Fleiri fréttir

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Endurtalning skilaði sömu niðurstöðu í Garðabæ
Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna.

Orri vonast til að geta tilkynnt um framhaldið síðar í dag
Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir að „formlegar viðræður“ séu ekki hafnar milli fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bænum en að talsverð fundahöld hafi átt sér stað síðustu daga.

Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær.

Engin kósýteppi í boði í Hússtjórnarskólanum
Skólameistari Hússtjórnarskólans til 24 ára útskrifaði í dag nemendur sína í síðasta skipti. Við kíktum í skólann með reynsluboltanum og eftirmanni hennar, sem lofar að halda í hefðir lærimóður sinnar.

Hefja formlegar viðræður á Akureyri
Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar.

Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði
Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi.

Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna.

Bjarni óskar eftir hraðri afgreiðslu Alþingis á verðbólguaðgerðum
Fjármálaráðherra óskar eftir því að Alþingi afgreiði með hraði frumvarp um sérstakar aðgerðir til að koma til móts við viðkvæmustu hópa samfélagsins vegna aukinnar verðbólgu.

Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti
Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári.

Oftast strikað yfir nafn Hildar
Af þeim ellefu flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á laugardag var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir neðar á lista en nemur röðunartölu. Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir niður 1.004 sinnum. Þar á eftir kom Samfylkingin, með 422 útstrikanir eða færslur.

Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári.

Lokaniðurstöður úr Kjósarhreppi
Kjörsókn í Kjósarhreppi í sveitarstjórnarkosningunum var 86 prósent. Af þeim 222 sem voru á kjörskrá greiddu 191 atkvæði.

Lokaniðurstöður úr Árneshreppi
Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í Árneshreppi var 82,9 prósent. Úlfur Eyjólfsson frá Krossnesi er fyrsti aðalmaður í sveitarstjórn.

Líkfundur við Eiðsgranda
Lögreglan skimar nú grjótgarðinn við Eiðsgranda eftir líkfund og er málið til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið.

Enn hætta á stórum skjálfta
Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn.

Taka raflínu til Eyja úr rekstri vegna hrafnsunga
Landsnet hefur ákveðið að taka Vestmannaeyjalínu 1 úr rekstri næstu vikurnar vegna „óvæntra leigjenda“. Hrafnapar hefur búið sér til laup á endastæðu línunnar við Rimakot.

Viðræður Kex-framboðs og Sjálfstæðisflokksins ganga vel
Viðræður Kex-framboðs og Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Hornafirði ganga vel að sögn oddvita Kex-framboðs.

Marta María tekur við af Margréti í Hússtjórnarskólanum
Marta María Arnarsdóttir tekur við sem skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík um mánaðarmótin af Margréti Sigfúsdóttur sem hefur sinnt starfinu í 24 ár.

Stjórnvöld blekki almenning með villandi framsetningu
Stjórnvöld blekkja almenning með villandi framsetningu á tölum um markmið sín í loftslagsmálum að mati Ungra umhverfissinna. Allt stefni í að samdráttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2005 til 2030 verði aðeins 4,3 prósent en ekki 55 prósent eins og stefnt er að.

Ísleifur í Kálfholti hlaut flest atkvæði í Ásahreppi
Ísleifur Jónasson í Kálfholti hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum til hreppsnefndar í Ásahreppi á laugardaginn.

Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni
Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði.

Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs
Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum rýnum við áfram í meirihlutaviðræður í kjölfar kosninganna á dögunum.

Flestir íbúar hreppsins vilja sameinast „öllu Snæfellsnesi“
Herdís Þórðardóttir hlaut flest atkvæði í óbundnum kosningum í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtahreppi á sunnan- og innanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn. Samhliða kosningum til hreppsnefndar fór fram skoðanakönnun meðal íbúa um hug þeirra til sameiningar sveitarfélaga.

Ljóða-Valdi málaður upp sem barnapervert á Facebook
Valdimar Tómasson, sem betur er þekktur sem Ljóða-Valdi en hann er eitt þekktasta ljóðskáld landsins, var gripinn við þá iðju að taka mynd af stúlku í Nettó. Hann var umsvifalaust málaður upp sem barnapervert á Facebook sem Valdimar segir algerlega úr lausu lofti gripið.

Hyggjast greiða íbúum Kópavogs og Reykjanesbæjar fyrir að endurvinna
Íslenska endurvinnslufyrirtækið Pure North hyggst setja upp grenndarstöðvar í Kópavogi og Reykjanesbæ þar sem íbúar fá greitt fyrir að skila inn endurvinnsluefnum frá heimilum.

Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld
Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin.

Flestir vildu Magnús í hreppsnefnd Skagabyggðar
Magnús Björnsson bóndi fékk flest atkvæði til setu í óbundnum kosningum til hreppsnefndar í Skagabyggð á laugardaginn.

Rúmlega 2.500 ungmenni ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Árið 2021 er áætlað að 6,3% ungs fólks á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki verið í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Jafngildir það því að þetta hafi átt við um rúmlega 2.500 ungmenni í fyrra.

Finnur fékk flest atkvæði í Kaldrananeshreppi
Finnur Ólafsson fékk flest atkvæði í óbundnum kosningum sem fram fóru í Kaldrananeshreppi í á laugardaginn.

Skaut föstum skotum á Ólaf Ragnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir að umræðan um Úkraínustríðið megi ekki stjórnast af Rússahatri. Hann vill að samið verði vopnahlé og kosið um umdeild héröð. Hann kveðst þó ekki vera á sömu línu og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti, sá sé í veisluglaumnum í Kreml-kastala, en Hannes sjálfur standi með rússneskri alþýðu á Rauða torginu.

Of margir farþegar og tvö börn ekki í belti
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt bíl í hverfi 108 í Reykjavík þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Auk þess voru tvö börn í bílnum ekki í bílbelti.

Dæmdur fyrir að stinga mann í bakið og bíta og hóta lögreglumanni lífláti
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átján mánaða fangelsi meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið mann í bakið með borðhníf og sömuleiðis fyrir að hafa bitið og hótað lögreglumanni lífláti.

Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun
Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna.

Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið
Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu.

„Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi“
Á morgun kemur líklega í ljós hvort formlegar meirihlutaviðræður geti hafist milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Tilkall Sjálfstæðismanna til bæjarstjórastólsins geti haft áhrif á viðræður.

Tíu ára stúlka féll útbyrðis úr kajak á Hafravatni
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna tíu ára gamallar stúlku sem féll úr kajak í Hafravatn. Fólki á staðnum tókst að komast að stúlkunni á bátum og koma henni á þurrt land.

Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum
Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag.

Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður.

„Af hverju ekki Dóra?“
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Fundarhöld og viðræður hafa staðið yfir í allan dag í Reykjavíkurborg og sveitarfélögum um allt land. Flestir halda spilunum þétt að sér.

Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár
Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár.