Fleiri fréttir

83 hvali rekið á land í 34 atburðum

Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun.

Börn þurft að leita á bráða­mót­töku eftir neyslu orku­drykkja

Börn hafa þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja en íslensk börn drekka meira af þeim en jafnaldrar annars staðar. Sérfræðingur í eiturefnafræði segir langtímaneyslu ungmenna á orkudrykkjum áhyggjuefni þar sem efnin í þeim hækka meðal annars blóðþrýsting og skaða æðakerfið.

Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir

Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði.

Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow

Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow.

Fær ekki að á­vísa lyfinu I­ver­mectin við Co­vid-19

Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. 

Ræður fólki frá því að kaupa sér flat­nefjuð gælu­dýr

Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum.

Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu

Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember.

Fjölga í kyn­ferðis­brota­deild vegna hol­skeflu mála

Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum.

Rafmagn komið aftur á

Rafmagnslaust er nú við Hlíðarenda, í Skerjafirði og miðbæ Reykjavíkur. Rafmagnsleysið má rekja til háspennubilunar en unnið er að viðgerð.

Segir rétt viðbrögð hafa skipt sköpum

Rétt viðbrögð skiptu sköpum eftir að eldur kom upp í ísfisktogaranum Vestmannaey VE í gær. Það segir skipstjóri togarans en eldurinn hófst á sprengingu í vélarrúminu var skipið þá austur af landinu. Það var dregið til hafnar í Norðfirði.

For­dæma yfir­lýsingu bæjar­stjórnar á Horna­firði vegna kyn­ferðis­brota­máls

Nokkrir tugir íbúa og aðila tengdum sveitarfélaginu Hornafirði fordæma yfirlýsingu bæjarstjórnar í kjölfar dóms í kynferðisbrotamáli aðila tengdum bæjarstjóra sveitarfélagsins. Telja þeir illa hafa verið staðið að málum á meðan rannsókn lögreglu stóð og vísa til þess að starfsmanni, sem grunaður var um kynferðisbrot, hefði ekki verið vikið frá störfum.

Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn.

Undir stöðugu eftir­liti og færðir í dóm­sal í lög­reglu­bíl með ferða­salerni

Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar.

Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja

Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni sem brýnir fyrir almenningi að líta í eigin barm og takmarka sína hegðun til að ná yfirstandandi bylgju kórónuveirunnar niður.

Ísland aftur orðið rautt

Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit.

Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun

Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun.

Már leiðréttir tölurnar: Innan við tuttugu vilja ekki láta bólusetja sig

Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir innan við tuttugu starfsmenn Landspítalans ekki vilja láta bólusetja sig. Fram kom í pistli hans á vef Landspítalans í gær að 600 starfsmenn spítalans væru óbólusettir. Réttur fjöldi er hins vegar 480 manns segir hann í dag.

96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu

96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. 

Segir á­lagið mikið á meðan mála­halinn er unninn upp í Lands­rétti

Sigurður Örn Hilmars­son, for­maður Lög­manna­fé­lagsins, segir gríðarlegt álag nú vera á lögmönnum sem séu með mál í áfrýjun í Landsrétti á meðan unninn er upp sá málahali sem safnaðist upp í réttinum vegna þeirrar dómaraeklu sem ríkti í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða.

„Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda”

Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum.

Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð

Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi.

Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann

„Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“

Hross mikið slasað eftir að ekið var á það á Kjalarnesi

Ekið var á hross á Kjalarnesi í gærkvöldi. Lifði það áreksturinn en var mikið slasað. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn

Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot.

Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði

Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks.

Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar

Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir