Fleiri fréttir

Víða ó­fært og vegir lokaðir

Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi.

Bílar á kafi eftir snjóflóð í Reynisfjalli

Snjóflóð féll í Reynisfjalli að bænum Garði í Reynishverfi í nótt. Enginn slasaðist en bílar eru á kafi í snjó. Ekki er talinn hætta á frekari snjóflóðum á svæðinu.

Ofát og hálka varð fólki að falli í gær

Fjöldi fólks leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í gær og í nótt vegna hálkumeiðsla. Þá var nokkuð um að fólk leitaði sér aðstoðar vegna ofáts.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óveður verður fyrirferðamikið í hádegisfréttum Bylgjunnar á jóladag. Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima.

Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu.

Ó­sátt með að mega ekki hafa börnin í eftir­dragi

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um bifreið að draga börn á sleða upp skíðabrekkuna í Breiðholti. Þegar lögregla ræddi við hlutaðeigandi voru þeir ekki sáttir með að mega ekki draga börnin upp brekkuna.

Gleðileg jól, kæru lesendur

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól.

Skyggni orðið afar slæmt

Færð er tekin að spillast til muna á Suðurnesjum. Skyggni á Sandgerðis- og Garðskagavegi er afar slæmt og ökumenn eru beðnir um að fara um með mikilli aðgát.

Í­búar í Höfnum inni­lokaðir í fleiri sólar­hringa

Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl.

„Ég er á allra síðustu stundu“

Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag.

Bjuggust við þrjú hundruð manns í há­degis­mat

Nokkur hundruð manns voru í jólamat hjá Samhjálp nú í hádeginu. Forstöðukona segir að aðsókn hafi aukist á kaffistofuna undanfarið, meðal annars vegna verðlagshækkana. Elísabet Inga kíkti við í morgun þegar jólaundirbúningur stóð sem hæst.

Starfs­menn Vega­gerðarinnar bjart­sýnir

Þungfært er á nokkrum leiðum á Suðurlandi vegna snjókomu. Töluverð snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru hins vegar bjartsýnir á að hægt verði að halda heiðinni opinni í dag, þrátt fyrir mikla umferð.

Há­degis­fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Búist er við að um tvö hundruð og fimmtíu til þrjú hundruð manns mæti í mat hjá Samhjálp í dag. Í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu ræðir fréttastofa við skipuleggjendur en sjaldan hefur verið eins mikið að gera þar.

Ráð­herrar gjaf­mildir rétt fyrir jól

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna.

Í­búar Fjarða­byggðar lang­tekju­hæstir

Íbúar Fjarðabyggðar voru með 5,1 milljón króna á mann í atvinnutekjur árið 2021. Þeir tróna á toppi lista Byggðastofnunar yfir atvinnutekjur eftir sveitarfélögum.

Hálku­blettir víða og færð tekin að spillast

Hálkublettir eru víða á vegum og færð er tekin að spillast á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Töluverðri ofankomu er spáð á Suðurlandi og Suðausturlandi í dag og getur orðið þungfært á skömmum tíma. Veðurfræðingur hvetur fólk til að fylgjast vel með færðinni.

Að­­fanga­­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

„Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag.

Stal jólapakka og úlpu

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Þar hafði jólapakka með nýjum fötum verið stolið. Því gæti svo farið að einhver endi í jólakettinum eftir athæfið.

Gæti orðið mjög þung­fært á skömmum tíma

Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu.

Ó­venju­mikill fjöldi í friðar­göngu

Friðargangan var gengin í Reykjavík, Ísafirði og á Akureyri í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjandi fagnar því að gengið hafi verið að nýju.

Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu

Það vakti talsverða athygli þegar að Hagstofan tilkynnti á heimasíðu sinni í vikunni að stofnunin yrði lokuð í fjóra daga nú um hátíðirnar.

Tveir fengu 131 milljón í jóla­gjöf

Tveir heppnir miðahafar hlutu 131 milljón hvor í Eurojackpot útdrætti kvöldsins. Annar miðanna var keyptur í Póllandi en hinn í Frakklandi.

Allt var hreint og fagurt og sálin líka á jólunum

„Jólin voru óskaplega einföld, sálmar voru sungnir, allt var hreint og fagurt og sálin líka“, segir elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem fagnaði 105 ára afmælinu sínu í gær, 22. desember.

Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda

Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 

Skoða gjald­töku á öllum bíla­stæðum HÍ

Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. Héraðsdómur hefur dæmt fjölskyldumann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, vændiskaup, hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík.

„Við erum bara að tala um eina Erlu Bolladóttur og hún kom okkur í fangelsi“

Magnús Leópoldsson, sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaður um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana, segist í áfalli yfir þeim tíðindum að forsætisráðherra hafi ákveðið að greiða Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur. Erla sat í gæsluvarðhaldi í 232 daga við rannsókn sama máls.

Gul við­vörun vegna snjó­komu á að­fanga­dag

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins.

Bíla­stæða­sjóður stelur jólunum frá fötluðum manni

Vilberg Guðnason segir Bílastæðasjóð hafa stolið frá sér jólunum, pakkinn til eiginkonunnar verði því miður tómur þessi jólin. „Þökk sé“ sekt sem nemur 45 þúsund krónum, sekt sem stenst enga skoðun að sögn Vilbergs.

Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref

Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári.

Sjá næstu 50 fréttir