Fleiri fréttir

„Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni“
Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og kennari segist ekki reka minni til þess að móðir hans, sem leikur í umdeildri auglýsingu Kjarnafæðis þar sem blótsyrði eru höfð uppi, hafi nokkru sinni blótað. „Þetta er hún kæra móðir mín sem ég man ekki eftir að hafi blótað nokkru sinni,“ segir Kjartan á Facebook-síðu sinni.

Óttast skipsbrot rétt undan landi
Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn.

Fastur í skurði með óvirkan síma eftir bílveltu
Ökumaður bíls sem valt á Bugavegi í Rangárþingi ytra í síðustu viku sat fastur í skurði í klukkutíma, þar sem hann gat ekki látið vita af sér.

Leggur til breytingar á sóttkví í dag og telur hugmyndir Kára ágætar
Sóttvarnalæknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sóttkví í vikunni og afléttingar á samkomutakmörkunum í þeirri næstu. Hann segir hugmynd Kára Stefánssonar um að afnema sóttkví og einangrun ekki svo vitlausa en telur þó skynsamlegra að gera það í skrefum.

Portúgalski flugherinn til Íslands til að sinna loftrýmisgæslu
Flugsveit portúgalska hersins mun koma hingað til lands í vikunni til þess að hefja loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin mun koma hingað til lands með fjórar orrustuþotur og um 85 liðsmenn.

„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og hann inntur álits á því hvenær og hvernig skuli draga úr takmörkunum í samfélaginu.

Lögreglan rannsakar mál skipstjórans á Herjólfi
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hafið rannsókn á máli skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi mannsins runnu út rétt fyrir jól.

1.151 greindust innanlands í gær
1.151 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 145 á landamærum.

Berserkurinn á Reykjanesbrautinni hnepptur í varðhald
Maður sem grunaður er um að hafa gengið berskerksgang á Reykjanesbraut í síðustu viku var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina.

Smitaður eftir rómantík með frúnni í útlöndum
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur greinst smitaður af kórónuveirunni.

Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fjölgar milli daga
38 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Willum boðar afléttingaráætlun
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar.

Fimm „vel hæfir“ umsækjendur verið teknir í viðtöl í ráðuneytinu
Fimm umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala, sem taldir eru „vel hæfir“ af hæfnisnefnd, hafa verið teknir í viðtöl í heilbrigðisráðuneytinu. Ekki er útilokað að fleiri viðtöl verði tekin svo ráðningarferlinu er ekki lokið.

Skerðing hjá Strætó vegna sóttkvíar og einangrunar
Áætlun leiðar númer 3 hjá Strætó verður skert í dag, mánudag. Í stað þess að aka á 15 mínútna fresti yfir háannatímann verður ekið á hálftíma fresti allan daginn. Ástæðan er fjöldi vagnstjóra í sóttkví eða einangrun.

Allt niður í tíu stiga frost
Búast má við suðvestanátt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, í dag. Skýjað með köflum, stöku él suðvestantil en annars þurrt að kalla. Frost á bilinu núll til tíu stig, kaldast í innsveitum.

Grunaður um ofsaakstur undir áhrifum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar eftir hraðamælingu á Reykjanesbraut í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Bifreiðin mældist á 46 kílómetra hraða yfir hámarkshraða, sem er 80 kílómetrar á klukkustund, og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu
Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla.

Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi
Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum
Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn.

Forsendur harðra takmarkana séu brostnar
Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar.

Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta
Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni.

Náðu toppi Aconcagua
Arnar Hauksson fjallamaður og Sebastian Garcia leiðsögumaður hans náðu toppi Aconcagua nú rétt upp úr klukkan sex. Fjallið er hæsta fjall heims utan Asíu.

Fer fram á bætur vegna brottreksturs úr Allir geta dansað
Javier Fernández Valiño, hefur stefnt RVK Studios til greiðslu eftirstöðva samnings sem gerður var við hann þegar hann var einn atvinnudansara í þáttunum Allir geta dansað. Javi, eins og hann er kallaður, var á sínum tíma látinn fara frá þáttunum „vegna óviðráðanlegra aðstæðna.“

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem við ræddum við fólk sem tók þátt í svokallaðri alheimsfriðargöngu gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.

Enginn hefur þurft á gjörgæslu eftir örvunarskammt
Enginn sem þegið hefur örvunarskammt bóluefnis við Covid-19 hefur þurft að leggjast inn á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Þá eru líkur á innlögn 85 ára einstaklings, sem hefur þegið örvunarskammt, þær sömu og 57 ára óbólusetts einstaklings. Þetta segir í niðurstöðum Covid-19 rannsóknarhóps Landspítala.

Íbúum fjölgar og fjölgar í Bláskógabyggð
Íbúum fjölgar ört í Bláskógabyggð eins og á Laugarvatni og í Reykholti. Þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill uppgangur í garðyrkjunni eins og nú í sveitarfélaginu.

Helga sækist eftir 2. sæti
Helga Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í skipulagsnefnd sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram laugardaginn 5. febrúar.

Skólasund verður valfag
Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds.

Nældi sér í Covid-19 á EM
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi.

Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin
Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis.

Blasir við að stefni í afléttingar
Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis.

Dóra Björt gefur kost á sér áfram
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér áfram í oddvitasæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Tvö hundruð starfsmenn spítalans í einangrun
35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fækkað um tvö á milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu. Starfsmönnum spítalans í einangrun hefur fjölgað mikið um helgina.

Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný
Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað.

1.198 greindust innanlands
Í gær greindust 1.252 með Covid-19, þar af voru 54 sem greindust sem landamærasmit. Innanlandssmit voru því 1.198. Alls voru 715 í sóttkví.

Dómskerfið og kynferðisbrot, pólitík og Covid í Sprengisandi
Gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í dag munu ræða ýmis málefni sem snerta á landanum. Fyrstu gestir Kristjáns í dag eru þær Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður, og Dr. María Rún Bjarnadóttir. Báðar fluttu þær nýverið erindi á málþingi HR þar sem spurt var hvort réttarkerfið virki ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Ekki mættur í ráðuneytið til að sækja kaffi fyrir Guðlaug Þór
Steinar Ingi Kolbeins er nýr aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. Steinar Ingi er 24 ára gamall Reykvíkingur, bráðungur að árum en hann bendir á að í ráðuneytinu sé einmitt málaflokkur unga fólksins og framtíðarinnar.

Umhleypingasöm vika framundan
Eftir stormasama helgi mun stytta upp og lægja í kvöld og nótt. Umhleypingasöm vika er þó framundan.

Kom sér fyrir í sameign og veittist að lögreglu
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af manni sem komið hafði sér fyrir í sameign í húsi í Breiðholti.

Skoða nú allar mögulegar afléttingar
Heilbrigðisyfirvöld skoða nú, í samráði við sóttvarnalækni, allar mögulegar afléttingar með hliðsjón af skynsemi og öryggi.

Öll rök og tölfræði segi okkur að aflétta takmörkunum
„Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að fara að huga að því að létta af þessum takmörkunum með einhverjum hætti,“ segir þingmaður Viðreisnar og bendir á að sérfræðingar innan Landspítala séu á sama máli.

Færeyskur Íslandsvinur útskýrir hvað við þurfum að gera
Hvergi í heiminum smitast eins margir af kórónuveirunni daglega og í Færeyjum, en enginn er á sjúkrahúsi. Þess vegna ætla stjórnvöld þar í landi að aflétta öllum samkomutakmörkunum í næsta mánuði - það var ekkert annað í stöðunni, segir færeyskur Íslandsvinur.

Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá
Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá.