Fleiri fréttir

Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands
Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar komi til Íslands. Afbrigðið breiðist hratt út. Við tökum stöðuna á faraldrinum í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron
Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu.

128 greindust smitaðir innanlands í gær
Alls greindust 128 smitaðir af Covid-19 innalands í gær. Þar að auki greindust svo sex á landamærunum. Af þeim sem greindust innanlands voru 69 í sóttkví.

Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður
Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna.

Vara við frostrigningu og mögulegri flughálku
Aðstæður við suður- og vesturströndina gætu gert það að verkum að von sé á frostrigningu með flughálku. Veðurstofan segir að vegfarendur á þessum slóðum ættu að hafa varan á fram eftir degi.

Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra
Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra.

Freyja sinnir nú sínu fyrsta verkefni
Nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar, Freyja, sinnir nú sínu fyrsta verkefni en hún er með flutningaskipið Franciscu í togi áleiðis til Akureyrar.

Ekið á mann við Sprengisand
Ekið var á mann á miðri götu á við Sprengisand rétt í þessu.

Líklegt að Framsókn fái viðbótarráðherra
Æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borin upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ferðabönn hafa verið sett á og hlutabréf fallið í verði um allan heim í dag vegna vaxandi áhyggja af útbreiðslu nýs mjög stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar. Það hefur nú greinst í að minnsta kosti fimm löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hringveginum við Bifröst lokað vegna slyss
Hringveginum var lokað við Bifröst vegna bílslyss sem varð um klukkan fimm í dag. Engin slys urðu á fólki að sögn Slökkviliðs Borgarbyggðar.

Segir traustið til Ísteka brostið
Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis.

Læknirinn áfram í þjálfunarferli á Landspítalanum
Læknir sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að bera ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga sem hann sinnti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður áfram í þjálfunar- og endurmenntunarferli á Landspítalanum.

Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum
Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu.

Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára
Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því.

Telja nokkra sólarhringa í hlaup
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast ekki við því að fyrr en að hlaup hefjist úr Grímsvötnum í Vatnajökli fyrr en eftir nokkra sólarhringa. Íshellan þar hefur lækkað um 1,4 metra frá því hún stóð hæst og bendir það til að vatns sé byrjað að renna undir jöklinum og leiti sér að farvegi.

Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi
Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum.

„Kominn tími til að hann sé opinberaður“
Kona, sem hefur sakað Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega ásamt öðrum manni, segir lagið Litlu ljót eftir Megas fjalla um ofbeldið. Hún var tvítug þegar hún kynntist Megasi en hann sextugur.

Stal yfir sjötíu flöskum úr Vínbúðinni
Stórtækur þjófur hefur verið sakfelldur fyrir alls 45 þjófnaði úr verslunum ÁTVR, Hagkaups, Lyfju og Elko á tæplega eins árs tímabili. Maðurinn nappaði yfir sjötíu flöskum af áfengi, aðallega sterku víni, úr Vínbúðinni.

Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn
Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag.

Sækja slasaðan göngumann á Strandir
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð laust eftir klukkan hálf eitt vegna göngumanns sem rann niður fjallshlíð í Norðurfirði á Ströndum og slasaðist. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu
Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina.

Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri
Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi.

Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“
Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið stöðugt undanfarna daga og hefur hraðinn á siginu aukist töluvert. Vatn er nú byrjað að fara út úr Grímsvötnum en hefur ekki enn náð jökul jaðrinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir líklegt að merki um slíkt fari að sjást á mælum á næstu klukkustundum eða sólarhring.

Ný ríkisstjórn á morgun eða hinn
Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir flytji stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á miðvikudag. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar verður annað hvort kynntur á morgun eða á sunnudag.

Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu
Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarmyndun sem er óðum að taka á sig mynd.

Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV
Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu.

149 greindust með Covid-19 í gær
149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir.

Starfsmaður smitaður á bráðaöldrunarlækningadeild í Fossvogi
Starfsmaður bráðaöldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum í Fossvogi hefur greinst með Covid-19. Deildin er í sóttkví og lokað hefur verið fyrir innlagnir, að því er segir í Facebook-færslu Landspítala.

Héraðsdómur segir málsmeðferð kærunefndarinnar „verulegum annmörkum háð“
Málsmeðferð kærunefndar útboðsmála, þegar hún tók fyrir mál Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg, var „verulegum annmörkum háð“. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem ógilti úrskurð nefndarinnar.

Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði
Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er.

Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl
Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt.

Sjö prósent fullorðinna á Íslandi reykir
Í dag reykja um 7 prósent fullorðinna á Íslandi en um er að ræða lægsta hlutfall í Evrópu. Karl Andersen, yfirlæknir á Hjartagátt Landspítalans, segir að þegar hlutfallið verði komið niður fyrir 5 prósent verði hægt að lýsa yfir sigri.

3,5 stiga skjálfti við Vatnafjöll í nótt
Skjálfti af stærðinni 3,5 var við Vatnafjöll um klukkan 3 í nótt á sömu slóðum og skjálfti af stærðinni 5,2 varð 11. nóvember síðastliðinn.

Óku manni heim sem stóð öskrandi úti á götu
Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um hópslagsmál í póstnúmerinu 108 í gærkvöldi. Þá var manni í annarlegu ástandi ekið heim af lögreglu eftir að tilkynning barst um að hann væri að öskra úti á götu í miðborginni.

Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar
Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans.

Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur
Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi.

Smit hjá starfsmanni í Flúðaskóla
Covid-smit hefur greinst hjá starfsmanni í Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka skólanum fram yfir helgi.

Staðfestu kjörbréf allra þingmanna
Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar.

Björgunarsveitir við öllu búnar: „Að vera ekki á ferðinni, það borgar sig aldrei“
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti. Finnur Smári Torfason hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar segir að meðlimir sveitarinnar séu við öllu búnir.

Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð
Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum.

Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi
Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd.