Fleiri fréttir

„Við hefðum átt að vanda okkur betur“

Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag.

Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót.

Margir þeirra sem smitast nú hafa ekki fengið fjórðu bólu­setninguna

Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra.

Alvarlegt umferðarslys austur af Vík

Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman.

„Ekki hægt að fjalla um strand­veiðar öðru­vísi en að tala um kvóta­kerfið“

Sigurður Þórðarson, meðlimur Strandveiðifélagsins, segir að Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sjómannadagsins 2022, hafi ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður á deginum og sakað félagið um að hafa skemmt hátíðarhöld fyrir gestum. Sigurður segir að ekki sé hægt að fjalla um strandveiðar nema að fjalla um kvótakerfið.

Land­spítalinn kemur á grímu­skyldu og tak­markar heim­sóknir

Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél.

Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni

Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans.

Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði

Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda

„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“

Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri.

Fólk snið­gangi ferða­lög til Ís­lands vegna hval­veiða

Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu.  

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum gerum við upp þinglokin í nótt og förum yfir hvaða mál voru samþykkt á lokametrum þingsins.

Bessastaðir opnir almenningi á laugardaginn

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á laugardaginn. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid munu þar taka á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 13 og 16.

John Grant fær ríkisborgararétt

Alls fengu tólf einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt eftir að frumvarp til laga frá allsherjar- og menntamálanefnd var samþykkt á Alþingi í gær. Söngvarinn John Grant er meðal þeirra sem hlýtur ríkisborgararétt.

Þingi frestað fram í september

Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt.

Braut glas á höfði manns

Tilkynnt var um líkamsárás á veitingastað rétt fyrir miðnætti niðri í bæ. Kona braut þá glas á höfði manns og var lögregla kölluð til. Konan var komin á annað veitingahús þegar lögregla mætti á staðinn en þar var hún handtekin. Hún var með sár á fingrum og því fyrst flutt til aðhlynningar á bráðadeild áður en hún var vistuð í fangageymslu lögreglu.

Össur vill kalla Krist­rúnu til for­ystu

Össur Skarphéðinsson, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, kallar eftir því í færslu á Facebook að Samfylkingin geri Kristrúnu Frostadóttur að formanni sínum. Hann segir Kristrúnu vera einu manneskjuna sem andstæðingar flokksins vilji ekki sem formann.

Milljónir tapist vegna hva­ta­kerfis fast­eigna­sala

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur undanfarnar vikur vakið máls á slæmri stöðu á fasteignamarkaði og gagnrýnt feitar söluþóknanir fasteignasala. Í skoðanagrein sem Haukur birti á Vísi í dag bendir hann á að hvatakerfi fasteignasala sé þannig uppbyggt að betra sé fyrir fasteignasala að selja eignir hratt á lágu verði fremur en að bíða lengur og fá betra verð.

„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“

Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður.

Byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík, fyrir fugla

Tólf fuglahúsum hefur verið komið fyrir við göngugötur, græn svæði og torg í miðborg Reykjavíkur. Staðsetning húsanna er hugsuð til að skapa sýnileika fyrir almenning og vekja athygli á fuglum í umhverfinu.

Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundar­tanga

Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur.

Segir leitun að við­líka ráðningar­samningi

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi.

Edda Her­manns­dóttir nýr stjórnar­for­maður UNICEF

Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. 

Leggja til sex prósenta lækkun afla­marks þorsks

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn.

Ramma­á­ætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár

Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%.

Lands­fundur hjá Sjálf­stæðis­flokknum í nóvember

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara.

Taka fyrir 25 af 70 um­sóknum um ríkis­borgara­rétt

Þing­flokkar hafa náð saman um að taka fyrir 25 af 70 um­sóknum um ríkis­borgara­rétt sem Al­þingi hefur borist. Því virðist búið að ná sam­komu­lagi um öll at­riði í þing­loka­samningum sem þýðir að þing­lokin ættu að ganga smurt fyrir sig. Þingið klárast í kvöld eða í fyrra­málið.

Bólu­setning við bólu­sótt veiti 85 prósent vernd gegn apa­bólu

Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig

Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm prósentum á milli kannanna hjá Fréttablaðinu en í nýjustu könnun blaðsins sem Prósent framkvæmdi mælist flokkurinn með 17,3 prósent. 

Sjá næstu 50 fréttir