Fleiri fréttir

Hundrað smitaðir eftir villi­bráðar­kvöld í Garða­bæ

Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum ræðum við um fjölgun kórónuveirusmita innanlands en í gær féll enn eitt metið, þriðja daginn í röð.

Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands

Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu.

Tvö hundruð greindust innan­lands

Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 

Upp­sögn starfs­manns Mennta­mála­stofnunar dæmd ó­lög­mæt

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Ein öruggasta leiðin til að fara út, koma saman og lifa lífinu

„Það er ekki hægt að setja allar samkomur undir einn hatt. Það að fólk sé að hittast við alls konar aðstæður, í alls konar ástandi, þar sem er engin gæsla eða eftirlit, það er allt annað en tónleikar þar sem við erum með leyfi frá lögreglu, slökkviliðinu, heilbrigðisyfirvöldum og bæjaryfirvöldum.“

Starfs­menn kalla eftir af­sögn Arnórs

Starfs­menn Mennta­mála­stofnunar sendu frá sér á­lyktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir af­sögn for­stjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfs­manna sem greiddu at­kvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu á­lyktunina.

„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum.

Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku.

Sjaldan jafn slæm staða og nú í farsóttarhúsunum

Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna í farsóttarhúsunum en forstöðumaður þeirra segir að svo virðist sem staðan eigi enn eftir að versna. Hundrað og þrjátíu manns dvelja nú í þremur farsóttarhúsum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einn lést og annar slasaðist alvarlega þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól skullu saman á hjólastíg í Reykjavík í morgun. Lögregla segist lengi hafa óttast að svo alvarlegt slys kynni að verða í ljósi sívaxandi vinsælda rafmagnshlaupahjóla, sem sum fari langt yfir leyfilegan hámarkshraða.

Konan fannst látin í sjónum

Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður.

Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi

Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva.

Jóhanna Sigurðar­dóttir hlaut braut­ryðj­enda­verð­launin

Jóhanna Sigurðar­dóttir, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra, hlaut í dag braut­ryðj­enda­verð­launin á Heims­þingi kven­leið­toga í Hörpu. Verð­launin, sem eru nefnd Tra­il­blazer Award, voru af­hent við há­tíð­lega at­höfn en þau eru veitt kven­þjóðar­leið­togum sem eru taldir hafa skarað fram úr og rutt brautina fyrir komandi kyn­slóðir í jafn­réttis­málum.

Segjast hafa reynt að ná sáttum en án árangurs

Lögmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að samtökin hafi reynt að ná sáttum við starfsmann sem lagði fram kvörtun á hendur yfirmönnum sínum vegna eineltis - en án árangurs. Félagið telji sig hafa gert upp við starfsmanninn með sanngirni og réttum hætti. Starfsmaðurinn krefst þess að félagið greiði honum sjötíu og fimm milljónir króna.

Níu smitaðir á Vopna­firði og skólum lokað

Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum.

Skoða hvort átt hafi verið við hjólin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun við rannsókn sína á alvarlegu slysi við Sæbraut í morgun skoða hvort átt hafi verið við farartækin að því leyti að hægt væri að aka um á þeim yfir leyfilegum hámarkshraða.

Lýsa upp Skagafjörðinn til minningar um Erlu Björk

Íbúar í Skagafirði munu í kvöld tendra ljós til minningar um Erlu Björk Helgadóttur, íbúa á Sauðárkróki, sem var bráðkvödd fyrr í mánuðinum. Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra stendur fyrir viðburðinum. Formaður nemendafélagsins segir að þau vilji votta Erlu og fjölskyldu hennar virðingu sína með því að lýsa upp fjörðinn.

Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“

Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum.

Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „al­gjörum for­gangi“

Mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið segir að mál sem varði stjórnun Mennta­mála­stofnunar séu í „al­gjörum for­gangi“ innan ráðu­neytisins. Ráð­herrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en með­ferð þeirra verður lokið.

Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur

Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni en metin falla nú á hverjum degi í kórónuveirufaraldrinum.

Sjá næstu 50 fréttir