Fleiri fréttir

Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni

Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember.

Eldur um borð í Norrænu við bryggju á Seyðisfirði

Eldur kviknaði um borð í vélarrúmi Norrænu sem liggur við bryggju á Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag. Áhöfnin í Norrænu slökktil eldinn áður en slökkviliðið á Seyðisfirði mætti á vettvang.

Teknir með Oxycontin við komuna til landsins

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stóðu þrjá erlenda karlmenn að tilraun til smygls á hátt í þrjú þúsund Oxycontin-töflum við komu á Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði.

Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði

Mikið hefur hægt á vexti  Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði  yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem  auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 

Klúður að hafa regn­bogann ekki með í skipu­lagi nýs Skóla­vörðu­stígs

Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður.

Stærstu samtök lækna standi varla undir því að teljast fagfélög

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir vesöld Landspítalans á ábyrgð þjóðar sem hafi kosið að velja sér leiðtoga sem hafi vanrækt heilbrigðiskerfið áratugum saman. Hann segir forstjóra Landspítalans gera það besta úr þeim spilum sem honum séu gefin. Stærstu samtök lækna í landinu standi varla undir því að teljast fagfélög enda sé áherslan á kjarabaráttu en ekki betri heilbrigðisþjónustu.

Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks

Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli.

Mið­­flokkurinn aldrei staðið tæpar

Mið­flokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi sam­kvæmt nýrri Maskínu­könnun sem gerð var fyrir frétta­stofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíal­istar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi.

25 greindust innan­lands

Alls greindust 25 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sautján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 68 prósent. Átta voru utan sóttkvíar, eða um 32 prósent.

Gat ekki hugsað sér að slást við konuna sína

Karlmaður segir ofbeldi gagnvart körlum af hendi kvenna vera töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Hann deilir sögu af ofbeldissambandi sem hann var í með fyrrverandi konu sinni. Karlmaðurinn sagði sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun undir nafnleynd en hann segist ekki vilja persónugera árásina.

Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið

Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt.

Handtóku mann sem veittist að fólki og skemmdi bíla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um mann sem veittist að fólki og vann skemmdir á bifreiðum í Kópavogi/Breiðholti. Lögregla fann manninn og handtók en sá var í annarlegu ástandi.

Tekinn með hníf á lofti í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem tilkynnt var um að hefði verið með hníf á lofti í Hafnarfirði í dag. Hann var færður í fangaklefa.

Grunur um ölvun þegar bíll rann út í Nauthólsvík

Ökumaður bifreiðar sem rann út í sjó við Nauthólsvík er grunaður um ölvun við akstur. Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila var í Nauthólsvík en ökumanninum tókst sjálfum að komast á land.

Vilja að ráðherra skoði stöðu vararíkissaksóknara

Aðgerðasinnahópurinn Öfgar segir í ákalli til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að innan dómkerfisins finnist menn sem ítrekað hafi tekið stöðu gegn þolendum kynbundins ofbeldis.

Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn

Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma.

Rituungi í Eyjum sem neitar að fara að heiman

Fjölskylda í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér rituunga, sem neitar að fara að heiman. Unganum finnst allra best að fá loðnu í matinn. Kötturinn og hundurinn á heimilinu eru bestu vinir ungans.

Vilja ræða afléttingar á ríkisstjórnarfundi

Ráðherrar telja rétt að ræða afléttingar á samkomubanni í ljósi faraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í tilslakanir.

Akureyri verði „svæðisborg“

Flokka ætti Akureyri sem „svæðisborg“ með skilgreinda ábyrgð og skyldur til að þjóna íbúa og atvinnulíf í landshlutanum samkvæmt tillögu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því að tveir ráðherrar ríkisstjórnar Íslands telja tíma til kominn að létta á aðgerðum innanlands. Sóttvarnalæknir er hins vegar ekki á sama máli. Faraldurinn er á hægri niðurleið og álagið á Landspítalann ekki í nánd því eins mikið og þegar verst lét í þessari bylgju.

Blikur á lofti vegna fellibyljarins Larrys

Veruleg óvissa er í veðurkortum næstu daga vegna fellibyljarins Larrys suður í Atlantshafi. Líklegast er talið að hann gæti átt þátt í suðaustan hvassviðri á landinu í lok næstu helgar.

Loka vegum vegna Skaft­ár­hlaups

Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld.

Hlaup­vatnið komið undan jöklinum

Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað.

Sveik út vörur fyrir 2,3 milljónir króna með kredit­korti mömmu

Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa svikið út vörur frá hinum ýmsu fyrirtækjum vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna króna, með því að hafa við kaupin notað kreditkort móður sinnar og þriggja annarra.

Sjálfstæðismenn séu að reyna að forðast umræðu um skatta

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir sjálfstæðismenn vera að forðast efnislega umræðu um aukið framlag ríkasta fólksins til samfélagsins með málflutningi sínum um meint ólögmæti stóreignaskatts. Hún telur að legið hafi fyrir frá upphafi að áformin standist stjórnarskrá.

Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar.

Sjá næstu 50 fréttir