Erlent

Benedikt páfi minnist hugrekkis forvera síns

MYND/AP

Benedikt páfi minntist Jóhannesar Páls annars, forvera síns, sem hugrakks manns og verðugs leiðtoga kaþólsku kirkjunnar þegar hann ávarpaði tugþúsundir manna á Péturstorginu í dag, en eitt ár er liðið í dag frá andláti Jóhannesar. Benedikt sagði Jóhannes hafa verið Guðs mann allt fram í andlátið.

Minningarathöfnin nær hámarki klukkan 21:37 í kvöld en það er staðfestur dánartími páfans. Þá verður kirkjuklukkum hringt í Róm og víða um Pólland til að minnast eins árs ártíðar páfa. Benedikt páfi mun þá ávarpa fólkið á Péturstorgi og verður ávarpinu sjónvarpað beint yfir aðaltorgið í Kraká í Póllandi, þar sem Jóhannes Páll annar var á sínum tíma erkibiskup. Þá verður einnig lesið úr völdum verkum Jóhannesar, sálmum, hugvekjum og predikunum.

Benedikt sagði kaþólikka aldrei mundu gleyma þjáningunni í rödd Jóhannesar Páls þegar hann flutti heimsbyggðinni blessunarorð sín á páskadag fyrir ári síðan, sárþjáður af veikindunum sem drógu hann til dauða nokkrum dögum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×