Fleiri fréttir

„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“

Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum.

Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla

Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 

Fatlað fólk mun líklegra til að vera á leigumarkaði

Fatlað fólk er mun líklegra til að vera á leigumarkaði og borga stærri hluta tekna sinna í húsnæðiskostnað en aðrir á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök.

Hvorki harð­ýðgi né svelti á bænum í Borgar­firði

Nautgripir á bæ í Borgarfirði sem Matvælastofnun tók við ábyrgð á um helgina voru hvorki beittir harðýðgi né sveltir, að sögn yfirdýralæknis stofnunarinnar. Langflestum kúm og kvígum var komið fyrir annars staðar en naut voru send í slátrun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftlagsbreytingum. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Skriðan er 160 metrar að breidd

Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 

Mögu­legt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni

Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið.

Þor­björg segir „innan­hús­met í með­virkni“ hafa fallið á Al­þingi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ósátt með þann farveg sem umræðan um Íslandsbankasölumálið er farin í á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ástæðu til að vekja máls á þeim leka sem varð á skýrslu ríkisendurskoðunar til fjölmiðla. Trúnaður átti að ríkja um skýrsluna í sólarhring til að gefa nefndarmönnum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis ráðrúm til að gaumgæfa hana áður en fjölmiðlar inntu þá eftir svörum um efni hennar.

Segir Ís­teka starfa í skugganum með græðgina að leiðar­ljósi

„Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“

Tekist á um bælingarfrumvarp

Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis.

Fjár­hæð ein­greiðslu til handa ör­yrkjum á­kvörðuð í næstu viku

Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um aurskriðuna sem féll í grennd við Grenivík í morgun, höldum áfram umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna og tölum um eingreiðslu sem öryrkjar fá í desember.

„Maður var bara hálf­smeykur“

Bóndi á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi segir hrikalegt að sjá hversu tæpt stóð þegar aurskriða féll á veginn við bæinn í morgun um leið og tveir bílar óku þar um. Vegurinn er enn lokaður og töluverðir skruðningar heyrast frá fjallinu.

„Þetta kom mér alls ekki á óvart“

Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima.

Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi

Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma.

„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn“

„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn, það er bara þannig,“ segir Daði Hjálmarsson, útgerðarstjóri KG Fiskverkunar og stjórnarmaður í stjórn Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi.

Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn

Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun.

Ríkið sýknað af kröfu manns sem fær ekki að heita Lúsífer

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu karlmanns sem í tvígang hefur óskað eftir því að fá eiginnafnið Lúsífer viðurkennt hjá mannanafnanefnd en fengið synjun á grundvelli þess að Lúsífer sé eitt af nöfnum djöfulsins. Í málinu reyndi meðal annars á það að hvaða marki dómstólar geta endurmetið niðurstöðu mannanafnanefndar sem stjórnvalds.

Ekið á gangandi og hjólandi í borginni

Í tvígang með skömmu millibili var ekið á gangandi og hjólandi vegfarendur í Reykjavík í morgun. Fyrst var bíl ekið á átta ára dreng þegar hann fór yfir gangbraut en um klukkutíma síðar var ekið á hjólreiðamann í Hlíðunum.

Leitin að Friðfinni stendur enn yfir

Leitin að Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára, hefur enn engan árangur borið, en síðast er vitað um ferðir Friðfinns fimmtudagskvöldið 10. nóvember þegar hann fór frá Kugguvogi í Reykjavík.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segir forstjóri Bankasýslunnar að stofnunin hafi ekki gert nein mistök við söluna á hlutum í Íslandsbanka. Forstjóri Ríkisendurskoðunar segir upplýsingar í skýrslu hennar um söluna hins vegar meðal annars byggja á upplýsingum frá Bankasýslunni og skýrslan tali sínu máli.

Segir borgarbúa lánsama að hafa aðgang að góðu vatni

„Þú lifir ekki án vatns. Og við erum alveg rosalega lánsöm hérna á höfuðborgarsvæðinu hvað við höfum góðan aðgang í gott vatn. En það þarf að halda því við,“ segir Hafsteinn Björgvinsson, umsjónarmaður vatnsverndarsvæðanna í Heiðmörk, en hann er starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur.

Fjórar hænur drápust í elds­voða

Eldur kom upp í hænsnakofa á Sauðárkróki rétt eftir miðnætti í nótt. Átta hænur voru í kofanum og drápust fjórar þeirra. Vegfarendur komu í veg fyrir að tjónið varð ekki meira. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í fulltrúum Bankasýslu ríkisins að loknum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem fram fór í morgun.

Leitin að Frið­finni heldur á­fram í dag

Leitinni að hinum 42 ára gamla Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í dag. Ekkert hefur spurst til Friðfinns síðan á fimmtudaginn í síðustu viku, en þá sást hann í Kuggavogi í Reykjavík.

Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype

Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum.

Reykja­nes­braut lokuð í sólar­hring

Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld.

Blóð tekið úr 4.141 hryssu á 90 starfsstöðvum

Tekið var blóð úr 4.141 hryssu til framleiðslu eCG/PMSG hórmónsins í ár en heildarfjöldi blóðtökuhryssna í stóðum bænda var 4.779. Tekið var blóð í um 24 þúsund skipti alls, á 90 starfsstöðvum. Í fyrra voru starfsstöðvarnar 120.

Sjá næstu 50 fréttir