Fleiri fréttir

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur þegar hann hafði auk þess verið sviptur ökuréttindum. Landsréttur dæmdi í málinu í gær og þyngdi dóm héraðsdóms talsvert.

Hvetur fólk til að fækka jóla­gjöfunum

Sífellt fleirum er umhugað um kolefnisspor jólahátíðarinnar og getur reynst erfitt að halda í hófsemisstefnu þegar gjafakvíðinn fer að minna á sig. Finnst mörgum nógu erfitt að velja gjafir við hæfi fyrir vini og ættingja áður en loftslagsáhyggjurnar eru einnig teknar með inn í reikninginn.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf aðeins að stoppa

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands og segir að honum hafi til að mynda litist afskaplega illa á þriðja orkupakkann á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að doka við og spyrja sig fyrir hvað hann stendur, segir útgerðarmaðurinn.

„Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu.

„Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“

Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Landsdómur dæmdi tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum 610 milljónir í bætur í dag. Í kvöldfréttum heyrum við í Ragnari Aðalsteinssyni sem segir þetta áfellisdóm yfir íslenska ríkinu.

Brynjari þykir skrítið hvernig Hreinn sagði bless

Brynjar Níelsson segir að það hafi ekkert endilega komið sér á óvart að Hreinn Loftsson hafi viljað hætta sér við hlið sem annar aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar ráðherra. En honum þykir einkennilegt hvernig það bar að.

Engin merki um byrlun

Engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni í sýnum sem tekin voru vegna gruns um að þremur einstaklingum hafi verið byrlað á skemmtistöðum eða heimahúsum á Akureyri í lok október.

Hreini hugnaðist ekki að vinna með Brynjari í ráðuneytinu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist vera í viðræðum við Hrein Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmann sinn, um að hann taki að sér sérverkefni fyrir ráðuneytið. Hann getur þó ekki tilgreint hver þau störf verði. Samkvæmt heimildum fréttstofu tengist uppsögn Hreins ráðningu Brynjars Níelssonar sem annan aðstoðarmann Jóns. 

Sýknaður en situr uppi með lög­fræði­kostnað

Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni.

Trúir ekki öðru en að íslenska ríkið sjái að sér

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar, á von á því að íslenska ríkið geri upp við dánarbú Tryggva Rúnars. Landsréttur sýknaði íslenska ríkið af bótakröfu dánarbúsinss í dag en dæmdi um leið Guðjóni Skarphéðinssyni og dánarbúi Kristjáni Viðars Júlíussonar í hag.

Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá jólabónus

Hver fullorðinn umsækjandi um alþjóðlega vernd hér á landi á rétt á tíu þúsund króna viðbótargreiðslu í desember umfram fastar framfærslugreiðslur. Fimm þúsund krónur greiðast fyrir hvert barn.

Frá orkusviði N1 til aðstoðar Áslaugar Örnu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Magnús Júlíusson sem aðstoðarmann ráðherra. Magnús kemur til Áslaugar Örnu frá orkusviði N1.

Vagnstjórinn hyggst kæra árásina

Vagnstjórinn sem varð fyrir árás hóps ungmenna í Spönginni seint í gærkvöldi hyggst kæra árásina. Stjórnendur Strætó ræddu við vagnstjórann í morgun.

Enginn eigi að þurfa að vera einn um jólin eða aðra daga

Hjálpræðisherinn í Reykjavík stendur fyrir sínu árlega jólaboði á aðfangadag en um 300 manns eru skráðir í boðið að þessu sinni. Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins segir að allt sé að verða tilbúið og stefna þau á að halda gleðileg jól þrátt fyrir faraldurinn.

Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson.

Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti

Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um strand grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í gærkvöldi.

Á annan tug umsagna vegna stækkunar áforma Ísteka

Þrettán umsagnir hafa borist Umhverfisstofnun (UST) vegna tillögu að starfsleyfi fyrir stækkun Ísteka, fyrirtæki sem vinnur frjósemisaukandi hormón úr blóði hryssa (eCG) og rekur blóðmerabújarðir hér á landi. Fréttastofu er kunnugt um að fleiri umsagnir séu í vinnslu, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur úr 22. desember.

Þaul­skipu­lagðir merkja­vöru­þjófar dæmdir

Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru.

Allt að fjórðungur ungs fólks upplifir sig oft eða mjög oft einmana

„Þetta er bara nákvæmlega það sem við höfum verið að finna. Vinaverkefnin okkar voru svolítið fyrir eldra fólk en það hefur aukist að við fáum óskir fá yngra fólki um að fá vin. Þessar niðurstöður eru mjög í takt við það sem við höfum verið að finna undanfarið.“

Þetta er bara „business as usual”

„Þetta er bara business as usual,” mælti maður sem var mættur í þriðju sprautuna í Laugardalshöll í haust. Heldur meiri uppgjöf í röddinni en hjá þeim sem gengu spenntir inn í sama sal í vor.

Freyja kom Masillik á flot

Grænlenska fiskiskipið Masillik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í gærkvöldi er rétt ókomið til hafnar í Hafnarfirði. Áhöfnin á nýja varðskipinu Freyju kom dráttartaug yfir í skipið og var það dregið á flot í morgun þegar fór að flæða að.

Losunar­mark­mið ríkis­stjórnarinnar nær ekki til Evrópu

Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 

Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis

Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins.

Ungmenni réðust á strætóbílstjóra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan 21 vegna slagsmála í strætó en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni réðust ungmenni á bílstjóra bifreiðarinnar. 

Dómur þyngdur í Dan­mörku yfir ís­lenskum manni sem nauðgaði dóttur sinni

Eystri Landsréttur í Danmörku hefur þyngt dóm yfir íslenskum karlmanni, sem var sakfelldur fyrir að misnota og nauðga barnungri dóttur sinni ítrekað, um tvö ár. Kvað dómurinn það upp að manninum skyldi vísað úr landi að lokinni afplánun og fær hann aldrei að stíga fæti inn í Danmörku aftur. 

Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum

Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir