Fleiri fréttir

Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum

Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.

Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði

Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði þar sem leki hefur komið upp í heitavatnslögnum við Hlíðarberg, Vesturgötu og Öldugötu. Slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi en ekki sést lengur vatn á yfirborði.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hlaup er hafið í Skaftá og hafa almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna hættu á brennisteinsmengun. Kristján Már Unnarsson er kominn á vettvang og sýnir frá aðstæðum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kannast hvorki við að hafa beitt konurnar of­beldi né á­reitt

Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur borið á hann. Hann segist ekki kannast við að hafa áreitt hana eða vinkonu hennar og neitar sök. Hegðun hans hafi hins vegar ekki verið til fyrirmyndar og hann beðið konurnar afsökunar.

KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar

BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið.

Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík

Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri.

Ragn­hildur Helga­dóttir nýr rektor HR

Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár.

Tekist á um laxeldi í Pallborðinu

Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum.

Al­manna­varnir lýsa yfir ó­vissu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts.

Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Landspítala verður veitt aukið fjármagn til að ráða inn fleira starfsfólk á gjörgæsludeild. Forstöðumaður gjörgæslunnar fagnar því að stjórnvöld hafi hlustað á ákall spítalans og segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir deildina.

Tóku þátt í her­ferð um fram­línu­fólk í heims­far­aldri en enduðu í sótt­kví

Allir sem tóku þátt í myndatöku fyrir nýja herferð Bandalags háskólamanna, Læknafélags Íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga enduðu í sóttkví eftir að einn þátttakenda greindist smitaður af kórónuveirunni. Herferðinn fjallar um mikilvægi háskólamenntaðra í heimsfaraldri, fólks sem staðið hefur framlínuvakt á tímum Covid.

67 greindust smitaðir í gær

Síðasta sólarhringinn greindust 67 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 38 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 29 var utan sóttkvíar.

Verðlaunaður fyrir „byltingarkennda nýjung“ í leit að fjarreikistjörnum

Guðmundur Kári Stefánsson, íslenskur stjarneðlisfræðingur, hefur verið sæmdur verðlaunum í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í að þróa nýja tækni sem gerir nákvæmar mælingar á fjarreikistjörnum frá jörðu niðri mögulegar. Nóbelsverðlaunahafi og yfirmaður stjarneðlisfræðideildar NASA eru á meðal þeirra sem hafa áður unnið verðlaunin.

Heimilisfaðir gengst við fíkniefnaræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þolandinn er sagður hafa hlotið minniháttar áverka.

Sjá næstu 50 fréttir