Fleiri fréttir

Hundurinn Píla loks fundin eftir björgun úr ótrúlegum aðstæðum
Um tuttugu björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði voru að störfum í kvöld við erfiðar aðstæður í Ófæru, þar sem unnið var að því að koma hundinum Pílu niður heilu og höldnu. Píla hafði verið týnd í nærri þrjár vikur en kajakræðari kom auga á hana í dag. Hún komst í langþráðan faðm eigenda sinna í kvöld.

Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu.

Segir frásögn þingmanns um starfsemi SÁÁ byggja á úreltum hugmyndum
Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ, hafnar alfarið fullyrðingum þingmanns Vinstri grænna um að ófagleg vinnubrögð hafi fengið að viðgangast innan samtakanna. Hún segir allt meðferðarstarf byggja á gagnreyndum aðferðum og segir miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum.

Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku.

Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum
Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum.

Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt.

Birta mynd sem á að skýra nýju reglurnar
Almannavarnir hafa birt flæðirit í von um að það útskýri betur nýjar reglur um sóttkví og smitgát sem tóku gildi á miðnætti.

Rannsaka tildrög þess að skipverjinn féll útbyrðis
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík í dag hafi verið um borð í bátnum sem fannst í fjörunni í Engey nokkru áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu
Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að nauðsynjalausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar
Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands.

Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal
Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar.

Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptast á prósentum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað rétt rúmlega þremur prósentustigum frá því í desember en Framsóknarflokkurinn bætt við sig þremur samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Undanþága veitt frá sóttvarnareglum á Bessastöðum
Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands.

Líkfundur við Sólfarið
Karlmaður fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um hálftvöleytið í dag. Umfangsmikil leit hafði þá staðið yfir eftir að mannlaus bátur fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.

Leitinni lokið og skipverjinn fundinn
Umfangsmikil leit stendur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum eftir að bátur fannst mannlaus við Engey.

Hvetur fólk til þess að tilkynna ofbeldismál innan samtakanna
Yfirlæknir á Vogi segir að kynferðisofbeldi líðist ekki innan SÁÁ og hvetur þá sem orðið hafi fyrir ofbeldi til þess að láta vita. Samtökin séu á vegferð breytinga.

Akureyrarvél Icelandair snúið við á miðri leið vegna „tæknilegs atriðis“
Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Akureyrar í morgun, var snúið við og flogið aftur til Reykjavíkur þegar vélin var rúmlega hálfnuð á leið sinni norður.

Fyrirtæki hætta samstarfi við fjallagarp vegna ásakana um ofbeldi
Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur hætt samstarfi við fjallgöngugarpinn Tomasz Þór Veruson, eftir að kona sakaði hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi á meðan tveggja ára sambandi þeirra stóð.

Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði
„Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“

Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið
Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum greinum við frá tíðindum af upplýsingafundi þríeykisins sem haldinn var fyrir hádegið.

Hrannar Bragi vill 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ
Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum og leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í handbolta, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 5. mars næstkomandi.

Niðurgangsvaldandi sníkjudýr greindist í íslenskum ketti í fyrsta sinn
Sníkjudýr sem getur valdið krónískum niðurgangi í köttum greindist nýverið í fyrsta sinn í ketti á Íslandi. Ekki er talið að sníkjudýrið geti valdið sýkingum í öðrum dýrum en köttum og er það almennt ekki talið hættulegt fólki.

Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni
Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun.

1.539 greindust innanlands
1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum.

Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga
37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund
27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga.

Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00.

Hilda Jana vill áfram leiða lista Samfylkingarinnar á Akureyri
Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara í maí næstkomandi. Þetta var ákveðið á almennum félagsfundi flokksins í gærkvöldi.

Björgunarskip í Sandgerðishöfn skemmdist í óveðrinu
Björgunarskipið Hannes Hafstein sem Björgunarbátasjóður Suðurnesja rekur skemmdist mikið í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær.

Biðtíminn styttist eitthvað en fyrri yfirlýsingar „alls ekki raunhæfar“
Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum um næstu mánaðamót. Yfirlæknir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana segir biðtímann eftir svörum mögulega munu styttast en fyrirheit sem gefin voru þegar skimanirnar fluttust frá Krabbameinsfélaginu hafi ekki verið raunhæf.

Slökkvilið sinnti fjölda útkalla vegna lægðarinnar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í gær vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið með tilheyrandi roki á höfuðborgarsvæðinu.

Stöðvuðu fíkniefnaakstur ökumanns með Covid-19
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skömmu eftir miðnætti ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn er auk þess Covid-smitaður og átti því að vera í einangrun.

3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma
Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum.

Tré rifnuðu og trampolín fuku
Björgunarsveitir víðs vegar af landinu hafa haft í nógu að snúast í dag vegna veðurofsans sem gekk yfir landið. Verkefnin snerust að miklu leyti um að koma í veg fyrir tjón af völdum foks.

Ragnhildur vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi
Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi, mun gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar næstkomandi.

Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin
Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins.

Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör
Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn.

Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við
Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor.

Enn skelfur við Húsafell
Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist átján kílómetra suðvestan við Húsafell. Þetta er þriðji skjálftinn á skömmum tíma sem mælist yfir þrjá á svæðinu.

Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ
Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna.

Íslendingar alltaf duglegir að fá sér húðflúr
Ekkert lát er á vinsældum þess að fólk fái sér húðflúr á líkamann og þá eru konur að koma mjög sterkt inn, sem húðflúrarar.

„Staðreyndin er sú að við stöndum núna í skólum með fáar eða litlar varnir“
Nokkur þúsund Íslendingar losna úr sóttkví á miðnætti þegar miklu vægari reglur um sóttkví taka gildi. Um helmingur þeirra sem nú eru í sóttkví eru börn en formaður Félags grunnskólakennara óttast að mörg börn muni veikjast á næstu dögum. Fáar sem engar varnir séu nú í skólum landsins.