Fleiri fréttir Mættu á fyrstu sýningu á James Bond um kaffileytið Nýjasta myndin um James Bond var frumsýnd víða um land í dag og var sýnd hvorki meira né minna en 36 sinnum á fyrsta degi. 8.10.2021 21:16 Staðfestu dóm fyrir brot gegn stjúpsyni Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin. 8.10.2021 20:28 Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8.10.2021 20:19 Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann. 8.10.2021 19:36 Már tímabundið ráðinn forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu Már Kristjánsson hefur tekið tímabundið við starfi forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala. 8.10.2021 18:48 Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi. 8.10.2021 18:31 Ellefu netárásir á íslensk fjármálafyrirtæki Ellefu netárásir hafa verið gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki á þessu ári sem haft hafa áhrif á starfsemina fyrirtækjanna. Varabankastjóri Seðlabankans segir ógnina af netárásum vaxandi. 8.10.2021 18:03 Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8.10.2021 15:54 Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8.10.2021 14:55 Hættustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 8.10.2021 14:31 Mikill viðbúnaður vegna vopns sem reyndist vera eftirlíking Mikill viðbúnaður var við Síðumúla í Reykjavík á þrettánda tímanum í dag þegar tilkynning barst um að karlmaður virtist halda á skotvopni. 8.10.2021 12:53 Fórnarlamb líkamsárásar missti meðvitund og fimm Íslendingar ákærðir Fimm Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás í miðbæ Kaupmannahafnar aðfaranótt 17. september. Áður hafði Vísir greint frá handtöku þeirra allra en nú hefur lögreglan í Kaupmannahöfn staðfest við fréttastofu að allir þeirra hafi verið ákærðir. 8.10.2021 12:40 Mælingar truflast áfram vegna rigningar Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. 8.10.2021 12:01 Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8.10.2021 11:41 „Nagladekk eru bara úrelt“ Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. 8.10.2021 11:38 Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri 116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla. 8.10.2021 11:37 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um flekahreyfingarnar á Seyðisfirði en truflanir hafa orðið á mælingum flekans sökum veðurs. 8.10.2021 11:31 Fundu mikið magn kannabisefna í geymslu Lögreglan á Suðurnesjum fann mikið magn kannabisefna í geymslu íbúðarhúss í umdæmi lögreglunnar í vikunni. Efnin fundust þegar húsleit var gerð að fenginni heimild en einnig fundust í geymslunni tól sem notuð eru til fíkniefnasölu. 8.10.2021 11:16 Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa. 8.10.2021 11:04 Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. 8.10.2021 10:53 53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 greindu voru fullbólusettir og 27 voru óbólusettir. Þá voru 29 í sóttkví en 24 utan sóttkvíar.Tveir greindust á landamærunum í fyrstu skimun, báðir með virkt smit.440 eru nú í einangrun og 1.574 í sóttkví. 8.10.2021 10:52 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8.10.2021 10:11 Útköll björgunarsveita í gærkvöldi bundin við Siglufjörð og Skagafjörð Björgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði og í Skagafirði vegna ýmissa fokverkefna í gærkvöldi. Óveður var víða á landinu í gærkvöldi, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út annars staðar á landinu. 8.10.2021 08:29 Ákærður fyrir slá á rass konu og reyna að kyssa fyrir utan skemmtistað Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sumarið 2019. 8.10.2021 07:30 Aðeins átta skjálftar við Keili frá miðnætti Aðeins átta jarðskjálftar eru skráðir í grennd við Keili frá miðnætti á vefsíðu Veðurstofu Íslands. 8.10.2021 07:01 Kona handtekin fyrir að hrækja á lögreglumann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margskonar verkefnum í gærkvöldi og nótt. Sex voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar ýmissa mála og þá var kona handtekinn fyrir að hafa hrækt á lögreglumann. 8.10.2021 06:23 „Ég var með gæsahúð í þrjá tíma“ Af 1200 hraðprófum sem voru tekin fyrir Verslóball í gær greindist ekkert jákvætt. Allir komust því inn sem vildu og það er vonandi að raunin verði sú sama á balli hjá Menntaskólanum í Kópavogi í kvöld, þar sem ballbanni hefur verið aflétt. 7.10.2021 23:20 Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“ „Ég tek þessu bara af æðruleysi og reyni að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldursdóttir listakona á Siglufirði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var nýbúin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar. 7.10.2021 22:36 Þurfa að æfa í kaldri áhaldageymslu Frjálsíþróttafólk þarf að æfa í kaldri áhaldageymslu á meðan rafíþróttamótið í Laugardalshöll fer fram. Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands segir að stöðugt sé þrengt að iðkendum, sem meðal annars hafi skilað hátt í þrjátíu prósenta brottfalli úr íþróttinni. 7.10.2021 21:31 35 sveitarfélög rekin með halla 2020 Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári. 7.10.2021 21:31 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7.10.2021 21:21 Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7.10.2021 20:31 Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega. 7.10.2021 19:30 Rafmagn komið á og upptök brunalyktar fundin Rafmagn er komið aftur á í Vesturbænum og víðast hvar í miðbæ Reykjavíkur. Slökkviliðið telur að mikil brunalykt sem lagði yfir nokkuð stórt svæði við Pósthússtræti hafi komið frá gamalli varaaflsstöð sem fór í gang þegar rafmagnið sló út. 7.10.2021 19:23 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7.10.2021 19:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7.10.2021 18:25 Rafmagnslaust í miðbænum og dularfull brunalykt Rafmagnslaust er víða í miðbæ Reykjavíkur og í Vesturbæ. Slökkviliðið telur að brunalykt sem finnst vel á öllu svæðinu við Austurvöll og Pósthússtræti gæti tengst rafmagnsleysinu. 7.10.2021 18:02 Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. 7.10.2021 17:54 Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7.10.2021 17:20 Ekki útilokað að bólusetning hafi raskað tíðahring kvenna í nokkrum tilvikum Ekki er hægt að útiloka með óhyggjandi hætti tengsl nokkurra tilfella blæðinga í kringum tíðahvörf við bólusetningu gegn Covid-19. Hið sama á við um hluta tilfella sem varða óreglulegar og langvarandi blæðingar. 7.10.2021 16:44 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7.10.2021 16:16 Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. 7.10.2021 14:41 Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári. 7.10.2021 13:54 Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7.10.2021 13:39 Kvika gæti verið að finna sér nýja leið til yfirborðs Dregið hefur úr stærð skjálftanna við Keili undanfarna daga en virknin er þó enn mikil. Um 8800 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. Ekki er hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi. 7.10.2021 12:25 Sjá næstu 50 fréttir
Mættu á fyrstu sýningu á James Bond um kaffileytið Nýjasta myndin um James Bond var frumsýnd víða um land í dag og var sýnd hvorki meira né minna en 36 sinnum á fyrsta degi. 8.10.2021 21:16
Staðfestu dóm fyrir brot gegn stjúpsyni Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin. 8.10.2021 20:28
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8.10.2021 20:19
Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann. 8.10.2021 19:36
Már tímabundið ráðinn forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu Már Kristjánsson hefur tekið tímabundið við starfi forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala. 8.10.2021 18:48
Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi. 8.10.2021 18:31
Ellefu netárásir á íslensk fjármálafyrirtæki Ellefu netárásir hafa verið gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki á þessu ári sem haft hafa áhrif á starfsemina fyrirtækjanna. Varabankastjóri Seðlabankans segir ógnina af netárásum vaxandi. 8.10.2021 18:03
Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor. 8.10.2021 15:54
Stöðva notkun bóluefnis Moderna hér á landi í ljósi nýrra gagna Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi bóluefnisins við örvunarbólusetningar. 8.10.2021 14:55
Hættustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 8.10.2021 14:31
Mikill viðbúnaður vegna vopns sem reyndist vera eftirlíking Mikill viðbúnaður var við Síðumúla í Reykjavík á þrettánda tímanum í dag þegar tilkynning barst um að karlmaður virtist halda á skotvopni. 8.10.2021 12:53
Fórnarlamb líkamsárásar missti meðvitund og fimm Íslendingar ákærðir Fimm Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás í miðbæ Kaupmannahafnar aðfaranótt 17. september. Áður hafði Vísir greint frá handtöku þeirra allra en nú hefur lögreglan í Kaupmannahöfn staðfest við fréttastofu að allir þeirra hafi verið ákærðir. 8.10.2021 12:40
Mælingar truflast áfram vegna rigningar Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. 8.10.2021 12:01
Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8.10.2021 11:41
„Nagladekk eru bara úrelt“ Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. 8.10.2021 11:38
Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri 116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla. 8.10.2021 11:37
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um flekahreyfingarnar á Seyðisfirði en truflanir hafa orðið á mælingum flekans sökum veðurs. 8.10.2021 11:31
Fundu mikið magn kannabisefna í geymslu Lögreglan á Suðurnesjum fann mikið magn kannabisefna í geymslu íbúðarhúss í umdæmi lögreglunnar í vikunni. Efnin fundust þegar húsleit var gerð að fenginni heimild en einnig fundust í geymslunni tól sem notuð eru til fíkniefnasölu. 8.10.2021 11:16
Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa. 8.10.2021 11:04
Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. 8.10.2021 10:53
53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 greindu voru fullbólusettir og 27 voru óbólusettir. Þá voru 29 í sóttkví en 24 utan sóttkvíar.Tveir greindust á landamærunum í fyrstu skimun, báðir með virkt smit.440 eru nú í einangrun og 1.574 í sóttkví. 8.10.2021 10:52
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8.10.2021 10:11
Útköll björgunarsveita í gærkvöldi bundin við Siglufjörð og Skagafjörð Björgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði og í Skagafirði vegna ýmissa fokverkefna í gærkvöldi. Óveður var víða á landinu í gærkvöldi, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út annars staðar á landinu. 8.10.2021 08:29
Ákærður fyrir slá á rass konu og reyna að kyssa fyrir utan skemmtistað Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sumarið 2019. 8.10.2021 07:30
Aðeins átta skjálftar við Keili frá miðnætti Aðeins átta jarðskjálftar eru skráðir í grennd við Keili frá miðnætti á vefsíðu Veðurstofu Íslands. 8.10.2021 07:01
Kona handtekin fyrir að hrækja á lögreglumann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margskonar verkefnum í gærkvöldi og nótt. Sex voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar ýmissa mála og þá var kona handtekinn fyrir að hafa hrækt á lögreglumann. 8.10.2021 06:23
„Ég var með gæsahúð í þrjá tíma“ Af 1200 hraðprófum sem voru tekin fyrir Verslóball í gær greindist ekkert jákvætt. Allir komust því inn sem vildu og það er vonandi að raunin verði sú sama á balli hjá Menntaskólanum í Kópavogi í kvöld, þar sem ballbanni hefur verið aflétt. 7.10.2021 23:20
Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“ „Ég tek þessu bara af æðruleysi og reyni að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldursdóttir listakona á Siglufirði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var nýbúin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar. 7.10.2021 22:36
Þurfa að æfa í kaldri áhaldageymslu Frjálsíþróttafólk þarf að æfa í kaldri áhaldageymslu á meðan rafíþróttamótið í Laugardalshöll fer fram. Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands segir að stöðugt sé þrengt að iðkendum, sem meðal annars hafi skilað hátt í þrjátíu prósenta brottfalli úr íþróttinni. 7.10.2021 21:31
35 sveitarfélög rekin með halla 2020 Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári. 7.10.2021 21:31
Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7.10.2021 21:21
Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7.10.2021 20:31
Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega. 7.10.2021 19:30
Rafmagn komið á og upptök brunalyktar fundin Rafmagn er komið aftur á í Vesturbænum og víðast hvar í miðbæ Reykjavíkur. Slökkviliðið telur að mikil brunalykt sem lagði yfir nokkuð stórt svæði við Pósthússtræti hafi komið frá gamalli varaaflsstöð sem fór í gang þegar rafmagnið sló út. 7.10.2021 19:23
Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7.10.2021 19:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7.10.2021 18:25
Rafmagnslaust í miðbænum og dularfull brunalykt Rafmagnslaust er víða í miðbæ Reykjavíkur og í Vesturbæ. Slökkviliðið telur að brunalykt sem finnst vel á öllu svæðinu við Austurvöll og Pósthússtræti gæti tengst rafmagnsleysinu. 7.10.2021 18:02
Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. 7.10.2021 17:54
Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7.10.2021 17:20
Ekki útilokað að bólusetning hafi raskað tíðahring kvenna í nokkrum tilvikum Ekki er hægt að útiloka með óhyggjandi hætti tengsl nokkurra tilfella blæðinga í kringum tíðahvörf við bólusetningu gegn Covid-19. Hið sama á við um hluta tilfella sem varða óreglulegar og langvarandi blæðingar. 7.10.2021 16:44
Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7.10.2021 16:16
Ráðast í hönnun og útboð á hafnarmannvirkjum vegna Baldurs Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði. 7.10.2021 14:41
Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári. 7.10.2021 13:54
Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7.10.2021 13:39
Kvika gæti verið að finna sér nýja leið til yfirborðs Dregið hefur úr stærð skjálftanna við Keili undanfarna daga en virknin er þó enn mikil. Um 8800 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. Ekki er hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi. 7.10.2021 12:25