum liggja á bæn við grafhvelfingu hans og búa sig undir bænahald á Péturstorginu í Róm í dag og í kvöld.

Elstu skógar Austur-Asíu að hverfa

Ef haldið verður áfram að höggva niður tré í Austur-Asíu á þeim hraða sem nú er gert, verða elstu skógar á svæðinu horfnir innan áratugar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Grænfriðunga.

Tælendingar kjósa sér þing

Tælendingar gengu að kjörborðinu í morgun og kusu sér þing. Forsætisráðherra landsins boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum og vildi með þeim reyna að þagga niður í andstæðingum sínum sem hafa krafist afsagnar hans.

Fleiri tilfelli fuglaflensu staðfest í Danmörku

Yfirvöld í Danmörku hafa skilgreint 3 km varnarsvæði á Lálandi og í Fåborg á Fjóni þar sem hræ fugla sem voru sýktir af fuglaflensuveiru fundust. Rannsókn á sýnum hefur leitt í ljós að fuglarnir voru sýktir af H5 veiru en ekki liggur fyrir hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði er að ræða.

Rice og Straw til Íraks

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu bandarískra stjórnvalda að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana. Hún segir stöðu mála í Íran aðra en þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak.

Svarti kassinn fundinn

Búið er að finna lík þeirra nítján sem fórust þegar flugvél þeirra skall utan í fjallshlíð rétt fyrir utan Ríó í Brasilíu í fyrrakvöld. Einnig er búið að finna svarta kassann úr vélinni sem var af gerðinni LET 410 og framleidd í Tékklandi. Sautján farþegar voru í vélinni auk tveggja manna áhafnar þegar hún hrapaði. Nokkuð rigndi á því svæði þar sem slysið varð og nokkur þoka. Björgunarsveitir komu að flaki vélarinnar tæpum tíu klukkustundum eftir slysið en erfiðlega mun hafa gengið að ryðja leið í gegnum þétt skóglendi.

Íslendingar byggja óperuhús í Danmörku

Íslenskir auðmenn ætla að láta byggja nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Þannig hljómaði aprílgabb danska dagblaðsins Berlinske Tidende. Blaðið sagði frá því að íslenski fjárfestingasjóðurinn Saga Fairytales Holding, en þó ekki Group, ætlaði að láta reisa óperhúsið gegnt Óperushúsinu í Hólminum sem nýlega var opnað.

Þingkosningar á Tælandi

Tælendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum en almenningur í landinu hefur gagnrýnt hann harðlega og sakað hann um spillingu og að hafa misbeitt valdi sínu.

Óttast ókyrrð í íslensku fjármálalífi

Breskir fjárfestar óttast að ókyrrð í íslensku fjármálalífi leiði til þess að íslenskir fjárfestar selji eigur sínar í Bretlandi. Hlutabréf í félögum þar sem íslendingar hafa fjárfest hafa lækkað í verði vegna þessa ótta á umliðnum dögum. Frá þessu er ítarlega greint í blaðinu Sunday Times í dag.

Eldfimt ástand á Gasa-ströndinni

Heimastjórn Palestínumanna, undir forystu Hamas-liða, hvetur herskáa Palestínumenn til að láta af árásum á liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas forseta. Ástandið á Gasa-ströndinni hefur verið eldfimt frá því leiðtogi herskárra Palestínumanna féll í árás Ísraela í gær.

Rice segir mistök hafa verið gerð í Írak

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ýmis mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina í Írak og eftirmála hennar en í grunninn hafi verið rétt að koma Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, frá völdum. Ráðherrann er staddur í heimsókn á Bretlandi, þar sem mótmælendur hafa fylgt henni eftir við hvert fótmál.

Íranar gera tilraunir með ný flugskeyti

Íransher gerði í gær tilraunir með nýja gerð af flugskeytum sem talið er að hægt verði að skjóta á skotmörk í Ísrael og herstöðvar Bandaríkjamanna við Persaflóann. Fregnir þess efnis valda nú Bandaríkjamönnum áhyggjum í ljósi kjarnorkudeilunnar við Írana sem enn er í hnút.

Fólk flutt nauðugt af flóðasvæðum

Björgunarsveitarmenn og íbúar í bænum Wildberg í Þýskalandi búa sig undir það versta, en vatnshæð í ánni Saxelfur hefur aukist töluvert síðustu klukkustundirnar. Svo gæti farið að 19 fjölskyldu í Dresden verði fluttar nauðungar frá heimilum sínum í dag sökum flóðahættu.

Ákvörðun Frakklandsforseta fordæmd

Verkalýðsfélög og stúdentar fordæma þá ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf sem mótmælt hefur verið víða um Frakkland síðustu vikur. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ætla áfram að stefna á allsherjarverkfall í landinu í næstu viku.

Eldflaugaárásir í Gasa-borg

Ísrelsher gerði í morgun eldflaugaárás á knattspyrnuvöll í Gasa-borg. Eldflaugum var einnig skotið á garð í miðri borginni. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafi fallið í árásunum.

Skipstjórinn yfirheyrður

Lögreglan í Bahrain yfirheyrir nú skipstjóra snekkju sem fór á hliðina í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimmtíu og sjö manns drukknðu. Tveggja er enn saknað. Saksóknari í Bahrain segir skipstjórann ekki hafa nauðsynleg leyfi og því sé hann í haldi.

Sjá næstu 50 fréttir