Fleiri fréttir

Axel Nikulásson látinn
Axel Nikulásson, fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins er látinn, 59 ára að aldri.

Ekkert ferðaveður fram á kvöld
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.

Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu
Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn.

Mokgræddi á Bitcoin en fyrrverandi sat í súpunni
Kona hefur fengið endurákvörðun ríkisskattstjóra um hækkun tekjuskattsstofns hennar um tíu milljónir króna fellda niður af yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hafði hækkað skattstofn konunnar vegna vanframtalinna tekna fyrrverandi eiginmanns hennar af sölu á rafmyntinni Bitcoin.

Stefán í Gagnamagninu gengst við að hafa beitt ofbeldi
Stefán Hannesson, fyrrverandi meðlimur Daða og Gagnamagnsins hefur gengist við ásökunum um ofbeldi, sem á hann hafa verið bornar síðustu daga. Hann segist hafa tekið ákvörðun um það í fyrra að segja sig úr hljómsveitinni.

Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi
Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð.

Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið
Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum.

Líkir myndbirtingu Sigurðar G við áður séða þöggunartilburði
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson tekur fyrir að hafa birt mynd af Vítalíu Lazarevu hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Talskona Stígamóta segir myndbirtinguna líkjast þöggunartilburðum.

Brimbrettakappar lentu í kröppum dansi
Þrír brimbrettakappar komu sér í hann krappan þegar þeir voru á brettum sínum norðaustur af Engey í dag vegna vélarbilunar í gúmmíbát þeirra.

Gæti farið fram á sanngirnisbætur
Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur.

Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt
Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Vonir standa til þess að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem eru í einangrun í Búdapest geti spilað á ný á Evrópumótinu í næstu viku. Flestir eru við ágæta heilsu en sex leikmenn hafa greinst með covid-19 og sjúkraþjálfari liðsins er einnig kominn í einangrun. Við verðum í beinni útsendingu frá Búdapest í kvöldfréttum og fjöllum nánar um málið.

Bjarni Ben kominn heim og skýtur á Samfylkinguna
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra er kominn til landsins eftir frí erlendis þar sem ráðherrann skellti sér meðal annars á skíði.

Ætlar sér fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð
Ragnar Sigurðsson, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, gefur kost á sér í 1.sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar næstkomandi.

Birta og Kári ætla sér stóra hluti hjá Heimdalli
Birta Karen Tryggvadóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 27. janúar næstkomandi. Kári Freyr Kristinsson gefur kost á sér í embætti varaformanns.

Orri vill leiða lista Framsóknar í Kópavogi
Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja, gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.

„Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“
Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður.

Spyr sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að aflétta
Heilbrigðisráðherra segist spyrja sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að fara létta á takmörkunum og telur jákvæð teikn á lofti í faraldrinum. Tæplega 1.500 greindust með veiruna í gær

Skrifstofa Mannlífs eftir harðsvírað innbrot: „Ekki menn ruglaðir af dópi, þetta eru útsendarar“
Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra er illa brugðið; honum líður eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. Hér sé um verk útsendara að ræða.

Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um baráttu strákanna okkar í Búdapest við veiruna skæðu og aðbúnaðinn á mótinu.

Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara
Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi.

1.456 greindust innanlands
1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 211 á landamærum. 35 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítalanum og eru þrír á gjörgæslu.

35 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19
35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fjölgað um þrjá milli daga.

Berglind aðstoðar Svandísi í fjarveru Iðunnar
Berglind Häsler, samskipta- og viðburðastjóri Vinstri grænna, mun leysa Iðunni Garðarsdóttur af sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Iðunn fer nú í árs barneignarleyfi og hefur Berglind störf 14. febrúar næstkomandi. Kári Gautason er hinn aðstoðarmaður Svandísar.

Bein útsending: Óumbeðnar typpamyndir og kynlífsmyndbönd sem lekið er á netið
Rights and Equality Foundation (NORDREF) standa fyrir málþingi í dag klukkan 9. Á dagskrá er umræða um stafræn brot gegn kynferðislegri friðhelgi og áhrif þess á mannréttindavernd, lýðræðisþátttöku og menningu. Málþingið stendur til hádegis.

Dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir rangar sakargiftir
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa með röngum framburði hjá lögreglu leitast við að koma því til leiðar að maður sem hún hafði átt í sambandi við yrði dæmdur fyrir húsbrot, líkamsárás og frelsissviptingu.

Sviðahausapizzur í Hveragerði á bóndadaginn
Veitingamaður í Hveragerði ætlar að fara alla leið á bóndadaginn, sem er í dag því hann verður með sviðahausapizzur fyrir þá sem þora.

Óljóst hvort þöggunarsamningar haldi vatni
Lögmaður segir ekki ljóst hvort „þöggunarsamningar“ haldi vatni fyrir dómstólum. Samningana þurfi að túlka í hvert skipti en lítið hefur verið fjallað um slíka samninga hér á landi.

Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal
Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa.

Lögregla ítrekað kölluð út vegna láta og einstaklinga í annarlegu ástandi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varði töluverðum tíma í nótt í að sinna útköllum vegna hávaðakvartana og einstaklinga í annarlegu ástandi.

Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag
Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum.

Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi.

Sviðahausapizzur í Hveragerði á bóndadaginn
Veitingamaður í Hveragerði ætlar að fara alla leið á bóndadaginn, sem er á morgun, því hann verður með sviðahausapizzur fyrir þá sem þora.

Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu
Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu.

Rándýr stóll Góða hirðisins loksins kominn með heimili
Saga rándýra hönnunarstólsins sem var til sölu hjá Góða hirðinum fékk farsælan endi í dag. Stóllinn hefur hlotið sannkallaða yfirhalningu og var í dag gefinn til góðgerðasamtaka.

„Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“
Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta.

Vilja lesa fleiri en 776 þúsund setningar
Stefnan er að lesa fleiri en 776 þúsund íslenskar setningar inn í snjalltæki í þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í Smáraskóla í dag, en sá setningafjöldi er metið frá því í fyrra.

Færri þurfa að leggjast inn vegna veirunnar
Þeim hefur fækkað verulega síðustu daga sem hafa þurft að leggjast inn á Landspítalann vegna kórónuveirunnar. Þá eru veikindi þeirra sem þurft hafa að leggjast inn minni en áður.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna og missa af stórleiknum gegn Dönum segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. Sex liðsmenn hafa nú greinst smitaðir.

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Gat var á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði. Fyrirtækið tilkynnti Matvælastofnun um þetta í dag en gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit með kvíum á stöðinni.

Verkefnið flóknara en Kári hafði haldið
Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á því hversu margir hafa í raun og veru smitast af kórónuveirunni á Íslandi reyndist flóknari en haldið var. Óvíst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins segir að allir verði látnir vita um leið og þær eru klárar.

Ekkert ferðaveður víða annað kvöld
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra annað kvöld.

Tónlistarkennarar samþykktu nýjan kjarasamning
Nýr kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Rannsókn á bruna í Brekkubæjarskóla unnin í samvinnu með barnavernd
Rannsókn lögreglu á bruna í Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 13. janúar síðastliðinn er á lokastigi.