Fleiri fréttir

Vilja gróðurbrýr sem víðast
Vistlok eða gróðurbrýr svokallaðar eru meðal tillagna sem kynntar hafa verið fyrir íbúum í Háaleitis- og Bústaðahverfis. Tillögurnar eru hluti af fyrirhuguðum róttækum breytingum á hverfinu en skiptar skoðanir eru uppi um sumar tillagnanna.

Framkvæmdum við nýja leikskólann með lerkiklæðningu og torf á þaki ljúki næsta haust
Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Kleppsveg 150-152, sem áður hýsti meðal annars arkitektastofu og kynlífstækjabúðina Adam & Evu, eru hafnar og er gert ráð fyrir að framkvæmdum við leikskólann ljúki fyrir næsta haust.

Sprengjusérfræðingar frá fimmtán löndum æfa á Keflavíkurflugvelli
Hátt í þrjú hundruð sérfræðingar munu koma að Northern Challenge, árlegri alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í dag og stendur fram í næstu viku.

Ótrúleg fjölgun hnúðlaxa er hulin ráðgáta
Finnskur rannsóknarprófessor segir enga leið að spá fyrir um afleiðingar hinnar gríðarlegu aukningar í stofni hnúðlaxa í Norður Atlantshafinu. Hún gæti orðið drastísk ef vöxtur stofnsins heldur áfram á sömu braut og hann hefur verið á en hann virðist hafa tífaldast milli ára.

Fanney Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman
Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu.

Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila.

„Covid er ekki búið”
Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni.

Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn
Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu.

Skólp aðeins grófhreinsað við Ánanaust næstu þrjár vikur
Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður tekin úr rekstri á morgun og verður óstarfhæf í um þrjár vikur. Skólpið verður á þeim tíma grófhreinsað áður en því verður veitt í sjó. Kólígerlamagn verður því talsvert yfir viðmiðunarmörkum þennan tíma.

Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum
Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar.

Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi
Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu.

„Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði.

Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina
Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum heyrum við af ákvörðun heilbrigðisráðherra um afléttingar innanlands en Tvö þúsund mega koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími skemmtistaða lengist um klukkustund frá og með miðnætti í kvöld. Þá er stefnt að fullri afléttingu eftir fjórar vikur.

Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti
Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur.

Biður forseta loftslagsráðstefnunnar um að úthýsa olíuforkólfum
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sent forseta loftslagsráðstefnunnar COP-26 sem fer fram í Glasgow í næsta mánuði um að sparka fulltrúum mengandi iðnaðar út af gestalista ráðstefnunnar.

Hraðamyndavélar teknar í notkun í kjölfar fjölda slysa
Tvær hraðamyndavélar voru teknar í notkun á Hörgárbraut á Akureyri í dag en vegarkaflinn tilheyrir Þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum bæinn.

Mesti fjöldi smitaðra á einum degi frá því í lok ágúst
Áttatíu manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst á einum degi síðan í lok ágúst.

Svandís kynnti fullar afléttingar í tveimur skrefum
Ríkisstjórnin fundar í dag og tekur meðal annars til umræðu minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um möguleg næstu skref í sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Horft til Íslands og Grænlands eftir rafeldsneyti
Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle.

Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn í Hörpu
Sjávarútvegsdagurinn fer fram í Hörpu í dag, þriðjudaginn 19. október, en hann hefst klukkan 8:30 og stendur yfir til 10:00. Hægt verður að fylgjast með deginum í beinu streymi hér á Vísi.

Leggja til sölu á embættisbústað biskups og 23 fasteignum til viðbótar
Starfshópur á vegum kirkjuþings hefur lagt til að átta jarðir í eigu Þjóðkirkjunnar og sextán eignir til viðbótar víðs vegar um land verði seldar sem liður í fjárhagslegri skipulagningu.

Mögulegt að rækta pálmatré í Vogabyggð en trjánum fækkað í eitt
Mögulegt er að rækta pálmatré við þær aðstæður sem ríkja í Vogabyggð en Reykjavíkurborg hefur ákveðið, í samráði við höfund verðlaunatillögu um útilistaverk á svæðinu, að fækka trjánum úr tveimur í eitt.

Ísland með besta lífeyriskerfið í alþjóðlegum samanburði
Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun.

Ráðuneytið útilokar ekki vafaatriði og ágreining í uppkosningum
Það er álit dómsmálaráðuneytisins að í uppkosningum sé einungis endurtekin atkvæðagreiðsla í því kjördæmi þar sem álitamál eru uppi. Þá séu sömu framboð í kjöri og notast skuli við sömu kjörskrá og í fyrri atkvæðagreiðslu.

Hrækti á börn og lögreglumann
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gær. Tilkynning hafði borist um að maðurinn, sem var ölvaður, hefði verið að áreita börn og hrækja að þeim.

Höfðu áhyggjur af dýrustu herþotum heims í íslenska veðrinu
Stjórnendur í bandaríska flughernum sem fylgdu þremur Northrop B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska hersins hér til lands fyrr á árinu höfðu áhyggjur af því hvernig íslenska veðrið myndi fara með þessar dýrustu herþotur flugsögunnar.

Kári vill taka áhættuna
Kári Stefánsson segir tímabært að Íslendingar taki þá áhættu að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum. Stjórnvöld taka afstöðu til næstu skrefa á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.

Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið
Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Kári Stefánsson segir tímabært að Íslendingar taki þá áhættu að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum en stjórnvöld taka afstöðu til næstu skrefa á morgun. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í margþættar aðgerðir til að búa spítalann undir álag vegna faraldursins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mönnun og framboð legurýma ræður mestu um þolmörk Landspítalans
Það sem mestu ræður um þolmörk Landspítalans eru mönnum og framboð legurýma. 20-40 sjúklingar bíða á hverjum degi eftir innlögn á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður. Landspítalinn varar við því að aðrir mögulegir smitsjúkdómafaraldrar geti valdið miklu álagi á spítalakerfið

Ræninginn í Apótekaranum fundinn
Lögreglan hefur haft hendur í hári manns sem framdi vopnað rán í Apótekaranum við Vallakór í Kópavogi uppúr klukkan 13 í dag. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Dásamlegt fólk sem á betra skilið en að samskiptum þeirra sé lekið
„Það eru öll kerfi starfhæf og það mun væntanlega taka einhverjar vikur að komast að því hvað nákvæmlega gerðist, alveg óháð því hvort það verði frekari afleiðingar,” segir Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.

Lýst eftir vitnum að meintri líkamsárás við pylsuvagninn á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lýst eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Hafnarstræti á Akureyri, skammt frá pylsuvagninum, um korter í eitt á aðfaranótt sunnudags.

Eldgosið fært af hættustigi niður á óvissustig
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna eldossins í Geldingadölum af hættustigi og niður í óvissustig.

Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist
Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR.

Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar.

Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum.

Stakk mann með hnífi við Breiðholtslaug
Ungur karlmaður var stunginn með hníf við Breiðholtslaug um eittleytið í dag. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. DV greindi fyrst frá.

Rændi apótek vopnaður dúkahníf og er á flótta undan lögreglu
Vopnað rán var framið í Apótekaranum við Vallakór í Kópavogi um klukkan hálf eitt í dag. Karlmaður ógnaði starfsfólki með dúkahníf og krafðist þess að fá afhent lyf.

Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt
Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt.

Umsóknarfresturinn um embætti forstjóra framlengdur
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember næstkomandi.

Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti
Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana.

„Arfavitlaus hugmynd út frá þröngum hagsmunum atvinnulífsins”
„Þetta er að sjálfsögðu bara arfavitlaus hugmynd út frá einhverjum þröngum hagsmunum atvinnulífsins,” segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um hugmyndir um sólarhringsopnun á leikskólum.

Sjö á spítala og 35 greindust smitaðir innanlands
Þrjátíu og fimm manns greindust með Covid-19 innanlands í gær. Sjö liggja inni á Landspítala vegna Covid-19 en þeir voru þrír á fimmtudag. Enginn er þó á gjörgæslu.