Fleiri fréttir Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15.3.2023 13:01 Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15.3.2023 12:46 Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. 15.3.2023 12:03 Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. 15.3.2023 11:55 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson bankastjóra Seðlabankans sem segir að þótt fjármálakerfið standi traustum fótum fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi. 15.3.2023 11:41 Bein útsending: Kynning á skýrslu um eflingu kornræktar Ný skýrsla um eflingu kornræktar, sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir matvælaráðuneytið, verður kynnt á sérstökum kynningarfundi á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 11. 15.3.2023 10:31 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15.3.2023 10:31 Halda leitinni áfram á morgun Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur ekki borið árangur. Lögreglan er ekki viss hvort reiðhjól sem fannst í leitinni sé í eigu Stefáns. Leitinni verður haldið áfram á morgun og notast verður við dróna. 15.3.2023 10:25 Stefnir í ljósasýningu á himni í kvöld Búast má við miklu sjónarspili á himni í kvöld. Norðurljósin hafa verið mikil síðustu daga og aðstæður til að sjá þau góðar. Nú er þó útlit fyrir að þau verði enn meiri í kvöld. 15.3.2023 10:00 Kosningum til formanns VR lýkur í dag Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag. 15.3.2023 09:07 Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15.3.2023 07:42 Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15.3.2023 07:06 „Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir“ Fjármálaráðherra segir eftirlit með bönkunum hafa verið eflt verulega á síðasta rúma áratug en hrun bandaríska bankans Silicon Valley sýni fram á mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sér sterkt. 14.3.2023 21:01 Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14.3.2023 19:45 „Það rigndi yfir okkur glerbrotum“ Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið. 14.3.2023 19:14 Zelensky þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn allt frá upphafi innrásar Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra ytra í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu. 14.3.2023 19:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu. 14.3.2023 18:10 Í gæsluvarðhaldi fram að helgi Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. 14.3.2023 17:42 Fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir byssumanninum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur á sunnudagskvöld. 14.3.2023 17:05 Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. 14.3.2023 16:28 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14.3.2023 15:58 Fundi Katrínar og Zelenskys lokið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið. 14.3.2023 15:23 Eldræða Jódísar: Þingmenn verði að standa í lappirnar gegn „hryllingi“ á Seyðisfirði Þingmaður Vinstri grænna flutti eldræðu á Alþingi í dag og sagði öðrum þingmönnum að standa í lappirnar gegn erlendum fjárfestum. Tilefni ræðunnar er áætlað fiskeldi á Seyðisfirði en þingmaðurinn er þaðan. 14.3.2023 14:38 Fær ekki að áfrýja dómi vegna skotárásarinnar á Egilsstöðum Hæstiréttur telur ekki ástæðu til að veita Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni leyfi til að áfrýja átta ára fangelsisdómi fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst árið 2021. 14.3.2023 14:03 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14.3.2023 14:00 Hafa ekki tekið ákvörðun um gæsluvarðhald yfir byssumanninum „Það er eiginlega ekkert nýtt. Ég hugsa að það skýrist seinna í dag hvort það verði gerð krafa um gæsluvarðhald,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. 14.3.2023 14:00 Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14.3.2023 13:44 Fundurinn einn sá einkennilegasti að mati Sigmars Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis. 14.3.2023 13:38 Aukið eftirlit í kjölfar morðmáls árið 2017 loks á teikniborðinu Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. 14.3.2023 13:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Úkraínuferð forsætis- og utanríkisráðherra sem nú stendur yfir. 14.3.2023 11:31 Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. 14.3.2023 11:26 Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14.3.2023 11:16 „Afbrigðilegt“ kuldakast og fordæmalaust frá 1951 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir kuldakastið síðustu daga „afbrigðilegt“ og fordæmalausir frá 1951. Útlit er fyrir að morgundagurinn verði tíundi dagurinn í röð þar sem hitinn í Reykjavík fer ekki yfir frostmark. 14.3.2023 11:12 Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 14.3.2023 11:11 Fannst sárt að sjá fólk verja Íslensku óperuna Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir gagnrýnir uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly harðlega. Sýningin vakti mikið umtal í síðustu viku í kjölfar þess sem hópurinn var sakaður um menningarnám. 14.3.2023 10:26 Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14.3.2023 09:20 Bein útsending: Opinn nefndarfundur um alþjóðlega vernd vegna aðstæðna í Venesúela Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund milli klukkan 9:10 og 10 í dag þar sem fundarefnið er alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Venesúela. 14.3.2023 08:40 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14.3.2023 07:55 Hættir sem formaður eftir að hafa greinst með heilaæxli Karl Ágúst Úlfsson hefur ákveðið að láta af formennsku í Rithöfundasambandi Íslands eftir að hafa greinst með heilaæxli fyrir þremur mánuðum. 14.3.2023 07:47 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14.3.2023 06:49 Skiptu fölsuðum evru seðlum fyrir íslenskar krónur Héraðssaksóknari hefur ákært fimm manns fyrir að láta út falsaða evru peningaseðla í Reykjavík árið 2020. Seðlarnir, sem voru 100 og 200 evra, voru að minnsta kosti 63 talsins og fengu fimmmenningarnir rúma milljón króna upp úr krafsinu. 13.3.2023 23:26 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13.3.2023 22:22 Skotmaðurinn handtekinn Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 13.3.2023 21:51 Skömmuðu ráðherra fyrir að biðja konur á Alþingi að tala lægra Þingmenn þriggja flokka í stjórnarandstöðunni skömmuðu í dag fjármálaráðherra og innviðaráðherra fyrir að biðja tvo kvenkyns formenn stjórnmálaflokka um að tala ekki of hátt í ræðustól. 13.3.2023 21:44 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13.3.2023 20:55 Sjá næstu 50 fréttir
Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15.3.2023 13:01
Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15.3.2023 12:46
Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. 15.3.2023 12:03
Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. 15.3.2023 11:55
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson bankastjóra Seðlabankans sem segir að þótt fjármálakerfið standi traustum fótum fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi. 15.3.2023 11:41
Bein útsending: Kynning á skýrslu um eflingu kornræktar Ný skýrsla um eflingu kornræktar, sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir matvælaráðuneytið, verður kynnt á sérstökum kynningarfundi á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 11. 15.3.2023 10:31
Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15.3.2023 10:31
Halda leitinni áfram á morgun Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur ekki borið árangur. Lögreglan er ekki viss hvort reiðhjól sem fannst í leitinni sé í eigu Stefáns. Leitinni verður haldið áfram á morgun og notast verður við dróna. 15.3.2023 10:25
Stefnir í ljósasýningu á himni í kvöld Búast má við miklu sjónarspili á himni í kvöld. Norðurljósin hafa verið mikil síðustu daga og aðstæður til að sjá þau góðar. Nú er þó útlit fyrir að þau verði enn meiri í kvöld. 15.3.2023 10:00
Kosningum til formanns VR lýkur í dag Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag. 15.3.2023 09:07
Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15.3.2023 07:42
Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15.3.2023 07:06
„Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir“ Fjármálaráðherra segir eftirlit með bönkunum hafa verið eflt verulega á síðasta rúma áratug en hrun bandaríska bankans Silicon Valley sýni fram á mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sér sterkt. 14.3.2023 21:01
Lokaatkvæðagreiðsla um útlendingafrumvarpið á morgun Þriðju umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lauk á Alþingi skömmu eftir klukkan sex nú síðdegis. Atkvæðagreiðslu var frestað en hún fer fram á morgun klukkan korter yfir fimm. Verði frumvarpið samþykkt verður það að lögum frá Alþingi. 14.3.2023 19:45
„Það rigndi yfir okkur glerbrotum“ Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið. 14.3.2023 19:14
Zelensky þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn allt frá upphafi innrásar Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra ytra í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu. 14.3.2023 19:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu. 14.3.2023 18:10
Í gæsluvarðhaldi fram að helgi Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. 14.3.2023 17:42
Fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir byssumanninum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur á sunnudagskvöld. 14.3.2023 17:05
Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. 14.3.2023 16:28
Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. 14.3.2023 15:58
Fundi Katrínar og Zelenskys lokið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið. 14.3.2023 15:23
Eldræða Jódísar: Þingmenn verði að standa í lappirnar gegn „hryllingi“ á Seyðisfirði Þingmaður Vinstri grænna flutti eldræðu á Alþingi í dag og sagði öðrum þingmönnum að standa í lappirnar gegn erlendum fjárfestum. Tilefni ræðunnar er áætlað fiskeldi á Seyðisfirði en þingmaðurinn er þaðan. 14.3.2023 14:38
Fær ekki að áfrýja dómi vegna skotárásarinnar á Egilsstöðum Hæstiréttur telur ekki ástæðu til að veita Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni leyfi til að áfrýja átta ára fangelsisdómi fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst árið 2021. 14.3.2023 14:03
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14.3.2023 14:00
Hafa ekki tekið ákvörðun um gæsluvarðhald yfir byssumanninum „Það er eiginlega ekkert nýtt. Ég hugsa að það skýrist seinna í dag hvort það verði gerð krafa um gæsluvarðhald,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. 14.3.2023 14:00
Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14.3.2023 13:44
Fundurinn einn sá einkennilegasti að mati Sigmars Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis. 14.3.2023 13:38
Aukið eftirlit í kjölfar morðmáls árið 2017 loks á teikniborðinu Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. 14.3.2023 13:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Úkraínuferð forsætis- og utanríkisráðherra sem nú stendur yfir. 14.3.2023 11:31
Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. 14.3.2023 11:26
Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14.3.2023 11:16
„Afbrigðilegt“ kuldakast og fordæmalaust frá 1951 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir kuldakastið síðustu daga „afbrigðilegt“ og fordæmalausir frá 1951. Útlit er fyrir að morgundagurinn verði tíundi dagurinn í röð þar sem hitinn í Reykjavík fer ekki yfir frostmark. 14.3.2023 11:12
Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 14.3.2023 11:11
Fannst sárt að sjá fólk verja Íslensku óperuna Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir gagnrýnir uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly harðlega. Sýningin vakti mikið umtal í síðustu viku í kjölfar þess sem hópurinn var sakaður um menningarnám. 14.3.2023 10:26
Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14.3.2023 09:20
Bein útsending: Opinn nefndarfundur um alþjóðlega vernd vegna aðstæðna í Venesúela Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund milli klukkan 9:10 og 10 í dag þar sem fundarefnið er alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Venesúela. 14.3.2023 08:40
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14.3.2023 07:55
Hættir sem formaður eftir að hafa greinst með heilaæxli Karl Ágúst Úlfsson hefur ákveðið að láta af formennsku í Rithöfundasambandi Íslands eftir að hafa greinst með heilaæxli fyrir þremur mánuðum. 14.3.2023 07:47
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14.3.2023 06:49
Skiptu fölsuðum evru seðlum fyrir íslenskar krónur Héraðssaksóknari hefur ákært fimm manns fyrir að láta út falsaða evru peningaseðla í Reykjavík árið 2020. Seðlarnir, sem voru 100 og 200 evra, voru að minnsta kosti 63 talsins og fengu fimmmenningarnir rúma milljón króna upp úr krafsinu. 13.3.2023 23:26
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13.3.2023 22:22
Skotmaðurinn handtekinn Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 13.3.2023 21:51
Skömmuðu ráðherra fyrir að biðja konur á Alþingi að tala lægra Þingmenn þriggja flokka í stjórnarandstöðunni skömmuðu í dag fjármálaráðherra og innviðaráðherra fyrir að biðja tvo kvenkyns formenn stjórnmálaflokka um að tala ekki of hátt í ræðustól. 13.3.2023 21:44
Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13.3.2023 20:55